Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.2013, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2013 ÍÞRÓTTIR Fyrirlesari Vésteinn Hafsteinsson leiðbeinir þjálfurum í mörgum íþróttagreinum um allan heim. Langar til að deila reynslunni og þekkingunni á Íslandi. Guðmundur vildi fá hann til Löwen. 3 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Lærmeiðsli Þóra B. Helgadóttir tognaði aftan í læri í leik með Malmö fyrir tæpum mánuði. EM2013 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu kom til Kalmar í Svíþjóð í gær en þar mætir það Norðmönnum í fyrsta leiknum í úrslitakeppni Evr- ópumótsins á fimmtudaginn. Sá leikur hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. Liðið æfir tvisvar í dag og á fyrri æf- ingunni ætti að koma í ljós hverjar horfurnar verða á að þær Þóra B. Helgadóttir markvörður og Sif Atla- dóttir verði tilbúnar í fyrsta leikinn gegn Noregi. Þær hafa báðar glímt við meiðsli undanfarnar vikur og verið í kapphlaupi við tímann um að ná að spila í Kalmar. Alls eru 23 leikmenn með í för en ein breyting var gerð á hópnum fyrir helgina þegar Katrín Ásbjörnsdóttir heltist úr lestinni vegna meiðsla og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir var valin í hennar stað. Ísland leikur þrjá leiki í riðlakeppni Evrópumótsins en hinir tveir fara fram í Växjö, á heimavelli Öster. Þar spilar liðið við Evrópumeistara Þýskalands á sunnudaginn kemur og loks við Hol- lendinga miðvikudaginn 17. júlí. Tvö lið fara örugglega áfram úr hverjum riðlanna þriggja og einnig tvö af þeim þremur sem hafna í þriðja sæti. Morgunblaðið og mbl.is munu fjalla mjög ítarlega um Evrópukeppnina og viðamikil umfjöllun verður í blaðinu á morgun. Fyrstu æfingar í dag  Fyrsti leikur Íslands á EM kvenna í knattspyrnu í Kalmar á fimmtudaginn  Sif Atladóttir og Þóra B. Helgadóttir í kapphlaupi við tímann vegna meiðsla Morgunblaðið/Eggert Grindargliðnun Sif Atladóttir glímir við grindargliðnun Tryggvi Guð- mundsson er hættur í Fylki en Tryggvi og stjórn knatt- spyrnudeildar Fylkis hafa kom- ist að samkomu- lagi um að rifta samningi leik- mannsins. Í yfirlýsingu frá Fylki sem birt er á vef stuðn- ingsmanna Fylkis segir; „Knattspyrnudeild Fylkis og Tryggvi Guðmundsson hafa kom- ist að samkomulagi um að rifta samningi hans við félagið. Knattspyrnudeild Fylkis þakkar Tryggva fyrir hans framlag fyrir klúbbinn og óskar honum velfarn- aðar í komandi verkefnum. Tryggvi þakkar einnig Fylki fyrir samstarfið og vonar að félagið muni rétta úr kútnum það sem eft- ir er af tímabilinu. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Fylkis, Ásgeir Ásgeirsson, formaður.“ Tryggvi gekk í raðir Árbæjar- liðsins í vetur. Hann kom við sögu í 9 leikjum Fylkismanna í Pepsi- deildinni í sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Á undanförnum vikum hefur Tryggvi þurft að sætta sig við að sitja töluvert á bekknum og það fór illa í þennan mikla keppnismann sem getur nú leitað sér að nýju liði en opnað verður fyrir félagaskipti eftir viku. Tryggvi lék sinn síðasta leik með Fylkismönnum í gær þegar þeir töpuðu fyrir Stjörnumönnum, 3:2, í framlengdum leik. Tryggvi var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 75. mínútu þegar Árbæj- arliðið var 2:0 yfir. Tryggvi náði þeim áfanga á dögunum að komast í hóp tíu leikjahæstu leikmanna í efstu deild frá upphafi en hann er í 10. sæti með 240 leiki. Þessa leiki hef- ur hann spilað með KR, ÍBV, FH og Fylki. gummih@mbl.is Samningi Tryggva við Fylki rift Tryggvi Guðmundsson Eysteinn Húni Hauksson er hættur sem þjálf- ari 2. deildarliðs Hattar í knatt- spyrnu karla. Frá þessu var greint á netmiðl- inum Fótbolti.net í gærkvöldi þar sem Gunnlaugur Guðjónsson, stjórnarmaður í Hetti, staðfesti að Eysteinn hefði látið af störfum. Lið Hattar féll naumlega úr 1. deild í fyrra en illa hefur gengið í 2. deild- inni í sumar þar sem liðið er í neðsta sæti. kris@mbl.is Eysteinn Húni er hættur Eysteinn Húni Hauksson Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Svíþjóðarmeistara Elfs- borg í knattspyrnu, verður að öllum líkindum lánaður frá félag- inu þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í mánuðinum en Skúli er í frystinum hjá þjálfara liðsins og hefur ekki verið í leikmannahópnum síðan í maí. „Það eru lið sem hafa sýnt áhuga þannig við munum reyna koma honum á lán einhverstaðar úti,“ segir Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Skúla Jóns, sem virðist ekki vera á heimleið á láni út tímabilið. Magnús segir það ekki bókað að Skúli Jón yfirgefi Elfsborg þegar glugginn verður opnaður en ítrekar að honum verði líklega komið fyrir á láni. Skúli Jón meiddist fljótlega eftir að hann gekk í raðir Elfs- borg í fyrra og spilaði því ekki mikið á síðasta tímabili. Á þessu tímabili hefur Skúla ekki verið veitt sanngjarnt tækifæri að hans mati en í viðtali við Morgunblaðið í lok maí sagði hann: „Mér finnst þetta ósanngjarnt. Mér finnst þessir gaurar sem eru að spila ekkert betri en ég. Ég fékk líka lítið að spila á und- irbúningstímabilinu. Ég spilaði einhvern einn leik í æfingaferð í febrúar og svo vorum við í vandræðum rétt fyrir mót þannig að ég spilaði síðasta æfingaleikinn áður en deildin hófst og það gekk mjög vel. Þá hélt ég að ég myndi spila en um leið kom ein- hver annar leikmaður upp úr meiðslum.“ tomas@mbl.is Reyna að koma Skúla Jóni á lán  Væntanlega ekki á heimleið Morgunblaðið/Árni Sæberg Tæplega á heimleið Skúli Jón Friðgeirsson verður líklega ekki lánaður til íslensks félags. Ari Freyr Skúla- son, landsliðs- maður knatt- spyrnu og leikmaður Sundsvall, er bú- inn að semja við danska úrvals- deildarfélagið OB frá Óðins- véum um að ganga til liðs við það að loknu þessu keppnistímabili í Svíþjóð, samkvæmt SportExpress- en.se. Netmiðillinn kveðst hafa heimildir fyrir þessu í Danmörku, sem og að Ari gæti farið til OB strax í sumar ef félögin ná sáttum um kaupverð. Þar kemur auk þess fram að samningur Ara gildi frá og með 1. janúar 2014. Ari er fyrirliði og lykilmaður í liði Sundsvall og hefur spilað með liðinu undanfarin ár. Hann hefur lengi reynt að losna, sérstaklega eftir að liðið féll úr sænsku úrvals- deildinni síðasta haust. vs@mbl.is Ari Freyr á leið til OB Ari Freyr Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.