Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2013 Húsgögn Góður, smart sófi frá Cassina til sölu. Mjög vandaður leðursófi, hægt að breyta auðveldlega í svefn- sófa. Stór púði og skammel fylgja með. Selst á góðu verði. Upplýsingar gefur Margrét í síma 698 0703. Snyrting Spænskar gæðasnyrtivörur, fram- leiddar úr náttúrulegum hráefnum og eru fyrir alla daglega umhirðu húðar. Fjölbreyttar vörur sem henta allri fjölskyldunni. Sjá nánar í netversluninni: www.babaria.is Smáauglýsingar Tilkynningar Kjósarhreppur auglýsir skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í landi Vindáss 2 og 3 við Vindáshlíð. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í sveitarstjórn 4. júlí 2013. Skipulagssvæðið er ca. 6,7 ha tekur til tveggja lóða, Vindáss 2 Hamrahlíð og Vindás 3 Birkihlíð. Í Hamrahíð sem er 5,44 ha er gert ráð fjórum ca. 0,68 ha lóðum fyrir frístundahús og 2,72 ha sameiginlegu svæði sem ekki er ætlað undir byggð. Skipulagssvæðið er merkt sem frístundasvæði (F17b) á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 og er aðkoma frá Kjósarskarðsvegi. Deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í landi Meðalfells. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í sveitarstjórn 4. júlí 2013. Skipulagssvæðið er ca. 2,6 ha og afmarkast af vesturenda Meðalfells til austurs og Þorlákstaðarvegi til vesturs. Gert er ráð fyrir lóðum fyrir 5 frístundahús þar af eru tvær þeirra þegar byggðar. Skipulagssvæðið er merkt sem frístundasvæði (F10d) á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 og er aðkoma frá Þorlákstaðarvegi. Tillögurnar verða til sýnis frá og með 6. júlí 2013 til og með 19. ágúst 2013 á eftirtöldum stöðum: - Á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði í Kjós - Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.kjos.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillögunar. Athugasemdir skulu hafa borist eigi síðar en 19. ágúst 2013 Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði, 276 Mosfellsbær eða á netfangið skipulag@kjos.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkja hana. Kjósarhreppur 6. júlí 2013 Jón Eiríkur Guðmundsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps Iðnaðar- og verslunarhúsnæði til sölu: Vagnhöfði 21, 110 Reykjavík Til sölu 596 fermetra iðnaðar- og verslunarhúsnæði á frábærum stað á Höfðanum. Eignin er með góða aðkomu frá götu, stórt bílastæði og mjög sýnileg. Hún skiptist í megindráttum í tvo vinnusali meðmikilli lofthæð og tveimur stórum innkeyrsluhurðum og verslunarhúsnæði með einni innkeyrsluhurð. Innangengt er í vinnusali um verslunar- rými. Kaffistofa auk skrifstofu er á millilofti milli vinnusala. Eignin er laus strax. Tilboðum skal skila fyrir föstudaginn 19. júlí Nánari upplýsingar um eignina fást hjá Ólafi Erni Ólafssyni KPMG í síma 891 6099. Safnaðarheimili Grensáskirkju Sunnudaginn 7. júlí Samkoman kl. 17. Ræðumaður séra Kjartan Jónsson. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Kl. 11.00: Fjölskyldusam- koma. Helgi Guðnason prédikar. Kaffi og samfélag eftir samkomuna. Kl. 14.00: Alþjóðakirkjan á ensku. Davíð Sveinbjörnsson prédikar. English speaking ser- vice. Kl. 18.00: Kvöldsamkoma. Ljúf lofgjörð og hagnýt prédikun Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa Með vísan til laga nr. 79/2008 um endurskoðendur, er fyrirhugað að halda próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa í október 2013 sem hér segir: Fyrri hluti mánudaginn 7. október Seinni hluti miðvikudaginn 9. október Prófin hefjast kl. 9 hvorn dag og standa til kl. 17. Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglugerðar nr. 589/2009 um próf til löggildingar endurskoðunarstarfa. Próftökugjald er kr. 260.000 Væntanlegir prófmenn skulu skila umsóknum fyrir 9. ágúst nk. til prófnefndar. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar, Árna Tómassyni, Hraunbraut 20, 200 Kópavogi. Tilkynningu skulu fylgja nafn prófmanns og kennitala, heimilisfang, tölvupóstfang og staðfesting um að fullnægt sé skilyrðum 4. og 6. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 79/2008 ásamt kvittun fyrir greiðslu prófgjalds samkvæmt gjaldskrá. Greiða skal prófgjald inn á reikning ríkissjóðs: 0001-26-025017, kt. 540269-6459. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum fyrir lok ágúst nk. Reykjavík 6. júlí 2013. Prófnefnd löggiltra endurskoðenda Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Garðar Björg- vinsson, Michael-miðill, Símon Bacon, Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari og auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum upp á einka- tíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rannsóknir og útgáfur, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR Atvinnuhúsnæði Selfossbíó hefur samið við Nýherja um kaup á stafrænni NEC- sýningarvél og sýningarstjórnkerfi fyrir kvikmyndahúsið. Verður jafnframt sett upp í bíóínu full- omið 3D-kerfi og Dolby-hljóðbún- aður. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að sýningarkerfið sé þróað af Nýherja í samvinnu við Smára- bíó og Háskólabíó. Kerfið annast alla sjálfvirkni á sýningu, s.s. stýr- ingu hjóðs, ljóss, hurða og stýr- ingu á flestu öðru sem við kemur sýningu kvikmynda. Geta sýning- arstjórar jafnframt gripið inn í eða fylgst með framgangi sýninga frá spjaldtölvu eða snjallsíma. NEC sýningarvélin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Nú er unnið að uppsetningu búnaðarins og gert ráð fyrir að Selfossbíó verði opnað á ný á næstu vikum. ai@mbl.is Selfossbíó fær sýningarvél frá Nýherja  Geta vaktað kerfið í snjallsíma Hátækni Axel Ingi viðarsson og Marínó Geir Lilliendahl frá Selfossbíói með Knúti Rúnarssyni frá Nýherja.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.