Monitor - 27.06.2013, Page 12

Monitor - 27.06.2013, Page 12
A rnór Dan Arnarson skaust fram á sjónarsviðið með Agent Fresco þegar hljómsveitin vann Músíktilraunir árið 2008 og var þá nýfluttur til landsins eftir að hafa alist upp í Danmörku. Af þeim ástæðum segist söngvar- inn hafa sérstakt sjónarhorn á íslenskt samfélag og menninguna hérlendis og kallar sig raunar ferðamann í eigin landi. Á sömu forsendum segist hann geta fullyrt að aðdráttaraflið sem trekkir túrista til landsins sé náttúrufegurðin og tónlistin. Blaðamaður Monitor settist niður með söngvaranum lífsglaða og ræddi við hann um tónleikastaðamálið mikla, framhaldið hjá Agent Fresco, næturvinnu, fótboltaspark án klæða og allt þar á milli. Þú varst stressaður fyrir að mæta í myndatöku vegna sólbruna. Fórstu of geyst í „tanið“? Já, það mætti kannski kalla mig Arnór Tan núna (hlær). Við í Agent Fresco fórum út á land í heila viku að æfa og semja nýju lögin okkar. Síðustu dagana var svo drullu- gott veður svo við Vignir bassaleikari ákváðum að fara snemma á fætur og skelltum okkur í göngutúr. Við vor- um léttklæddir í göngunni en sögðum síðan: „Fokk itt, nú „tönum“ við almennilega,“ og skelltum okkur bara úr öllum fötum. Við spiluðum meira að segja smá fótbolta allsberir. Daginn eftir þurfti ég hins vegar að gjalda þess og er ennþá að vinna í því með góðu aloe vera-kremi. Þú segir að hljómsveitin hafi verið að semja og æfa nýja tónlist. Má þá búast við nýrri plötu í bráð? Í fyrra töluðum við alltaf um að það kæmi út ný plata í lok 2012 og núna miðum við við lok 2013, þannig að þú heyrir að það er mjög erfitt að negla niður einhverja staðfesta tímasetningu. Þetta snýst nefnilega um fleira en að klára tónlistina. Við þurfum að skoða tilboð frá út- lenskum plötufyrirtækjum og svo framvegis. Það kemur klárlega eitthvað nýtt efni út í ár, að minnsta kosti eitt lag. Út af öllu veseninu í kringum útgáfu er alltaf svo erfitt að lofa einhverri dagsetningu. Vonandi sem allra fyrst, við höfum ekki þolinmæði til að bíða mjög lengi eftir að efnið er klárt. Hvernig er nýja efnið? Fyrir fólk sem þekkir plötuna okkar, A Long Time Listening, þá er hægt að lýsa þessu best með því að við ætlum að stíga næstu skref með flestallar pælingar sem við vorum með í gangi á henni. Við erum allir svolitlir „metalhausar“, svo við elskum að vera með aggressífa hluti í tónlistinni okkar en á sama tíma elsk- um við popp og tilfinningaríka tónlist. Svo verðum við með ný hljóðfæri, nýtt „sánd“ og leikum okkur með rafrænar pælingar. Það eru liðin þrjú ár frá síðustu plötu, A Long Time Listening. Að mati ykkar hörðustu aðdáenda er það alltof langur tími. Átti nafn plötunnar kannski að gefa til kynna að fólk ætti að hlusta á hana í þrjú, fjögur ár áður en þið gæfuð út næstu plötu? Er það ekki bara frábær skýring (hlær)? Nei, að sjálfsögðu viljum við auðvitað gefa nýtt efni út sem fyrst og viljum ekki láta of mikinn tíma líða á milli platna, en á sama tíma hefur þetta verið nauðsynlegt. Stefnan okkar er að endur- taka okkur ekki og til þess þurftum við að fá svigrúm til að koma alveg ferskir inn aftur. Ykkur til varnar má kannski líka fylgja sögunni að það voru 17 lög á plötunni. Nákvæmlega, þetta var tvöföld plata – hættið að kvarta (hlær). Mér skilst að þið séuð vanir að semja og taka upp að nóttu til. Hvers vegna? Við Tóti (gítarleikari), sem semjum mestallt, vinnum bara rosa mikið á næturnar en mér finnst erfitt að útskýra hvers vegna. Það er bara svo gott að vinna svona vinnu þegar það er engin truflun í gangi. Kyrrðin veitir mér mikinn innblástur og úr kyrrðinni kemur kaos. Þá vakna allar tilfinningarnar sem nýtast mér í að semja tónlist. Fyrstu helgina í júlí farið þið austur til að spila á Eistnaflugi í þriðja skipti. Hvernig er stemningin þar? Hún er frábær, Eistnaflug og Airwaves eru uppáhalds- tónlistarhátíðarnar mínar á Íslandi. Það er svo gott fólk í metalsenunni. Á Eistnaflugi sérðu ekkert nema fólk að hlæja saman, knúsast og „slamma“ saman. Fyrir tónlistarmenn er þetta líka frábær hátíð af því að það er allt svo vel skipulagt og bara til fyrirmyndar. Það er bara eitthvað fallegt við Eistnaflug og okkur finnst heiður að fá að vera með, þar sem við erum náttúrlega ekki eiginlegt metalband. Svo eru tónleikar á Faktorý seinna í júlí, sem verða hálfgerðir kveðjutónleikar ykkar á þeim stað, þar sem honum verður lokað síðar í sumar. Verða tár felld þar? Það verður allavega sorglegt. Ég tengist Faktorý svo sterkum böndum. Við í Agent Fresco spiluðum á opnun- artónleikunum þar, þar hitti ég kærustuna mína í fyrsta skipti og svona, svo þetta verður mjög persónulegt fyrir mig. Við ætlum líka að fara nostalgíuleiðina með því að spila með Mammút og Benny Crespo’s Gang sem eru hljómsveitirnar sem við spiluðum svo mikið með þegar við vorum að byrja. Það verður ótrúlega gaman að spila með þeim en erfitt og ömurlegt að kveðja staðinn. Þú tjáðir skoðanir þínar á þessari lokun með einlæg- um skrifum á Facebook-síðu Agent Fresco. Já, mér finnst þetta svo mikil synd og svo mikill óþarfi. Málið er að ég er alinn upp í Danmörku og kom bara hingað árið 2006 svo það má því eiginlega segja að ég sé túristi í eigin landi. Þar að auki var pabbi minn með ferðaskrifstofu í Danmörku sem skipulagði ferðir til Íslands og ég vann þar um tíma. Með öðrum orðum veit ég nákvæmlega af hverju ferðamenn koma til Íslands, það er vegna náttúrunnar og tónlistarinnar. Þegar Faktorý verður lokað verða bara tveir almennilegir staðir eftir fyrir hljómsveitir sem vilja halda tónleika með góðu „sándi“. Það er Volta og Gaukur á Stöng, sem eru meira að segja í sama húsnæði. Það er svo mikið grín hvað fólk hugsar skammt fram í tímann í þessu samhengi. Það þarf líka að taka fram að það er ekki bara nóg að opna tónleikastað. Faktorý er miklu meira en það. Til að svona dæmi gangi upp þarf gott fólk með góð hjörtu sem er tilbúið að leggja ótrúlega mikla vinnu á sig til að skapa rétta umgjörð. Þeir sem standa á bak við Faktorý eru búnir að vera að byggja þetta upp í þrjú ár, með stöð- ugum viðbótum við hljóðkerfi, aðstöðu og svo framvegis ásamt því að vera ábyrgðarfullir. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta auðvitað flókið og leiðinlegt mál þar sem ákveðið samningsbrot hefur átt sér stað, eins og komið hefur fram, auk þess sem málið er litað af samskipta- og virðingarleysi. Ert þú sem sagt vel inni í málum? Já, þetta eru góðir vinir mínir sem reka Faktorý. Þetta fer einmitt svo sérstaklega mikið fyrir brjóstið á mér af því að ég veit hvað þetta eru duglegir og yndislegir strákar. Þetta er ekki bara einhver staður sem er verið að loka, það er verið að skemma frábært starf. Það má ekki misskilja mig, auðvitað þarf að byggja einhver hótel til að hýsa gesti okkar, en að fórna bestu plássum miðborgarinnar og rífa mikilvæga staði fyrir menningarlífið fyrir hótel er það sem fer fyrir brjóstið á mér. Dæmi um vel heppnaða framkvæmd er Hótel Marina, þar sem byggt var á stað sem var ekki jafnvel nýttur og staðirnir sem við erum að tala um og með því hefur miðbærinn bara stækkað, það er gott mál. En þetta er auðvitað erfitt og viðkvæmt mál. Nú er allavega búið að skipuleggja svakalega dagskrá á Faktorý þennan lokamánuð og ég vona bara að sem flestir njóti hennar. Hvað heldur þú að muni gerast hvað tónleikastaði varðar? Spretta upp nýir staðir? Vonandi er þetta eins og fönix, að það komi eitthvað fallegt upp úr öskunni. En þetta með Faktorý er bara svo mikill óþarfi af því að þetta er svo ógeðslega góður staður. Það að vera með höfuð- borg sem er fræg fyrir mikið tónlistarlíf og eiga síðan allt í einu ekki stað sem tekur 500-1000 manns, eins og Nasa, og að missa Faktorý líka er bara grín. Harpa er flott hús en hún er ekki beint staður fyrir grasrótina. Það er bara erfitt að horfa upp á það þegar menn eru búnir að leggja blóð, svita og tár í eitthvert verkefni og það er bara tekið frá þeim svona (smellir fingri). Þetta er eins og með margt hérlendis, maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Ég elska að búa hérna en blaðran er löngu sprungin hjá mér þegar kemur að þessum hlutum. Eins og þú segir hefur þú dálítið skemmtilegt sjónar- horn á íslenskt samfélag þar sem þú bjóst í Danmörku frá 5 til 21 árs aldurs. Hvernig var að alast upp í Danmörku? Ég fékk frábært uppeldi og þó svo að foreldrar mínir hafi ekki verið efnaðir þá pössuðu þeir upp á að við færum alltaf einu sinni á ári til Íslands svo ég fór að elska landið meira og meira. Pabbi minn, Örn Jóns Petersen, var ótrúlega virkur hérlendis, bæði í íþróttum og til dæmis í útvarpi, og mér fannst alltaf svo heillandi hvað hann náði að gera margt á stuttum tíma á Íslandi. Hann elskaði landið mjög mikið og ég smitaðist af því. Sem unglingur varð ég sjúklega mikill aðdáandi Sigur Rósar, Mínus og Múm, svo dæmi séu tekin, þannig að ég veit nákvæmlega hvernig erlent fólk upplifir íslenska tónlist. Þegar ég missti pabba minn úr krabbameini 2006 fór jarðarförin fram hérlendis og ég ákvað bara að verða eftir á Íslandi. Haustið 2008 ætlaðir þú aftur til Danmerkur í leiklist- arskóla en dast inn Agent Fresco fyrir tilviljun. Ert þú feginn því að hafa dottið inn í hljómsveitina? Já, ég get ekki annað verið þakklátur fyrir þessa röð tilviljana sem kom mér á þann stað sem ég er nú. Á sama tíma stend ég í þakkarskuld við fullt af fólki. Ég hef líka reynt að hafa það fyrir reglu að vera óhræddur við að stökkva á flestöll tækifæri sem mér bjóðast. Ég var sem sagt bara að læra söng í FÍH þegar strákarnir spurðu mig bara rétt fyrir Músíktilraunir hvort ég vildi vera með í Fresco og ég vissi ekki neitt hvað ég var að gera uppi á sviði, þetta var algjör spuni. Áður en ég vissi af unnum við Músíktilraunir, áttum að spila á Arnarhóli á 17. júní og svo á Airwaves og mér fannst þetta allt geðveikt. Hafðir þú þá verið í hljómsveitarstússi í Danmörku? Já, ég var í hljómsveit með vinum mínum í Danmörku. Einn þeirra heitir Martin og er í Vinnie Who, sem er svona flottasta partíhljómsveitin í Danmörku og hafa spilað á Airwaves. Við vorum saman í nu metal- hljómsveit sem hét Despero. Ég er bara þakklátur fyrir að YouTube hafi ekki verið byrjað þá, svo það getur enginn flett þessu upp (hlær). Seinna varð sami hópur að hljómsveitinni Rosa og þá gerðust frábærir hlutir. Þeir sem hafa heyrt Rosa-lög geta fundið smá líkt í þeim og Fresco-lögunum. Mér skilst að þú sért kallaður „mamman“ í Agent Fresco. Já, það er fyndið hvernig maður er alltaf bara afurð af umhverfinu. Gott dæmi um það er Vignir bassaleikari. Í hljómsveitinni okkar er hann svona barnið, en svo í Ultra Mega Technobandinu Stefán, þar er hann pabbinn. Ég hef bara smám saman orðið sá sem tók það að sér af því að enginn annar gerði það. Ég get verið rosalega nákvæmur og ég vil hafa hlutina vel undirbúna og skipulagða. Það að vera í hljómsveit snýst nefnilega um svo miklu, miklu meira en bara að semja og spila tónlist. Þið strákarnir í hljómsveitinni hafið farið í nokkur tónleikaferðalög til útlanda og í slíkum ferðum verða alltaf til einhverjar hljómsveitasögur. Ert þú til í að segja mér söguna af dvergnum í Austurríki? Hún er hræðileg (hlær). Þegar við keyrum milli tónleikastaða erum við vanir að fara í leiki eins og Hver er maðurinn? Einu sinni þegar ég átti að gera var ég með leikarann Warwick Davis, sem er sennilega frægasti dvergvaxni leikari heims, en strákarnir vissu ekkert hver hann var og ég var svo ótrúlega hissa á því. Þetta kvöld áttum við að spila á stað í Austurríki og í hljóm- sveitinni sem hitaði upp fyrir okkur var einn gaur sem var rosalega lágvaxinn. Rétt fyrir tónleikana vorum við Tóti gítarleikari í tölvunni og ég ætlaði að sýna honum Warwick Davis og þegar við flettum honum upp á IMDb. com kom upp ljósmynd úr bíómyndinni Leprechaun (ísl. búálfur) svo ég öskraði auðvitað „leprechaun!“ og á nákvæmlega sama tíma labbar lágvaxni gæinn inn – og ekki nóg með það heldur var hann einmitt klæddur í grænar buxur. Hann varð alveg stjarfur og til að bæta gráu ofan á svart þurfti Tóti að reyna að fela það sem var á tölvuskjánum og sussa á mig, sem lét þetta bara líta enn verr út. Sem betur fer skemmtum við okkur vel með þessum manni seinna um kvöldið en þetta var hræðilegt augnablik og ég er ennþá að pæla í að senda manninum skilaboð á Facebook til að útskýra að ég hafi alls ekki verið að kalla hann búálf. Undanfarin misseri hefur þú einnig starfað töluvert með Ólafi Arnalds. Hvernig kom það til? Hvorugur okkar man hvenær eða hvernig við kynnt- umst, en Óli bauð mér upphaflega að semja eitt lag með sér sem endaði á að vera lagið Old Skin. Hann hefur seinna viðurkennt að það var hálfgerð tilraun til að sjá hvernig það var að vinna með mér og upp frá því bauð hann mér að taka þátt í að semja laglínur og syngja nokkur lög á plötunni sinni og það hentaði mér bara fullkomlega á þeim tímapunkti. Við í Fresco vorum nýbúnir að gefa út plötu og fylgja henni eftir og mig langaði að prófa að gera eitthvað allt annað áður en Ég tengist Faktorý svo sterkum böndum. Við í Agent Fresco spiluðum á opn- unartónleikunum þar, þar hitti ég kærustuna mína í fyrsta skipti og svona... 12 MONITOR FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Texti: Einar Lövdahl einar@monitor.is Myndir: Styrmir Kári styrmirkari@mbl.is ARNÓR DAN Á 30 SEKÚNDUM Fyrstu sex: 290785. Það sem fékk mig helst til að nenna fram úr í morgun: Ein- hvers konar blanda af sársauka vegna brunasárs sem ég fékk í fótbolta í gær og því að ég þurfti að mæta í þetta viðtal. Það sem veldur mér helst hugarangri þessa stundina: Ábyrgðarleysi og vanvirðing yfirhöfuð fara í taugarnar á mér. Það fyndnasta sem ég hef séð á netinu: Ég elska að skoða samantektir af mistökum í sjónvarpsþáttum á netinu. Það er svo fyndið að horfa á leikara þegar þeir geta ekki haldið andliti og springa úr hlátri. Æskuátrúnaðargoð: Chino Moreno, Peter Schmeichel og pabbi minn, Örn Jóns Petersen.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.