Morgunblaðið - 18.03.2013, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.03.2013, Qupperneq 1
MÁNUDAGUR 18. MARS 2013 Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður norska úrvals- deildarliðsins Sandnes Ulf, hef- ur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands sem mæt- ir Slóveníu á föstudaginn. Enginn hefur dregið sig út úr hópnum, enn sem komið er. Heimir Hallgrímsson, að- stoðarlandsliðsþjálfari, sagði við Morgunblaðið að einfaldlega hefði verið ákveðið að bæta Steinþóri í hópinn. „Hann er með hæfileika sem við teljum að geti nýst okkur í leiknum gegn Slóveníu,“ sagði Heimir. tomas@mbl.is Steinþór kallaður inn í landsliðið Steinþór Freyr Þorsteinsson Matthías Vil- hjálmsson skor- aði í gær sitt fyrsta mark í norsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu þegar hann skoraði eitt af þremur mörk- um liðsins í 3:2 sigri á móti Hönefoss. Matt- hías, sem skoraði 18 mörk fyrir Start í B-deildinni á síðustu leiktíð, lék allan tímann með nýliðunum sem og Guðmundur Kristjánsson. Kristján Örn Sigurðsson stóð vakt- ina í vörn Hönefoss en Arnór Sveinn Aðalsteinsson sat á vara- mannabekknum. gummih@mbl.is Matthías byrjar vel í úr- valsdeildinni Matthías Vilhjálmsson Kristján Jónsson kris@mbl.is Reglum um leyfilegan fjölda útlendinga var breytt á ársþingi Körfuknattleikssambands Ís- lands um helgina. Fjórir leikmenn með íslenskan ríkisborgararétt þurfa að vera inni á vellinum í einu en í vetur hafa þrír slíkir þurft að vera inni á vellinum í einu í úrvalsdeild karla. Sama regla verður í gildi í úrvalsdeild kvenna og í 1. deild karla. Liðin geta hins vegar verið með fleiri erlenda leikmenn á sínum snærum og á leik- skýrslu. „Enn og aftur má segja að hreyfingin skiptist í tvær fylkingar þegar kemur að útlend- ingamálunum. Á síðasta þingi á Sauðárkróki fyrir tveimur árum féll þessi tillaga á jöfnu og núna var hún samþykkt með nokkurra atkvæða mun. Í þessu máli má segja að hreyfingin skiptist í tvennt og fylkingarnar eru svipað fjölmennar á þing- unum,“ sagði Hannes Jón Jónsson í samtali við Morgunblaðið í gær en hann var endurkjörinn formaður KKÍ á þinginu. Reglur um leyfilegan fjölda erlendra leikmanna hafa lengi verið þrætuepli í körfuboltanum hér- lendis og Hannes segist vilja sjá meiri stöðugleika í því umhverfi. „Mér finnst vera kominn tími til að við í hreyfingunni séum með sömu reglurnar í ein- hvern smátíma. Það er leiðinlegt að við séum að breyta reglunum á hverju þingi. Ég vil sjá meiri stöðugleika í þessu en tvö ár í senn því ég held að það sé ekki gott fyrir hreyfinguna að við séum alltaf að breyta þessu,“ bætti Hannes við. Að öðru leyti bar helst til tíðinda á þinginu að Fyrirtækjabikarinn verður á dagskrá í aðdrag- anda Íslandsmótsins en ekki seint á árinu eins og var til að mynda í vetur. Erlendum leikmönnum fækkar  Færri slíkir mega vera inni á vellinum í einu á næstu leiktíð í körfunni ÍÞRÓTTIR Nú liggur fyrir hvaða lið eigast við í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik en úrslitakeppnin hefst innan skamms. Fyrirfram má segja að sú rimma sem ætti að verða jöfnust, og kannski erfiðast að reikna út, sé rimma Stjörnunnar og Keflavíkur. Er það kannski ekki skrítið þar sem þessi lið höfnuðu í 4. og 5. sæti deildarinnar og munaði aðeins tveimur stigum á þeim. Bikarmeistarar Stjörnunnar munu fá heima- leikjaréttinn ef á þarf að halda. Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari KR, mun mæta sínu gamla félagi í úrslitakeppninni. Páll Axel Vilbergsson mun jafnframt mæta sínum gömlu fé- lögum í Grindavík sem varð deildarmeistari. Benedikt gerði KR að Íslandsmeisturum 2007 og 2009 en tók við Þór í 1. deild haustið 2010. Páll Axel var fyrirliði Grindavíkur þegar liðið varð Íslandsmeistari síðasta vor en fór í Skallagrím síðasta sumar. Þór Þ. og Snæfell enduðu með jafnmörg stig en Þór fékk 2. sætið á innbyrðisviðureignum. Snæfell mætir ungu og efnilegu liði Njarðvíkur sem spilað hefur vel að undanförnu. Eftirtalin lið mætast: Grindavík – Skallagrímur Þór Þorlákshöfn – KR Snæfell – Njarðvík Stjarnan – Keflavík kris@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Mætir Grindavík Páll Axel Vilbergsson tekur við Íslandsbikarnum fyrir hönd Grindvíkinga í fyrra. Nú fer hann til Grindavíkur með Borgnesingum og reynir að slá Grindvíkinga út úr Íslandsmótinu. Kempur fara á heimaslóðir  Spennandi rimma hjá Stjörnunni og Keflavík Íþróttir mbl.is Fótbolti Liverpool varð að sætta sig við ósigur gegn sprækum nýliðum South- ampton í ensku úrvalsdeildinni. Meistaradeildardraumur Liverpool á enda? 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.