Morgunblaðið - 09.07.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 09.07.2013, Síða 2
Á NESINU Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Framarar geta þakkað tilburðum varamannsins unga, Arons Þórðar Al- bertssonar, fyrir að hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikars- ins í knattspyrnu en þar verða þeir í hópi með ríkjandi meisturum KR, Stjörnunni og Breiðabliki. Aron nældi í vítaspyrnu þegar mínúta lifði fram- lengingar, og flestallir á Gróttuvelli voru farnir að undirbúa sig fyrir víta- spyrnukeppni. Tilburðirnir voru reyndar ekkert sérstaklega heiðarlegir því Aron virt- ist einbeita sér alfarið að því að ná í vítaspyrnuna í stað þess að koma skoti á markið. Hann kastaði sér held- ur auðveldlega niður þegar hann fann snertinguna frá Hrafni Jónssyni, ágætum bakverði Gróttu, og sá sem þetta skrifar bjóst frekar við því að Aron fengi áminningu fyrir leik- araskap, svona miðað við fyrstu sýn. Kristinn Jakobsson tók sér sinn tíma en benti að lokum á vítapunktinn, það- an sem Steven Lennon skoraði af miklu öryggi framhjá Jóni Kolbeini Guðjónssyni sem átti góðan leik fyrir Gróttu. Þessi niðurstaða er heldur betur svekkjandi fyrir 2. deildarlið Gróttu sem með baráttuviljann að vopni var nálægt því að ná óvæntustu úrslitum bikarkeppninnar í ár. Sáralítið hefur verið um óvænt úrslit í keppninni og nú er ljóst að eitthvert ofantaldra fjögurra úrvalsdeildarliða mun hampa bikarmeistaratitlinum í ágúst. Framarar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik í gær. Þá léku þeir Gróttuliðið, sem varðist mjög aft- arlega, á tíðum grátt og það skilaði marki um miðjan hálfleikinn. Hinn 18 ára gamli Benedikt Októ Bjarnason átti stóran þátt í því marki með góðri fyrirgjöf á Hólmbert Aron sem skall- aði boltann niður á Almarr Ormarsson sem skoraði. Benedikt var að leika sinn fyrsta alvöru leik í meist- araflokki, og fyrrnefndur Aron Þórð- ur, sem er nýorðinn 17 ára, hafði leik- ið 8 mínútur í meistaraflokki. Þessir ungu leikmenn áttu því mikið í sigri Framara og þökkuðu vel fyrir veitt traust Ríkharðs Daðasonar. Í seinni hálfleiknum færðu Gróttu- menn sig framar eftir því sem á leið, og fóru að skapa sér færi til að jafna metin. Framarar virtust ætla að láta eitt mark duga en Jónmundur Grét- arsson, sem var afar duglegur sem eini framherji heimamanna í leiknum, náði að koma boltanum í netið þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu venjulegs leiktíma. Framarar voru alltaf líklegri til að skora í framlengingunni en sköpuðu sér þó lítið af færum. Þreyta hefur ef- laust verið farin að gera vel vart við sig hjá Gróttumönnum sem léku á Eg- ilsstöðum á föstudagskvöld og hún gæti hafa gert útslagið í lok framleng- ingarinnar. Framarar komust síðast í undan- úrslit árið 2010 en féllu þá úr leik gegn KR. Grótta hafði aldrei áður komist í 8-liða úrslit og var ansi nærri því að bæta enn við afrekaskrá sum- arsins. Varamaðurinn ungi til bjargar  Fram sló út 2. deildarlið Gróttu með marki úr umdeildri vítaspyrnu í framlengingu  Tveir ungir þökkuðu traustið Morgunblaðið/Golli Mark Almarr Ormarsson skorar hér fyrra mark Fram í gær án þess að Jón Kolbeinn Guðjónsson komi vörnum við. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 Borgunarbikar karla Bikarkeppni KSÍ, 8-liða úrslit: Grótta – Fram .......................................... 1:2 Jónmundur Grétarsson 79. - Almar Orm- arsson 23., Steven Lennon (víti) 119.  Fram, KR, Breiðablik og Stjarnan eru komin í undanúrslit en dregið er til þeirra í hádeginu í dag. 4. deild karla A Kóngarnir – Árborg ................................. 1:3 Staða efstu liða: KFG 19 stig KFS 15 stig Þróttur V 14 stig Noregur Hönefoss – Brann .................................... 1:1  Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson léku allan tímann með Hönefoss.  Birkir Már Sævarsson lék allan tímann með Brann. Staðan: Strømsgodset 15 10 2 3 30:12 32 Rosenborg 15 9 4 2 25:12 31 Aalesund 15 7 4 4 30:21 25 Brann 15 8 1 6 24:19 25 Viking 15 7 4 4 18:15 25 Haugesund 15 7 2 6 19:21 23 Sogndal 15 5 6 4 21:23 21 Tromsø 15 5 4 6 23:20 19 Odd Grenland 15 5 3 7 16:15 18 Vålerenga 15 5 3 7 19:24 18 Molde 15 4 5 6 24:23 17 Sarpsborg 15 4 5 6 19:29 17 Hønefoss 15 3 7 5 17:21 16 Lillestrøm 15 4 3 8 18:25 15 Start 15 3 5 7 19:30 14 Sandnes Ulf 15 3 4 8 14:26 13 Svíþjóð Helsingborg – IFK Gautaborg............... 1:1  Arnór Smárason er ekki orðinn löglegur með Helsingborg.  Hjálmar Jónsson lék allan tímann með Gautaborg en Hjörtur Logi Valgarðsson sat á varamannabekknum. Staða efstu liða: Gautaborg 15 8 5 2 22:12 29 Malmö 15 8 5 2 27:18 29 Helsingborg 14 8 4 2 31:11 28 Elfsborg 15 7 5 3 27:13 26 AIK 15 7 5 3 24:15 26 Åtvidaberg 15 8 2 5 21:13 26 Kalmar 15 6 6 3 18:12 24 Mjällby 15 6 3 6 26:23 21 Häcken 15 6 2 7 19:22 20 Norrköping 14 5 3 6 20:22 18 Djurgården 14 4 4 6 11:23 16 Öster 15 3 4 8 13:21 13 Gefle 15 2 7 6 15:24 13 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA 1. deild kvenna: Framvöllur: Fram – Haukar.................... 20 4. deild karla: Bessastaðav.: Álftanes – Afríka ............... 20 Leiknisvöllur: KB – KH............................ 20 Hertzvöllurinn: Léttir – Elliði.................. 20 Í KVÖLD! „Framganga hans passar vel við það sem ég hafði séð á upptökum. Ég hafði ekki séð hann berum augum áð- ur en hann stendur undir væntingum. Hann vill hafa boltann fyrir framan sig og vill koma sér í skotfæri. Hann hefur raunar skorað fullt af glæsi- legum mörkum. Þetta er spennandi leikmaður,“ sagði Janne Andersson, þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, um knattspyrnumanninn Arnór Ingva Traustason, leikmann Keflavíkur. Arnór Ingvi er þessa dagana til reynslu hjá Norrköping en hann spil- ar í dag með U21-liði félagsins gegn Gefle og fær þar tækifæri til að sýna Noregi á seinni hluta síðustu leiktíðar. „Ég er tilbúinn að taka næsta skref og þetta virðist vera skemmtilegt lið – allir eru mjög vinalegir. Hérna er hraðinn meiri en maður er vanur, en þetta gekk ágætlega,“ sagði Arnór Ingvi við Norrköpings Tidningar eftir fyrstu æfingu sína með Norrköping. Arnór Ingvi verður hjá liðinu fram á fimmtudag og þá verður líklega orð- ið betur ljóst hvort framtíð hans liggi hjá Norrköping. „Ég finn ekki fyrir neinni pressu. Það eru bara tveir möguleikar í stöð- unni, að ég fari til Norrköping eða verði áfram í Keflavík,“ sagði Arnór Ingvi. sindris@mbl.is hvað í honum býr. Andersson og fé- lagar eru vongóðir um að þessi tvítugi miðjumaður geti viðhaldið góðu orð- spori Íslendinga hjá félaginu en þeir Stefán Þór Þórðarson og Garðar Gunnlaugsson gerðu garðinn frægan með Norrköping, og Gunnar Heiðar Þorvaldsson er algjör lykilmaður hjá liðinu í dag. Sjálfur er Arnór Ingvi spenntur fyrir því að taka næsta skref á ferl- inum en hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Keflavík og ljóst að Norrköping þyrfti að kaupa hann af Pepsi-deildarliðinu. Hann hefur áð- ur verið skamman tíma í atvinnu- mennsku, á láni hjá Sandnes Ulf í Morgunblaðið/Golli Góður Arnór Ingvi (í miðju) er markahæstur í liði Keflavíkur. Þjálfari Norrköping er spenntur fyrir Arnóri Ingva Ólíklegt er að einhverjir ís- lenskir karlkylf- ingar muni bregða sér í úr- tökumót í Banda- ríkjunum í haust. Úrtökumótunum fyrir PGA- mótaröðina hef- ur verið breytt í úrtökumót fyrir Web.com-mótaröðinni sem er eins konar B-deild og sambærileg við Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur Hafþórsson GKG og Ólafur Björn Loftsson NK reyndu báðir við PGA-mótaröðina í fyrra en Ólafur er eini Íslending- urinn sem hefur tekið þátt í móti á PGA-mótaröðinni. 25 efstu kylfingarnir á pen- ingalista Web.com-mótaraðarinnar í ágúst fá keppnisrétt á PGA- mótaröðinni á næsta ári en þar ekki um breytingu að ræða. Fjögurra móta úrslitakeppni fer hins vegar fram í september þar sem önnur tuttugu og fimm sæti eru í boði. Næstu 75 á peningalista Web.com mótaraðarinnar, og þeir sem lentu í sætum 126-200 á peningalista PGA- mótaraðarinnar, fá keppnisrétt í úrslitakeppninni. kris@mbl.is Enn erfiðara að komast inn á PGA Ólafur Björn Loftsson Gróttuvöllur, Borgunarbikar karla, 8-liða úrslit, mánudag 8. júlí 2013. Skilyrði: Nánast logn og hálfskýjað. Gervigrasvöllur. Skot: Grótta 8 (1) – Fram 19 (6). Horn: Grótta 1 – Fram 12. Lið Gróttu: (5-4-1) Mark: Jón Kolbeinn Guðjónsson. Vörn: Kristófer Þór Magn- ússon, Anton Ástvaldsson, Jens Elvar Sævarsson, Guðmundur Marteinn Hannesson, Hrafn Jónsson. Miðja: Garðar Guðnason (Jóhannes Hilm- arsson 71.), Frans Veigar Garðarsson, Þorvaldur Sveinn Sveinsson, Enok Eiðs- son (Pétur Steinn Þorsteinsson 57.). Sókn: Jónmundur Grétarsson. Lið Fram: (4-3-3) Mark: Ögmundur Kristinsson. Vörn: Benedikt Októ Bjarnason (Aron Þórður Albertsson 101.), Alan Lowing, Ólafur Örn Bjarna- son (Halldór Arnarsson 62.), Jordan Halsman. Miðja: Jón Gunnar Eysteins- son, Viktor Bjarki Arnarsson, Haukur Baldvinsson. Sókn: Almarr Ormarsson, Hólmbert Aron Friðjónsson (Daði Guð- mundsson 77.), Steven Lennon. Dómari: Kristinn Jakobsson – 7. Áhorfendur: 530. Grótta – Fram 1:2 0:1 Almarr Ormarsson 23.með skoti af markteig eftir skalla Hólmberts Arons Friðjóns- sonar. 1:1 Jónmundur Grétarsson 79.teygði sig í boltann og kom honum í markið eftir skalla Jens Elvars Sævarssonar. 1:2 Steven Lennon 119. úr vítisem Aron Þórður Alberts- son fiskaði. I Gul spjöld:Lennon (Fram) 94. (töf). I Rauð spjöld: Engin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.