Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ S pilhúsin munu lifna við með hljóð- innsetningu eftir Finnboga Pét- ursson listamann,“ segir Ásta. „Í rauninni er verið að ramma inn húsin og draga fram sérstæður þeirra, það má líka hugsa sér húsin sem risastórar spila- dósir.“ Ásta Olga rennir ekki alveg blint í sjóinn með verkefnið því hún á þegar að baki verkefni á hafnarsvæðinu. „Ég hef staðið að innsetningu og uppákomu á slippasvæðinu, „Óður til Slippsins“. Í janúar 2006 var hátíð sem við Anna María Bogadóttir stóðum fyrir, en við unnum þá saman undir nafninu Úrbanistan. Þá römmuðum við inn slippasvæðið í samstarfi við Stálsmiðjuna og Daníelsslipp og buðum Reykvíkingum í heim- sókn. Okkur fannst að fólk ætti að fá að upplifa svæðið fyrir breytingar sem þá voru yfir- vofandi. Við vorum í rauninni að leita leiða til þessa að varpa ljósi á gæði og karakter í um- hverfi sem átti að mestu að hverfa,“ bætir hún við. „Sem betur fer eru spilhúsin þarna ennþá og listamaðurinn sem ég fékk í lið með mér nú, Finnbogi Pétursson, skapar hljóðinnsetningu sem byggir á hljóðskúlptúrunum sem þarna má finna.“ Gamalli hugmynd gefið líf Aðspurð að því hvað hafi komið til að hún valdi einmitt þennan vettvang fyrir verkefnið segir Ásta Olga að spilhúsin séu heillandi, bæði að utan og innan. „Mekanisminn inni í þeim er magnaður. Utan frá mynda þau skemmtilega götumynd með Slippfélagshúsinu, sem núna er Icelandair Hótel Reykjavík Marina. Nú hefur verið ákveðið að kalla götuna Spilhúsastíg, og þetta er orðin fjölfarin göngugata þar sem hafnarstarfsemi og túrismi mætast. Í raun er þetta gömul hugmynd. Við Anna María Boga- dóttir í Úrbanistan lögðum eitt sinn til við hafnarstjórn að það yrði til Gallerí Höfn, sem væri gallerí sem dreifðist um hafnarsvæðið, fléttaðist inn í svæðið, svona óhefðbundið úti- gallerí sem ynni með því sem er á svæðinu. Það varð ekkert úr því þá, við þurftum að sinna öðr- um verkefnum og maður getur ekki endalaust verið að trufla aðra í vinnunni sinni!“ segir Ásta og hlær. „Nú er tíðarandinn þannig að það þarf engar málalengingar til þess að breyta spilhúsunum í hljóðgallerí í einn dag. Harmonían milli Slippsins og Hótels Marina hjálpar líka til.“ Ásta Olga segir svæðið hafa verið sér hug- leikið lengi, eiginlega hafi hún fengið Slippinn á heilann þegar hún fluttist til útlanda upp úr 2000 og menn fóru að gera fyrstu drög að breytingum þar. „Ég ólst upp í nágrenni við Slippinn og var að sniglast hér sem barn og unglingur. Pabbi minn lék sér hér líka sem barn og þá var amma mín, Steinunn Magn- úsdóttir, líka hér sem barn að hjálpa pabba sín- um, sjómanni að leggja fisk. Svo ætli megi ekki segja að nostalgían hafi hellst yfir mig í útlönd- unum. Sem betur fer hitti nostalgían háleitari og framsæknari markmið hjá áðurnefndri Önnu Maríu, og ég áttaði mig á að breyting- arnar væru eðlileg og spennandi þróun, það væri bara ekki sama hvernig breytingar og hvaðan þær stýrðust. Svo tóku við miklar pæl- ingar um hvernig við gætum tekið þátt í breyt- ingunum sem leikmenn en samt ekki sem mótmælendur.“ Þegar talið berst að þeirri starfsemi sem fram fer í spilhúsunum í dag segir Ásta Olga að nær væri þá að tala við slippstjóra og spil- stjóra. „Ég er bara gestur eða eiginlega hálf- gerður aðskotahlutur sem hunsaði „aðgangur bannaður“-skiltin í gamla daga. Nú er maður eldri og kann sig, fæ meira segja að gægjast al- veg inn í stjórnklefa spilstjórans og fylgjast með öllu ferlinu þegar hann dregur skipin á land eða lætur þau síga aftur út í sjó. Allt er undir og ekkert má fara úrskeiðis, fjörumaður og turnmenn og spilstjóri stilla saman strengi í gegnum talstöðvarnar. Spilin snúast og vír- arnir síga með smellum og látum. Tannhjól og túrbínur.“ Engum dylst að Ásta Olga lætur sig nær- umhverfi sitt varða og hefur meiningar um borgarmál og skipulag. Hver er hennar kenn- ing varðandi ástæður þess að þessi borgarhluti – sem áður var sumpart niðurníddur og óspennandi – breyttist á tiltölulega skömmum tíma í kraumandi pott af skapandi rekstri, veit- ingastöðum, og framhaldinu mannlífi? Hafið er heillandi og höfnin líka „Það er náttúrulega enginn leyndardómur að mannfólkið heillast að hafinu,“ segir Ásta Olga. „Það var hins vegar meiri leyndardómur fyrir sumum að iðnaðarsvæðið fæli í sér sjarma. Að það gæti faktískt verið fegurð í draslinu. En í fyrstu átti að stroka allt út, pólitíkusar, arki- tektar og fleiri sáu einmitt bara þetta sjúskaða og niðurnídda. Sægreifinn var frumkvöðull og hélt sínu striki. Af áfergju var byrjað að undir- búa svæðið fyrir að mínu mati slæmt skipulag, sem er í endurskoðun núna, Stálsmiðjan og Daníelsslippur voru látin fara í hasti. Jarðveg- urinn hreinsaður og götur lagðar. Um leið opn- aðist svæðið almenningi. Áður voru skilti sem sögðu „aðgangur bannaður“ við Ægisgötu og Mýrargötu svo það voru ekki margir sem höfðu komið inn á svæðið og séð það. Með efnahagshruninu gafst síðan tími sem var frábær fyrir mótun borgarinnar og ég held að breytingar sem fái tíma feli oft í sér meiri gæði. Hafnarstjórn áttaði sig fljótt á tækifær- um sem fólust ekki bara í að útbúa lóðir fyrir nýbyggingar, heldur líka að tengja saman gamalt og nýtt, bjóða rekstraraðilum að nota þetta gamla í nýjan rekstur, rekstur sem ekki þurfti að falla undir flokk hafnsækinnar starf- semi. Með Hótel Marina var stórt og flott skref tekið í þá átt.“ Sumir vilja meina, að sögn Ástu Olgu, að það hafi verið ferðamenn sem opnuðu augu Reyk- víkinga fyrir höfninni. „Vissulega er gests aug- að glöggt, en íbúar og þeir sem unnu á svæðinu daglega bentu líka á karakter svæðisins á þess- um tíma en það var ekki mikill áhugi á að heyra sjónarmið þeirra. Nú vilja allir eiga höfnina og vera þar sem er skiljanlegt. Aukning ferða- manna hefur síðan gert veitingarekstur í borg- inni almennt arðbærari og vinsælli og þess vegna er hægt að hafa svona mörg veitingahús við höfnina. Eftir á er augljóst að þetta átti eft- ir að gerast, nálægt miðbænum og sjónum og höfninni. Mér hefði samt aldrei dottið í hug dekkuð borð úti á hafnarbakkanum eins og maður er farinn að sjá núna. Svo er þetta smám saman að teygja sig út á Granda núna. Síðan verður kannski farið að horfa í hina átt- ina, til Laugarness, Skarfakletts og Viðeyj- arsunds. Bátamenning er líka alveg á frumstigi hér, að sigla á milli eyjanna eða tengja saman ólíka borgarhluta frá sjó – við erum bara að byrja að teikna upp hafnarborgina Reykjavík,“ segir Ásta Olga að endingu, um leið og hún vill þakka Stálsmiðjunni/Slippnum og Icelandair Hótel Reykjavík Marina fyrir starfsemi sína á svæðinu og gott samstarf. jonagnar@mbl.is Magnaður mekanismi í spilhúsum Það er kunnara en frá þurfi að segja að hafnarsvæðið og slippurinn í Reykjavík krauma af lífi þessi dægrin. Svo verður líka á Menn- ingarnótt þar sem gömlu spilhúsin verða meðal annars í brennidepli. Ásta Olga Magnúsdóttir segir því sem þar verður í gangi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gangverkið Innviðir Spilhúsanna við Slippinn eru sannarlega sjón að sjá. Hér eru þau Ásta Olga Magnúsdóttir, listamaðurinn Finnborgi Pétursson og Sigmundur Sigurgeirsson hjá Stálsmiðjunni. Sjónarsviptir Gamla Stálsmiðjuhúsið við Slippinn var tilkomumikið hús sem setti svip sinn á umhverfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.