Monitor - 16.05.2013, Blaðsíða 6

Monitor - 16.05.2013, Blaðsíða 6
6 MONITOR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Ótrúlega margir hafa skoðun á Eurovision og fékk Monitor einstaklinga úr mismunandi áttum til að rýna í keppnina í ár. Allir spá Dönum sigri FIMM SIGURSTRANGLEG Emmelie de Forest Only Teardrops Hin berfætta Emily er með mjög flotta rödd og syngur lagið mjög vel. Mjög grípandi lag og ég veit að það verður ofarlega í ár. Yrði ekki hissa ef keppnin myndi vera í Danmörku að ári. Cascada Glorious Cascada eiga sér aðdáendur um alla Evrópu og ég held að Þjóðverjum muni ganga vel með þetta lag. Það er svolítill Euphoria- fílingur í því, en þetta lag er þó ekki alveg jafnsterkt og sigurlagið í fyrra. Dina Garipova What if Það skiptir ekki máli hvernig lag Rússar eru með. Þeir eru alltaf í topp 10 og unnu árið 2008 með skautadansara sem leit út eins og Ellen Degeneres og fiðluleikara með fiðlu sem kostaði hann annað nýrað svo þeir eru alltaf svona hálf- gert spurningarmerki. Lagið í ár er þó mjög fínt og Rússum á örugglega eftir að vegna vel. Margaret Berger I Feed You My Love Töff söngkona með flott lag og ég gæti alveg ímyndað mér að þetta yrði spilað á útvarpsstöðvum landsins í sumar. Robin Stjernberg You Gestgjafarnir í ár eru með dúllustrák sem syngur hresst lag og það er mjög einfalt og mun örugglega gera góða hluti. Hvert er þitt uppáhaldslag í keppninni í ár og af hverju? Mér finnst írska lagið mjög skemmtilegt og algjört partílag sem kemur manni í gírinn, en flottasta lagið finnst mér vera danska lagið. Svo finnst mér hollenska lagið líka ógeðslega töff. Hvað er versta lagið í ár og af hverju? Úff, Búlg- aría er með versta lagið í ár að mínu mati, ég skil ekki þennan söng, ef það á að kalla þetta söng. Þau voru þó með enn verra lag til að byrja með, ótrúlegt en satt, en breyttu í Samo Shampioni og ekki skánaði það mikið. Hvaða lag mun koma á óvart í ár og af hverju? Ég hugsa að Anouk frá Hollandi eigi eftir að koma á óvart. Þetta er rólegt lag sem hún syngur mjög vel og hún er svo rosalega heillandi stelpan. Hvar lendir Ísland og af hverju? Ég er ekkert rosalega bjartsýn fyrir okkar hönd en vona innilega að við komumst áfram og gæti ég trúað að dómnefndin myndi mögulega bjarga því. En ég held að við séum ekkert að fara að gera neina stórkostlega hluti í lokakeppninni. Eftirminnilegasta atriðið í Euro frá upphafi? Þau eru alveg nokkur, til dæmis Verka serduchka frá Úkraínu 2007. Hún var ótrúlega fyndin og það var mjög eftirminnilegt þegar Selma lenti í 2. sæti og ég var að hlusta á útsendinguna á netinu frá Orlando í gegnum 56k modem sem ákvað að detta út í blálokin og ég vissi ekkert hvernig þetta endaði og hélt ég myndi fara yfir um. Enda nýfermd og hádramatísk á þessum tíma. En uppáhaldsatriðið mitt er samt atriðið frá Úkraínu árið 2009. Svetlana Loboda að syngja Be my Valentine í glansandi stígvélum sem náðu upp á læri, dansandi, í heljarstökkum og tók svo trommusóló. Aðeins of töff stelpa þar á ferð. Flottasti íslenski búningurinn frá upphafi? Mér fannst latexpíurnar hans Palla töff og svo var Silvía Nótt í geggjuðum búning. Hvað þarf gott Eurovision-partí að hafa? Ég held að það þurfi fólk sem er spennt fyrir Eurovision og svo auðvitað gott sjónvarp og ekki skemmir fyrir að hafa drykkjuleik yfir stigagjöfinni, þótt ég sé nú alltaf bara í vatninu. ELSA SERRENHO Fyrstu sex: 271185. Eurovision er: Æðislegt. Sá Selmu í gegnum 56k modem FIMM SIGURSTRANGLEG Emmelie de Forest Only Teardrops Smámælt krútt með austur- evrópskar trommur og írsk áhrif. Veðbankarnir elska lagið og það gæti komið því mjög langt. Margaret Berger I Feed You My Love Hart danspopp sem gæti alveg slegið í gegn. Mér skilst að söngkonan sé mjög sexý. Anouk Birds Anouk er stórstjarna... í Hollandi. Stjörnurykið gæti þó sáldrast á okkur hin. Hún er helvíti flott og lagið er kúl. Marco Mengoni L’Essenziale Eini strákurinn sem virðist eiga séns. Lag í gömlum góðum ítölskum stíl. Flott popp. Dina Garipova What if Enn eitt krúttið og enn ein söngkonan. Hljómar alls ekki eins og rússneskt popp, meira eins og svakalega sykruð Mariah Carey. Hvert er þitt uppáhaldslag í keppninni í ár og af hverju? Ég á líf er auðvitað mitt uppáhald en ef þú snýrð upp á hendina á mér og kveikir í rasshárunum þá verð ég að viðurkenna að ég fíla Ungverjaland og Króatíu. Ungverjaland er krúttlegt popp í anda Ásgeirs Trausta og Króatía er bara ferlega flott og vel sungið lag. Svo er Holland lagið sem vex og vex og vex. Hvað er versta lagið í ár og af hverju? Úff, af mörgu er að taka. Ég held að Litháen, Lettland og Rúmenía verði að eiga þennan vafasama heiður. Já, og Svartfjallaland. Öll þessi lög eru hreint og klárt rusl þó flytjendurnir séu örugglega yndislegar manneskjur. Hvaða lag mun koma á óvart í ár og af hverju? Mig grunar Ungverjaland. Það er enginn að tala um það. Hvar lendir Ísland og af hverju? Ísland fer í úrslitakeppnina og lendir þar í topp 10. Eyþór Ingi er algjörlega að slá í gegn hér og menn heillast af honum sem söngvara. Það kemur ekki á óvart. Eftirminnilegasta atriðið í Euro frá upphafi? Vá. Þú ert að biðja mig að velja konfektmola úr risastórum kassa. Ég gleymi Dönu International aldrei, já og Lordi í skrímslabúningunum. Svo er það ABBA, Silvía Nótt og dragdrottningin frá Úkraínu. Það er ekki hægt að velja eitt af þessum, öll brilljant á sinn hátt. Ég held svo að margir eigi eftir að muna eftir hvít-rússneska laginu í ár. Það er ekki oft sem maður sér risa, já risa, halda á söngkonunni upp á svið. Flottasti íslenski búningurinn frá upphafi? Jóhanna Guðrún í Rússlandi. Gerði gríðarlega mikið fyrir atriðið. Hvað þarf gott Eurovision-partí að hafa? Skemmtilegt fólk og góðar veitingar. Það er nauðsynlegt að undirbúa sig og hlusta að minnsta kosti einu sinni á öll lögin. Svo er ekki verra að vera með gott sjónvarp og hljóðkerfi og tjúna í botn. FELIX BERGSSON Fyrstu fjórir: 0101. Eurovision er… algjörlega gargandi snilldarsirkus. Einn strákur sem á séns

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.