Morgunblaðið - 09.07.2013, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.07.2013, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 BogdanWenta, þjálf- ari Vive Kielce, sem Þórir Ólafs- son, landsliðs- maður í hand- knattleik, leikur með, var valinn þjálfari ársins í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla á síð- ustu leiktíð. Handknattleikssamband Evrópu stóð fyrir kjörinu á heimasíðu sinni. Kielce kom á óvart á síðasta keppnistímabili með því að komast í undanúrslit Meistaradeildar í fyrsta sinn og hafna í þriðja sæti. Pólskt fé- lagslið hefur aldrei áður komist í und- anúrslit í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik karla.    Spánarmeistarar Barcelona stað-festu í gær að framherjinn David Villa sé á leið til Atlético Madrid en hann mun kosta Atlético 4,4 milljónir punda verði hann hjá félaginu til árs- ins 2016. Börsungar fá svo helming- inn af söluverðinu fari Villa frá Atlé- tico. Frakkinn Éric Abidal er einnig farinn frá Barcelona og gekk í gær frá eins árs samningi við franska liðið Mónakó en þar hóf hann sinn at- vinnumannaferil.    Þýska hand-knattleiks- liðið Rhein- Neckar Löwen sem Guðmundur Þórður Guð- mundsson þjálf- aði, hefur krækt í serbneska miðju- manninn Nikola Manojlovic frá RK Cimos Koper í Slóveníu. Manojlovic, sem er 31 árs, hefur skrifað undir árs samning við Löwen. Honum er ætlað að koma í stað annars Serba, Zarko Sesum, sem verður frá keppni fram undir áramót.    Svíinn Patrik Liljestrand, semþjálfaði TV Emsdetten sem Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson leika með á síðustu leiktíð, hefur verið ráðinn þjálfari pólska handknattleiksliðsins, NMC Powen Zabrze.    Pétur Már Sigurðsson, fráfarandiþjálfari karlaliðs KFÍ, er tekinn við þjálfun kvennaliðs Fjölnis í körfu- knattleik. Pétur mun auk þess verða yfirþjálfari yngri flokka í Grafarvog- inum en hann tekur við kvennaliðinu af Ágústi Jenssyni. Fjölnir féll úr Dominos-deild kvenna í vor og leikur því í 1. deild á næsta tímabili.    Þrír serbneskirleikmenn, Dejan Pesic, Marko Blagojevic og Vladica Djordjevic, hafa fengið samningi sínum rift hjá Völ- sungi. Pesic er markvörður sem valinn var besti leikmaður 2. deildar á síðustu leiktíð en Völsungur bar sigur úr býtum í 2. deildinni í fyrra og leikur í 1. deildinni í sumar. Þjálfari liðsins, Dragan Stoj- anovic, hætti störfum síðastliðið föstudagskvöld en liðið vermir botn- sætið með aðeins tvö stig eftir níu umferðir. Öllum leikmönnunum þremur er frjálst að finna sér annað félag þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður á sunnudaginn.    Framherjinn Mario Gómez hefurverið seldur frá Evrópumeist- urum Bayern München til ítalska liðsins Fiorentina. Gómez tjaldar ekki til einnar nætur í Flórens því hann gerir fjögurra ára samning við Fiorentina. Talið er að kaupverðið sé um 20 milljónir evra. Gómez fór sjálf- ur fram á sölu frá félaginu. Fólk sport@mbl.is VIÐTAL Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég myndi gjarnan vilja halda fyr- irlestra um þjálfun hér á landi og tala við íslenska þjálfara almennt,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, Ís- landsmethafi í kringlukasti og frjáls- íþróttaþjálfari, þegar Morgunblaðið hitti hann að máli á Selfossi fyrir helgina. Þar var hann í heimsókn hjá fjölskyldu sinni en faðir hans, Haf- steinn Þorvaldsson, fyrrverandi for- maður Ungmennafélags Íslands, býr m.a. í bænum. Vésteinn flutti fyrirlestur á föstu- dagskvöldið í tengslum við Lands- mót UMFÍ, þar sem fullt var út úr dyrum. „Að beiðni HSK fjallaði ég um ferilinn frá níu ára aldri og til dagsins í dag og kom m.a. inn á hverjir væru mínu helstu áhrifavald- ar, jafnt sem íþróttamaður og síðar sem þjálfari. Það er svolítið erfitt að setja saman fyrirlestur af þessu tagi þar sem gestirnir eru frá tíu ára aldri og upp í áttrætt, en ég hafði gaman af því og þessu fylgir mikil áskorun. Það er allt annað að setja saman fyrirlestur af þessu tagi en þegar ég held fyrirlestur um kringlukastsþjálfun. Vissulega vildi ég gera meira af þessu og ekki síst ræða við íslenska þjálfara en ég hef bara ekkert verið beðinn um það,“ segir Vésteinn sem er svo eftirsóttur fyrirlesari um þjálfun um allan heim að nú orðið fer ekki minni tími hjá honum í fyrirlestra en þjálfun frjáls- íþróttamanna. „Ég vildi gjarnan ræða meira við íslenska þjálfara og fara yfir með þeim hvernig reikna skal úr form- topp hjá íþróttamönnum svo dæmi sé tekið. Ég hef ekkert verið beðinn um það sem mér finnst svolítið skrýtið það sem ég hef mikið verið í slíkum reikningum,“ segir Vésteinn sem m.a. hefur þjálfað ólympíu- og heimsmeistara í kringlukasti auk fleiri kastara sem náð hafa fram- úrskarandi árangri á heimsvísu. Fyrirlestrar í Brasilíu og Sviss „Ég er beðinn um að halda fyr- irlestra úti um allan heim en ekki hér heima. Enginn hefur óskað eftir að ég deili reynslu minni og þekk- ingu með íslenskum þjálfurum. Ég held mikið af fyrirlestrum um líkamlega þjálfun því það er mín sterka hlið að reikna út hvernig maður nær árangri þegar það skipt- ir máli. Auk þess þá er ég menntað- ur í sálfræði,“ segir Vésteinn sem fer í haust í fyrirlestraferð til Bras- ilíu, Kanada, Bandaríkjanna, Þýska- lands og Sviss. „Í þessum fyrirlestrum mun ég ekki aðeins tala til kastsþjálfara heldur einnig við þjálfara í öðrum íþróttagreinum. Í Svíþjóð, þar sem ég bý, hef ég mikið haldið fyrirlestra fyrir þjálfara í íshokkíi, fótbolta, handbolta og körfubolta. Einnig hef ég verið með námskeið fyrir þjálfara í þessum íþróttagreinum meðal ann- ars síðustu 14 ár.“ Talsvert í sambandi við Þóri Mér finnst sjálfsagt að deila með öðrum þeirri þekkingu sem maður hefur viðað að sér í gegnum tíðina, þekkingu sem hefur skilað miklum árangri,“ segir Vésteinn sem hefur t.d. mikinn áhuga á handknattleik m.a. vegna þess að sonur hans æfir þá íþrótt í Svíþjóð. „Af þeim sökum hef ég verið í talsverðu sambandi við Þóri og skoðað mikið hvernig hann hagar þjálfun sinni,“ segir Vésteinn og upplýsir að hann hafi fyrir fáein- um árum fengið óvænt tilboð um að gerast þrekþjálfari handknattleiks- liðsins Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. „Gummi [Guðmundur Þórður Guð- mundsson, þjálfari Löwen] bað mig fyrir tveimur árum um að sjá um lík- amlega þjálfun leikmanna Löwen. Ég afþakkaði það starf vegna þess að ég er fyrst og fremst frjáls- íþróttaþjálfari. Það starf kann ég og vil vinna. Mín sérfræðiþekking liggur í þjálfun kringlukastara og að hluta til kúluvarpara, ekki síst þar sem ég hef verið svo lengi í kringum þessar íþróttagreinar. Hinsvegar tel ég mig geta haldið námskeið í hvernig handboltamenn eigi að byggja sig upp líkamlega en fengið síðan einhvern annan í að fylgja þeirri vinnu eftir,“ segir Vé- steinn sem þekkir aðeins til eftir að hafa þjálfað Róbert Gunnarsson, landsliðsmann í handknattleik, um skeið fyrir átta árum þegar Róbert og Vésteinn bjuggu báðir í Árósum í Danmörku þar sem Vésteinn var landsliðsþjálfari Dana í kastgreinum og Róbert lék með Århus GF. „Ég bylti líkamlegu formi Róberts á einu ári og í framhaldinu var hann valinn besti leikmaður dönsku úrvalsdeild- arinnar,“ segir Vésteinn. Vésteinn þjálfar um þessar mund- ir sex kastara en segist hafa dregið mjög úr þjálfun því hann er mjög eftirsóttur til fyrirlestrahalds auk þess sem hann er ráðgjafi við upp- byggingu á frjálsíþróttamiðstöð í Vaxjö þar sem hann býr. Síðan er ég mikið bókaður í fyr- irlestra. Ég hef gaman af því og hef í hyggju að fara út kvíarnar á þeim vígstöðvum. Þar með er ég meira í að þjálfa aðra þjálfara í stað þess að þjálfa nokkra kastara. Finnur fyrir viðingu Spurður um hugsanlega ástæður fyrir að ekki er meira óskað eftir því við Véstein að hann miðli úr brunni reynslu sinnar hér á landi segist hann ekki alveg gera sér grein fyrir hver ástæðan getur verið. „Þegar ég kem heim til Íslands finn ég fyrir mikilli virðingu í minn garð og margir þekkja mig. Ég er mjög stoltur af því og hef ekki yfir neinu að kvarta þannig lagað enda hef ég nóg að gera. Ég held bara að það sannist fyrst og fremst gamla máltækið um að enginn sé spámaður í sínu föð- urlandi. Um þessar mundir vinn ég mikið í Svíþjóð og er m.a. að byggja upp nýtt kastkerfi. Það er eitthvað sem ég gæti ekki gert á Íslandi vegna þess að hér á landi er ég bara litli Véddi en í Svíþjóð er ég Vésteinn Hafsteinsson, toppþjálfari úti í heimi. Þar er mikið hlustað á það sem ég segi. Kannski er ástæðan sú að hér heima er mikið vinasamfélag, en ég held að það sé samt ekkert illa meint gangvart mér persónulega. Sann- arlega lenti ég í mínu lyfjamáli fyrir 30 árum. Kannski hafa einhverjir eitthvað á móti mér af þeim sökum. En það eru nú liðin 30 ár frá því máli. Ég lærði mína lexíu og hef síð- an talað fyrir lyfjalausum íþróttum alla tíð síðan í hverjum einasta fyr- irlestri frá þeim degi. Sumir gleyma hinsvegar aldrei neinu. Ég hef það hinsvegar mjög gott, hef meira en nóg að gera en vildi gjarnan leggja meira til málanna Ís- landi því ég er rosalega mikill Ís- lendingur, hjarta mitt er hér heima,“ segir Vésteinn Hafsteinsson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gull Vésteinn ásamt lærisveini sínum til margra ára, Gerd Kanter, heims- og ólympíumeistara í kringlukasti. Vil gjarnan deila reynslu og þekkingu minni hér heima  Vésteinn leiðbeinir þjálfurum í mörgum íþróttagreinum um allan heim  Enginn er spámaður í sínu föðurlandi  Guðmundur sóttist eftir kröftum hans hjá Löwen Morgunblaðið/Ívar Benediktsson Fyrirlesari Vésteinn var gestur á 27. Landsmóti UMFÍ á Selfossi um helgina og hélt vel sóttan fyrirlestur og tendraði landsmótseldinn við mótssetningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.