Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 3
Morgunblaðið/Kristinn
Stopp Simona
Vintale, leikmaður
ÍBV, stöðvar Stellu
Sigurðardóttur í
leiknum í Safamýr-
inni í gærkvöld.
þarf framlag frá fleirum en sex til að
vinna Grindavík í fimm leikja seríu
og því er Justin Shouse alveg sam-
mála.
„Þarna mætast tvö gæðalið. Nú
snýst þetta ekki um útlendingana.
Þeir geta komið þér í úrslit en á end-
anum vinna Íslendingarnir titilinn.
Það lið sem fær framlag frá rulluspil-
urunum vinnur seríuna. Grindavík
fékk flott framlag frá Þorleifi, Jó-
hanni Árna og Sigga Þorsteins gegn
KR og það munaði um það. Við feng-
um Dag Kár í gang í dag. Hann var
flottur, skoraði góðar körfur og tók
skynsamlegar ákvarðanir. Það mun
skipta öllu í úrslitunum hvaða lið fær
rulluspilarana til að taka af skarið,“
sagði Justin Shouse.
var að Threatt væri jafnmeiddur og
raun bar vitni. Þær áhyggjur áttu
fyllilega rétt á sér því með honum fór
heilinn í liðinu, einn besti leikmaður
tímabilsins og sama hversu mikið
Snæfell barðist bætti það ekki upp
missinn á herforingjanum.
Snýst um Íslendingana
Stjarnan er komin í úrslit í annað
skipti á þremur árum og í annað
skipti í sögu félagsins. Garðbæingar
máttu sín lítils gegn KR í úrslitum
2011 en nú eru þeir til alls líklegir.
Byrjunarlið Stjörnunnar plús Jov-
an Zdravevski er ógnarsterkt og þá
vaknaði ungstirnið Dagur Kár Jóns-
son af værum blundi í gærkvöldi og
setti nokkrar flottar körfur. Stjarnan
unblaðið eftir tapið en
Íslandsmeistararnir frá því 2010 eru
komnir í sumarfrí.
Gestirnir spiluðu feiknaflotta vörn
í fyrri hálfleik og tóku Shouse alveg
út úr spilinu. „Ég var ekki lélegur.
Snæfell var bara spila svo góða
vörn,“ grínaðist Shouse við Morg-
unblaðið eftir leikinn.
Sóknarlega voru Snæfellingar líka
að hitta vel og fá fleiri stig í teignum
en áður í einvíginu. Staðan var jöfn í
hálfleik, 38:38, en í seinni hálfleik
slokknaði á varnarleik Hólmara og
Shouse gekk á lagið.
„Við vorum ekki að stoppa þá í
vagg og veltu. Justin fór þá að
splundra vörninni. Ef hann fékk ekki
þriggja stiga skot keyrði hann inn í
miðjuna og bjó eitthvað til fyrir Mills
og aðra. Það er alltof erfitt að stoppa
þetta,“ sagði Jón Ólafur.
Threatt of mikill missir
Snæfell var án leikstjórnandans
Jays Threatts vegna meiðsla á loka-
kaflanum í leik tvö, allan leik þrjú og
þá gat hann lítið beitt sér í gær.
Hann spilaði 15 mínútur og skoraði
þrjú stig. Threatt er búinn að vera
frábær í allan vetur og var stoðsend-
ingakóngur deildarinnar.
„Pálmi Freyr stóð sig frábærlega
sem leikstjórnandi þegar Jay datt út
en það er erfitt að missa jafnsterkan
mann út og Jay gegn liði eins og
Stjörnunni. Sóknarleikurinn okkar
riðlaðist mikið,“ sagði Jón Ólafur.
Margir fengu það á tilfinninguna
að einvígið væri búið um leið og ljóst
Í ÁSGARÐI
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
„Mér leið vel en eini gallinn var að
vinur minn Nonni Mæju [Jón Ólafur
Jónsson, Snæfelli] ákvað að hitta úr
öllum sínum þriggja stiga skotum
líka,“ sagði Justin Shouse, leik-
stjórnandi Stjörnunnar, glaðbeittur
við Morgunblaðið eftir sigur
Garðbæinga á Snæfelli, 94:84, í
fjórða leik liðanna í undanúrslitum
Dominos-deildar karla í körfubolta.
Sigurinn tryggði Stjörnunni farseðil
í lokaúrslitin, 3:1, gegn Grindavík
sem hefjast á miðvikudaginn.
Shouse átti erfitt uppdráttar í
fyrri hálfleik vegna gríðarlega öflugs
varnarleiks Snæfells en hlutirnir
fóru að detta fyrir hann í seinni hálf-
leik. Þá sérstaklega í fjórða leikhluta
þar sem hann og Jón Ólafur buðu
upp á skotsýningu. Jón Ólafur vann
stigakeppnina, skoraði 30 gegn 24
stigum Justins, en Shouse var sá sem
fagnaði í leiksloks enda Stjarnan
komin í úrslit í annað sinn á þremur
árum.
Vörnin brást í seinni hálfleik
„Við vorum að spila flotta vörn í
fyrri hálfleik. Það var barátta, tal-
andi og fá mistök af okkar hálfu. Við
erum ekki búnir að spila mjög góða
vörn undanfarið þannig að kannski
leið okkur of vel með þetta í hálf-
leik,“ sagði Jón Ólafur Jónsson, stór-
skytta Snæfells, svekktur við Morg-
Baráttan bætti ekki
upp fyrir Threatt
Stjarnan í úrslit eftir sigur á Snæfelli í fjórða leik Söknuðu Jay mjög mikið
Á HLÍÐARENDA
Stefán Stefánsson
ste@mbl.is
Fáir ef einhverjir hefðu trúað að á
ferðinni væru Íslands-, deildar- og
bikarmeistarar þegar flautað var til
leikhlés hjá Val og Stjörnunni að Hlíð-
arenda í gærkvöldi en eftir hlé komu
Valskonur með sparihliðarnar sem
dugðu til 27:23 sigurs. Þar með er Val-
ur kominn með 1:0 í undanúrslitum
úrslitakeppninnar í handbolta en ljóst
er að Hlíðarendaliðið kemst ekki upp
með svona leik aftur.
Þrátt fyrir mun betri leik í vörn og
sókn tókst Garðbæingum ekki að hafa
nema eins marks forskot í hálfleik,
12:13, því of mörg færi þeirra fóru for-
görðum auk þess að Guðný Jenný Ás-
mundsdóttir í marki Vals varði 8 skot.
Það var því ótrúlegt að sjá gestina
koðna niður eftir hlé enda var Vals-
konum í lófa lagið að taka sig á og
taka um leið leikinn í sínar hendur.
Komumst upp með þetta
„Við áttum ekki að komast upp með
að taka svona rólegan fyrri hálfleik en
einhvern veginn tókst það, við verðum
hinsvegar að vera tilbúnar í meiri
átök,“ sagði Guðný Jenný eftir leik-
inn. „Ég hef oft sýnt betri frammi-
stöðu og var ekki sátt við mína
frammistöðu í fyrri hálfleik þó hann
hafi svo sem verið í lagi en við náðum
síðan að skerpa á vörn og sókn þegar
við komum betur inní seinni hálfleik-
inn. Við ræddum um að gera það í
hálfleik og líka að ná meira floti í
sóknina því hún var of hæg í fyrri hálf-
leik og auðvelt fyrir Stjörnuna að
stöðva hana. Við ætluðum líka að vera
fljótari til baka því Stjarnan náði að
skora úr tveimur hraðaupphlaupum í
fyrri hálfleik, þær fengu reyndar fjög-
ur en klúðruðu tveimur og fjögur er of
mikið.“ Framan af hélt Þorgerður
Anna Atladóttir Val á floti og það var
ekki fyrr en í seinni hálfleik að Hrafn-
hildur Skúladóttir, Sonata Viunajte
og fleiri höktu í gang.
Slökknaði á neistanum
Það má alveg hrósa Stjörnunni fyr-
ir fínan fyrri hálfleik en líka gagnrýna
fyrir að nýta ekki færin, ekki síst þeg-
ar búið var að galopna vörn Vals. Það
var síðan óskiljanlegt að sjá neistann
slokkna eftir hlé. „Við hættum alveg
að keyra í seinni hálfleik og það varð
okkur að falli,“ sagði Jóna Margrét
Ragnarsdóttir sem skoraði 6 mörk
fyrir Stjörnuna, fimm af þeim fyrir
hlé þegar hún var í ham. „Mér finnst
fyrri og seinni hálfleikur eins og svart
og hvítt. Við eigum nokkur stang-
arskot og missum trúna. Við getum al-
veg unnið Val enda trúi ég að við séum
með ekki síðra lið og við ætlum bara
vinna. Til þess þurfum við tvo hálfleiki
sem voru eins og sá fyrri í dag en að-
allega megum við ekki hætta að halda
hraðanum eins og við gerðum í seinni
hálfleik.“ Esther V. Ragnarsdóttir
skoraði einnig 6 mörk en það vantaði
meira framlag frá öðrum.
Höktu í gang eftir hlé
Valskonur unnu Stjörnuna 27:23 eftir slakan fyrri hálfleik
Meistararnir komast ekki upp með annan svona leik
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013
Skagamennkomust í
gærkvöld í átta
liða úrslit
Lengjubikars
karla í knatt-
spyrnu þegar
bæði Selfoss og
Víkingur R. töp-
uðu sínum leikj-
um. Bæði lið hefðu getað hirt þriðja
sætið í 2. riðli af ÍA. Almarr Orm-
arsson skoraði tvö mörk fyrir
Fram sem vann Víking R. 3:0 og
Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði
tvö mörk fyrir Val sem vann Selfoss
3:1. Þar með er ljóst að Víkingur Ó.
og ÍA mætast í Vesturlandsslag í 8-
liða úrslitum og KR mætir Breiða-
bliki. Stjarnan leikur við Fylki eða
FH og Valur mætir FH eða Fylki,
eftir því hvort liðanna endar í 2.
sæti 1. riðils.
Jupp Heynckes, þjálfari BayernMünchen, segist ekki ætla að
leita ráða Pep Guardiola, fyrrum
þjálfara Barcelona, fyrir leik sinna
manna gegn Börsungum í undan-
úrslitum Meistaradeildarinnar en
Guardiola tekur við starfi Heynckes
hjá Bæjurum í sumar. „Ég þarf
engan annan til að kynna sér and-
stæðinga okkar. Sýnið mér virðingu
og mínu starfi. Ég hef aldrei leitað
ráða hjá öðrum,“ sagði Heynckes. Í
hinu einvíginu mætast Dortmund
og Real Madrid. Í Evrópudeildinni
leikur Basel við Chelsea og Fener-
bache við Benfica.
Ekkert verðuraf því að
Avaldsnes, með
fimm íslenska
leikmenn innan-
borðs, þar á með-
al Hólmfríði
Magnúsdóttur
og Guðbjörgu
Gunnarsdóttur,
leiki fyrsta leik
sinn í efstu deild í Noregi í dag.
Vegna frosts er völlur Avaldsnes
ónothæfur og leik liðsins við Klepp
hefur verið frestað ásamt fleiri
leikjum í deildinni.
Fólk sport@mbl.is
Ásgarður, undanúrslit karla, 4. leikur,
föstudag 12. apríl 2013.
Gangur leiksins: 0:8, 6:12, 11:14,
20:16, 27:21, 30:26, 31:28, 38:38,
42:47, 49:48, 59:53, 66:59, 74:63,
80:68, 89:76, 89:81, 97:84.
Stjarnan: Jarrid Frye 27/9 fráköst,
Justin Shouse 24/4 fráköst/9 stoð-
sendingar, Jovan Zdravevski 21, Brian
Mills 10/4 fráköst, Dagur Kár Jóns-
son 10, Marvin Valdimarsson 4/5 frá-
köst, Fannar Freyr Helgason 1.
Fráköst: 25 í vörn, 3 í sókn.
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 30/4
fráköst, Ryan Amaroso 20/14 frá-
köst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/7
fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 8,
Sveinn Arnar Davíðsson 7, Pálmi
Freyr Sigurgeirsson 4/6 stoðsend-
ingar, Ólafur Torfason 3/7 fráköst,
Jay Threatt 3.
Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögn-
valdur Hreiðarsson, Björgvin Rún-
arsson.
Áhorfendur: 991.
Stjarnan vann einvígið 3:1 og mæt-
ir Grindavík í úrslitum.
Stjarnan – Snæfell 97:84
Vodafonehöllin á Hlíðarenda, undan-
úrslit kvenna, 1. leikur, föstudag 12.
apríl 2013.
Gangur leiksins: 10, 2:1, 2:4, 5:4,
6:8, 7:11, 10:13, 12:13, 14:13, 17:15,
17:17, 19:18, 24:20, 26:20, 27:21,
27:23.
Mörk Vals: Þorgerður Anna Atladóttir
9, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5,
Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4,
Sonata Viunajte 4, Dagný Skúladóttir
4/2, Karólína Bæhrenz Lárusdóttir 1.
Varin skot: Guðný Jenný Ásmunds-
dóttir 20 (þar af 2 til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét
Ragnarsdóttir 6, Esther V. Ragn-
arsdóttir 6, Kristín Clausen 4, Hanna
G. Stefánsdóttir 3, Rakel Dögg Braga-
dóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Guðmundsdóttir 6
(þar af 2 til mótherja), Sunneva Ein-
arsdóttir 5 (þar af 1 til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Bóas Börkur Bóasson og
Hörður Aðalsteinsson.
Áhorfendur: 160.
Staðan er 1:0 fyrir Val.
Valur – Stjarnan 27:23
HANDKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, 1. leikur:
Kaplakriki: FH – Fram.......................... L15
Schenkerhöllin: Haukar – ÍR ................ L17
Undanúrslit kvenna, 2. leikur:
Vestm.eyjar: ÍBV – Fram (0:1).............. S15
Mýrin: Stjarnan – Valur (0:1) ................ S16
Umspil karla, undanúrslit, oddaleikur:
Mýrin: Stjarnan – Víkingur (1:1)........... S18
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undanúrslit kvenna, 4. leikur:
Vodafonehöll: Valur – Keflavík (2:1)..... L16
DHL-höllin: KR – Snæfell (2:1) ............ L16
Umspil karla, 2. leikur:
Hveragerði: Hamar – Valur (0:1) ..... S19.15
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Egilshöll: Fylkir – BÍ/Bolung. .............. L13
Leiknisvöllur: Leiknir R. – KF ............. L14
Egilshöll: Fjölnir – Tindastóll ............... L15
Gróttuvöllur: Grótta – Ægir ............. L11.30
Fellavöllur: Hug/Einh.– Fjarðab.......... L14
Fagrilundur: HK – Sindri...................... L14
Reykjaneshöll: Víðir – Hamar............... L16
Akraneshöll: Kári – KV.......................... L16
Boginn: Magni – Höttur ......................... S15
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Akraneshöll: ÍBV – Þór/KA .................. L14
Egilshöll: FH – Valur ............................. S14
Egilshöll: HK/Víkingur – Fylkir ........... S16
Egilshöll: KR – Afturelding................... S18
SUND
Íslandsmeistaramótið í 50 m laug heldur
áfram í Laugardalslauginni. Úrslit hefjast
kl. 17 bæði í dag og á morgun.
BADMINTON
Íslandsmótið sem hófst í íþróttahúsinu við
Strandgötu í Hafnarfirði í gær heldur
áfram í dag og lýkur á morgun með úrslita-
leikjum. Lokaúrslit í meistaraflokkum hefj-
ast kl. 13.50 á morgun.
JÚDÓ
Íslandsmót fullorðinna fer fram í Laugar-
dalshöll í dag. Mótið hefst kl. 10 og lýkur
um kl. 16.
UM HELGINA!