Morgunblaðið - 20.03.2013, Page 4

Morgunblaðið - 20.03.2013, Page 4
Morgunblaðið/Golli Byrjun Grétar Rafn Steinsson fagnar marki í sigrinum gegn Noregi í haust. „Þurfa að gæta sín á sóknarmönnum Slóvena“  Grétar Rafn hefur góða tilfinningu fyrir leiknum í Ljubljana  Er að kom- ast af stað sjálfur eftir langa fjarveru Landslið Íslands í undankeppni HM Í byrjunarliði Komið inná Mörk Birkir Bjarnason 4 0 1 Emil Hallfreðsson 4 0 0 Gylfi Þór Sigurðsson 4 0 1 Hannes Halldórsson 4 0 0 Ragnar Sigurðsson 4 0 0 Rúrik Gíslason 4 0 0 Aron Einar Gunnarsson 3 0 0 Grétar Rafn Steinsson 3 0 0 Kári Árnason 3 0 1 Alfreð Finnbogason 2 2 1 Ari Freyr Skúlason 2 1 0 Helgi Valur Daníelsson 2 0 0 Bjarni Ó. Eiríksson 2 0 0 Eggert G. Jónsson 1 2 0 Birkir Már Sævarsson 1 1 0 Sölvi Geir Ottesen 1 1 0 Jóhann B. Guðmundsson 0 3 0 Guðjón Baldvinsson 0 1 0 Kolbeinn Sigþórsson, Eiður Smári Guðjohnsen,Ólafur Ingi Skúlason,Hallgrímur Jónasson,Hólmar Örn Eyjólfsson,Arnór S. Aðalsteinsson,Steinþór F. Þorsteinsson,Gunnleifur Gunnleifs- son og Ögmundur Kristinsson eru í hópnum í Slóveníu en hafa ekki spilað í keppninni til þessa. Er í hópnum í Slóveníu Er ekki í hópnum í Slóveníu FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Grétar Rafn Steinsson, landsliðs- maður í knattspyrnu og leikmaður Kayserispor í Tyrklandi, segir að félagar sínir í íslenska landsliðinu þurfi að gæta sín á sókn- armönnum Slóvena í leik þjóðanna í undankeppni HM í Ljubljana á föstudaginn. Grétar er fjarri góðu gamni þar sem hann er í eins leiks banni vegna tveggja gulra spjalda í keppninni. Auk þess er hann að jafna sig af meiðslum í hné og hefði ekki náð leiknum af þeim sökum. „Slóvenar eru með góða sókn- armenn og okkar menn þurfa að gæta sín á þeim. Ég hef séð dálít- ið til framherjans þeirra hjá PSV (Tim Matavz) sem lítur ágætlega út en þetta er reyndar ekki hans besta tímabil,“ sagði Grétar við Morgunblaðið í gær en Matavz hefur skorað 10 mörk fyrir PSV í hollensku úrvalsdeildinni í vetur. Gylfi hefur bætt varnarleikinn Hann kvaðst hafa góða tilfinn- ingu fyrir leiknum og íslensku leikmönnunum. „Gylfi hefur staðið sig vel á kantinum hjá Tottenham undanfarið og hefur bætt varn- arleikinn sinn frá fyrstu leikjunum þar. Núna erum við með tvo fram- herja með frábæra hæfileika, Kol- bein og Alfreð, og það væri gaman að sjá þá spila saman frammi. Birkir Bjarna hefur líka staðið sig vel frammi og hann vinnur mikið fyrir liðið. Síðan er ég ánægður með að sjá Sölva aftur í liðinu. Enda þótt hann hafi ekki spilað mikið eða verið í hópi hjá FCK, er hann gífurlega mikilvægur fyrir landsliðið og varnarleik þess, sér- staklega þar sem Kári er ekki með,“ sagði Grétar Rafn sem hef- ur leikið þrjá af fjórum leikjum Íslands í undankeppninni en hann missti af leiknum á Kýpur í sept- ember vegna meiðsla. Stefnir á að spila 1. apríl Hann hefur nú verið frá keppni vegna meiðslanna síðan í nóv- ember, eða í fjóra mánuði, en er að komast af stað með liði Kay- serispor þessa dagana. „Já, ég byrja að æfa með liðinu um helgina og það er raunhæft að ég geti spilað fyrsta leikinn eftir landsleikjahléið. Ég er byrjaður að gera flest en þarf að fínpússa það og styrkja ákveðna hluti en ég hef nýtt tímann mjög vel við að byggja mig upp á ný. Ég finn að- eins fyrir verkjum í hnénu ennþá en það er eðlilegt eftir svona að- gerð,“ sagði Grétar en næsti leik- ur er 1. apríl, gegn Karabükspor á útivelli. Lið Kayserispor hefur lengst af í vetur verið í grennd við fallsætin í Tyrklandi en liðið tók mikla rispu eftir áramótin, er nú í 9. sæti af 18 liðum og aðeins fjórum stigum frá Evrópusæti þegar átta umferðum er ólokið. „Við erum með mjög gott lið og mætum toppliðunum á lokasprett- inum. Ef allir eru heilir og bik- arkeppnin þróast á hagstæðan hátt fyrir okkur eigum við mögu- leika á að komast í Evrópukeppni eftir allt saman,“ sagði Grétar Rafn Steinsson. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2013 Árin segja sitt1979-2013 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson notaði tímann í Slóven- íu í gær til að rita nafn sitt undir nýjan tveggja ára samning við Car- diff City. Hann er nú samnings- bundinn félaginu til ársins 2016. Aron Einar gekk til liðs við Car- diff frá Coventry sumarið 2011 og hefur hann átt góðu gengi að fagna með velska liðinu. Aron hefur spilað 36 af 37 leikj- um Cardiff í ensku B-deildinni á leiktíðinni og hefur hann skorað 7 mörk eins og Heiðar Helguson. Þeir eru markahæstir ásamt Peter Whittingham. Cardiff á góða mögu- leika á að komast upp í úrvalsdeild- ina. Liðið trónir á toppnum með 75 stig, Hull er í öðru sæti með 68 stig og Watford hefur 66 stig í þriðja sæti en Cardiff á leik til góða. Aron Einar er 23 ára gamall og er uppalinn hjá Þór á Akureyri. Hann hélt ungur að árum út í at- vinnumennsku en árið 2006 samdi hann við hollenska liðið AZ Alkma- ar. Hann var þar til ársins 2008 þegar hann gekk til liðs við Cov- entry en Cardiff festi kaup á honum þremur árum síðar. gummih@mbl.is Aron samdi við Cardiff Óvíst er hvort Valter Birsa, leik- maður Torino á Ítalíu og einn af reyndustu landsliðsmönnum Sló- vena í knattspyrnu, getur spilað gegn Íslendingum í Ljubljana á föstudaginn. Srecko Katanec þjálfari Slóvena skýrði fréttamönnum frá því í gær að hann hefði meiðst í leik með Tor- ino og það myndi skýrast betur í dag hvort hann yrði leikfær. Birsa er 26 ára gamall vinstri kantmaður og fjórði leikjahæstur í hópi Slóvena með 58 landsleiki. Hann var í byrjunarliði Slóvena í öllum þremur leikjum liðsins á HM í Suður-Afríku fyrir þremur árum. Slóvenska liðið hefur æft í Koper við Adríahafið frá sunnudegi en kemur í dag til Ljubljana í lokaund- irbúning sinn fyrir leikinn sem hefst kl. 17 að íslenskum tíma á föstudag. vs@mbl.is Meiðsli í hópi Slóvenanna Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslenska landsliðið sem Lars Lag- erbäck teflir fram gegn Slóveníu í Ljubljana á föstudaginn verður breytt frá fyrstu fjórum leikjunum í undankeppni HM sem fram fóru síð- asta haust. Alls er 21 leikmaður með í för í Ljubljana en aðeins 12 þeirra hafa tekið þátt í leikjunum fjórum, gegn Noregi, Kýpur, Albaníu og Sviss. Sex fjarverandi Af þeim 18 sem hafa spilað í keppninni eru sex fjarverandi. Þeir Rúrik Gíslason, Grétar Rafn Steins- son og Kári Árnason eru allir í leik- banni og spila ekki í Ljubljana og þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Egg- ert Gunnþór Jónsson og Guðjón Baldvinsson eru ekki í hópnum að þessu sinni. Nú eru hinsvegar mættir til leiks þeir Kolbeinn Sigþórsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Ólafur Ingi Skúlason og Hallgrímur Jónasson, sem ekki komu við sögu í leikjunum fjórum í haust, sem og Steinþór Freyr Þorsteinsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og markverðirnir Gunnleifur Gunnleifsson og Ög- mundur Kristinsson. Vantar fjóra úr síðasta byrj- unarliði Ef horft er á byrjunarliðið sem spilaði síðasta leik í keppninni, gegn Sviss á Laugardalsvellinum, vantar fjóra leikmenn en það eru Kári, Grétar, Rúrik og Eggert. Í staðinn hefur Lagerbäck m.a. kost á að tefla fram Sölva Geir Ottesen, Kolbeini, Eiði Smára, Ólafi Inga og Hallgrími, sem og þeim Aroni Einari Gunn- arssyni fyrirliða sem var í banni gegn Sviss og Helga Val Daníelssyni sem missti af þeim leik vegna veik- inda. Ísland er með 6 stig eftir fyrstu fjóra leikina í E-riðlinum, eins og Albanía. Sviss er með 10 stig og Noregur 7 stig í tveimur efstu sæt- unum en Slóvenía og Kýpur eru með 3 stig. Noregur og Albanía mætast líka á föstudaginn og Kýpur tekur á móti Sviss á laugardaginn. Eftir þá leiki er undankeppnin hálfnuð. Mikið breytt lið spilar í Slóveníu  Níu í hópnum ekkert með í HM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.