Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.2013, Blaðsíða 20
Samtaka „Herrann stýrir og daman fylgir. Líklega er þetta samspil stærsta áskorunin, þ.e. að daman láti stýra sér og herr- ann valdi verkefninu,“ segir Edda Blöndal um hinn seiðandi takt salsadansins sem nýtur sífellt meiri vinsælda. Salsa „Dansinn er bæði einfaldur og skemmtilegur og gaman að sleppa fram af sér beislinu undir fjörugri suðrænni tónlist, segir Edda Blöndal salsakennari. V ið hvetjum alla áhugasama til að koma og dansa með okkur á Lækjartorgi á Menningarnótt,“ segir Edda Blöndal, kennari hjá SalsaIceland. „Boðið er upp á ókeypis byrjendakennslu í salsadansi milli kl. 14.00 og 16.00 og allir geta tekið þátt. Dansinn er bæði einfaldur og skemmtilegur og gaman að sleppa fram af sér beislinu undir fjörugri suðrænni tónlist. Það verður líka opið dansgólf fyrir alla salsadansara á torginu og hluti af kennarateymi SalsaI- celand mun sýna salsa.“ Edda segir hollt og gott að gleyma sér um stund úti á dansgólfinu. „Flestir þekkja hvað það getur verið snúið að lifa í núinu; slökkva á eftirsjá fortíðar og áhyggjum framtíðar. Salsadansinn er þriggja mínútna gleðistund í núinu með dansfélaga, þar sem eina verkefnið er að skemmta sér og njóta augnabliksins. Ég hef kynnst mín- um bestu vinum í salsa og hitti vikulega alls konar fólk sem kryddar tilveru mína. Ég óska þess að sem flestir geti upplifað það sama og uppákoman á Menningarnótt er frábær leið til að kynnast salsamenningunni á Ís- landi.“ Erlendir kennarar Edda er upphafskona og yfirkennari í SalcaIceland, sem hún segir eina sérhæfða salsadansskólann hér á landi. „Ég hef alltaf haft mikla hreyfiþörf og keppti fyrir Íslands hönd í karate á erlendum mótum í 15 ár. Ég kynntist salsa þegar ég var búsett í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Þá upplifði ég Marinu Prada og Ibirocay Regueira á gólfinu en þau eru margverðlaunaðir heims- meistarar í salsadansi og stórkostlegir kennarar. Ég gekk í salsaskólann þeirra og féll fyrir dansforminu. Mig grunaði ekki að nokkrum árum síðar myndu þau vera með mér í að stofna salsaskóla á Íslandi. Salsa- Iceland varð að veruleika 2003 og síðan höfum við unnið að því að byggja upp salsamenningu á Íslandi með nám- skeiðum fyrir byrjendur og lengra komna, kynning- arkvöldum, danssýningum o.fl. Marina og Ibi koma reglulega hingað og kenna en starfsemin er drifin áfram af SalsaIceland-fjölskyldunni; hópi dansunnenda sem líta á það sem forréttindi að hafa uppgötvað salsa.“ Stærsta áskorunin Salsadansinn er upprunninn frá Suður-Ameríku en oftast kenndur við Kúbu og Púertó Ríkó. Edda segir salsa falla vel í kramið hjá Íslendingum og hjá SalsaIcel- and hafi skapast skemmtilegt andrúmsloft strax í byrj- un. „Enda þótt suðræn tónlist og menning sé ólík okkar menningu þá erum við skemmtanaglöð og opin fyrir nýj- ungum. Það reyndist því ekki erfitt að kveikja áhuga Ís- lendinga á salsa í upphafi og með árunum hafa sífellt fleiri bæst í hópinn.“ Hún útskýrir að salsa sé spunadans og samspil döm- unnar og herrans. „Herrann stýrir og daman fylgir. Lík- lega er þetta samspil stærsta áskorunin, þ.e. að daman láti stýra sér og herrann valdi verkefninu. Í byrjun voru herrarnir tregir til að koma enda einhver ímynd- arskekkja sem hefur fylgt karlmönnum í dansi. Þetta er þó sem betur fer að breytast, körlunum fer fjölgandi og núna er engin þörf lengur fyrir konur að mæta með dansfélaga á námskeið til okkar.“ Frítt á fimmtudögum Edda bætir við: „Við erum með frábæran hóp kenn- ara, íslenska og erlenda, í dansstúdíói SalsaIceland og bjóðum upp á fjölbreytt námskeið. Þeir sem koma til okkar hafa fæstir dansað nokkuð áður og flestir mæta einir, enda þarf ekki dansfélaga með sér. Í salsa dansa allir við alla og við sjáum til þess að kynjahlutföll á nám- skeiðum séu jöfn. Svo höldum við afar vinsæl salsadanskvöld öll fimmtu- dagskvöld og það besta af öllu er að það kostar ekkert inn. Markmiðið með salsakvöldunum er að gefa öllum möguleika á að kynnast salsa og æfa sig án endurgjalds. Boðið er upp á ókeypis prufutíma fyrir byrjendur kl. 20 og svo er dansað til ca. hálf eitt. Það er alltaf ótrúlega góð stemming og það sér enginn eftir því að mæta.“ beggo@mbl.is Suðrænt í sumarlok Áhugi „Það reyndist því ekki erfitt að kveikja áhuga Íslendinga á salsa í upphafi og með árunum hafa sífellt fleiri bæst í hópinn,“ segir Edda Blöndal. Stemning Dansað á fimmtudagskvöldum með SalsaIceland. Á salsakvöldunum er öllum gefið tækifæri á að kynnast salsa. Lækjartorg breytist í dansgólf á Menningarnótt þar sem áhugasömum verður boðið upp á kennslu í salsadansi undir seiðandi tónlist. 20 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.