Monitor - 16.05.2013, Blaðsíða 21

Monitor - 16.05.2013, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Monitor Freyr Árnason monitor@monitor.is tónlist Fleiri hamborgarar - meiri hamingja SIMMI, JÓI OG RAUÐHUMLA STAFFIÐ SEM OPNAÐI FYRIR AKUREYRINGUM Í GÆR Hamborgarafabrikkan hóf að grilla hamborgara á Akureyri í vikunni, á jarðhæð Hótel Kea, þar sem áður var Terían. Nýja Fabrikkan er nauðalík systur sinni í Reykjavík en þó með sín sérkenni. Má þar nefna forkunn- arfagra mynd af Ingimar heitnum Eydal, styttuna af Rúnari Júl sem fluttist norður á dögunum og kusuna Rauðhumlu sem er skreytt af Tolla Morthens. Drake, maðurinn sem ranglega telur sig hafa byrjað á botninum en byrjaði í rauninni í hjólastól er að raka inn tilnefningum á BET-verðlaunaafhendingunni. Fyrir þá sem ekki vita stendur BET fyrir Black Entertainment eða svört afþreying á íslensku og er fjölmiðlaveldi vestanhafs. Drake er með einar 12 tilnefningar en það er ómögulegt að hann taki 12 verðlaun með sér heim þar sem hann er oft margsinnis tilnefndur í sama flokknum. Samanber myndband ársins þar sem hann er með heilar 3 tilnefningar. En vonum að hann vinni allavega ein verðlaun, hann þarf á því að halda. Þeir sem búa svo vel að vera nettengdir á einhvern hátt og eiga lausar 45 mínútur þurfa ekki lengur að örvænta. Komin er heimildarmynd um Kanye West, þó ekki týpísk sagnfræðileg mynd þar sem farið er yfir ferilinn heldur tók einhver meistari sig til og klippti saman öll viðtöl, opinber taugaáföll og aðrar forvitnilegar uppákomur sem Kanye hefur boðið heimsbyggðinni upp á í eitt myndband. Það eru ekki fréttir nema koma aðeins inn á Chris Brown, hinn ljúfa ryþma- og blússöngvara. Sem betur fer fyrir heimsbyggðina hefur hann lokið sambandi sínu við Rihönnu og því eru daglegar stöðuuppfærslur fjölmiðla af sambandi þeirra óþarfar. En nú er hann formlega í ruglinu. Sést hefur til hans með Suge Knight, en fyrir þá sem ekki vita er Suge Knight 90’s legend í plötubransanum og notaði ýmsar nýstár- legar leiðir til að semja við menn. Eins og t.d. að mæta heim til þeirra með hóp af vopnuðum mönnum, láta menn hanga framan af svölum á milljónustu hæð og heimsækja mæður þeirra sem ekki voru fúsir til samstarfs. Þeir tveir ættu að geta fundið sér eitthvað að gera. Fyrst við erum á 90’s-nótunum þá er engin önnur en LaurynHill á leiðinni í fangelsi. Hún skuldaði einhverjar 60 milljónir plús í skatta og ætlaði að bjarga því með því að selja Sony einhverja þjónustu að andvirði skuldarinnar. En eitthvað fór það úrskeiðis þannig að nú er hún, sex barna móðirin á leiðinni í steininn í þrjá mánuði. Við vonum að hún fái ekta seleb-meðferð hjá fangelsisyfirvöldum og verði með Xbox- tölvu þessa þrjá daga sem fræga fólkið þarf að afplána. Solange Knowles, systir Beyoncé sem átti hittarann Losing You á síðasta ári var ekki bara að fá plötusamning heldur eigið útgáfufyrirtæki. Það er enginn vafi að hún hefur hæfileika og það á mörgum sviðum en það eru stór skref fyrir hana að stíga úr skugga systur sinnar. Nú með sína þriðja plötu í smíðum verður gaman að sjá hvað gerist. Úr engu kom allt í einu Mike Stud og á skyndilega sölu-hæstu stafrænu rappplötuna vestanhafs. Fyrir þremur árum spilaði drengurinn amerískan fótbolta í Duke-háskól- anum en meiddist illa. Meðan hann var í aðgerðum fór hann að gera tónlist til að hafa eitthvað fyrir stafni og þá í gríni. Eitt laganna endaði sem skets hjá College Humour og þá fór grínið að snúast upp í alvöru. Spólum aðeins áfram og hann er farinn að skáka mönnum eins og Lil’ Wayne í stafrænni dreifingu án þess að eiga einn einasta hittara eða hafa einhverja risamask- ínu á bak við sig. Freyr Árnason fer yfir athyglisverðustu fréttir núlíðandi stundar í tónlistarbransanum vestanhafs. Opinber taugaáföll og fangelsisvist MIKE STUD Aldur: 25 ára Plötur: Relief - 2013 Mixteip: A Toast to Tommy - 2011 Click - 2012 #SundayStudDay - 2012

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.