Morgunblaðið - 03.09.2013, Page 5

Morgunblaðið - 03.09.2013, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 BÍLAR 5 maður vera ansi léttur í sætinu, og vissi ekkert hvað myndi taka við. Eftir góðan bremsukafla stuttu seinna komu tveir þröngir hlykkir þar sem stýrinu var sveiflað næst- um 180° í hvora átt áður en að komið var að beina kaflanum. Þar gat maður haldið bensíngjöfinni í botni í um það bil 12 sekúndur áður en komið var að lægð í landslaginu sem neyddi mann til að bremsa sig niður úr 230 km hraða. Við tók af- líðandi beygja á 160 km hraða inn á beina kafla austurslaufunnar, þar sem bíllinn náði 220 km hraða áður en maður bremsaði af öllu afli í smástund til að fá grip fyrir tvo hlykki rétt áður en bílnum var skellt niður í 80 km hraða í krappa vinstri beygju fyrir ráskaflann. Þarna var eini staðurinn í brautinni þar sem að bíllinn yfirstýrði örlítið enda beygjan ansi kröpp rétt fyrir botn- gjöf að rásmarkinu. Gripið nánast alltaf til staðar ÚFF! Eins og þetta hefði ekki ver- ið nóg upplifun var dæmið alls ekki búið, og það var bara rétt að koma að hádegi. Fyrir matinn var okkur boðið upp á að prófa upptaksstýr- inguna (Launch Control) á sér- stakri æfingarbraut. Bíllinn var ein- faldlega staðinn í botn á bæði bremsu og bensíngjöf þar til mæla- borðið fór að blikka, og þá sleppti maður bremsunni. Bíllinn sá þá um það sjálfur að hámarka kraft, grip og skiptingar til að ná sem stystum upptakstíma. Upplifunin sem slík var einstök og frasinn um að þrýst- ast aftur í sætið fékk algerlega nýja merkingu. Sjálfskiptingin er með tveimur kúplingum svo að næsti gír er ávallt tilbúinn og ekki fræðilegur möguleiki fyrir nokkurn mann að vera fljótari að skipta um gír en þessi sjálfskipting. Seinni hluti þessarar brautar var svigakstur gegnum keilur og fékk undirritaður sérstakt leyfi til að prófa tvo hringi án PSM-skrikv- arnar. Kom það verulega á óvart að finna hversu erfitt var að losa bíl- inn, gripið sem hann hefur gegnum afturhjólastýringuna og PTV- spólstýringuna ásamt PDCC- veltustýringunni er svo mikið að maður saknar næstum þess að hann yfirstýri ekki meira. Gripið hefur líka þau áhrif að maður held- ur að það sé næstum alltaf til stað- ar sem gæti reynst skeinuhætt. Enginn sparaksturskerra Eftir hádegismat var skroppið í reynsluakstur um sveitavegi og hraðbrautir í nágrenninu og ósk- uðum við Íslendingarnir eftir því að fá að taka lengstu leiðina sem var í boði. Fljótlega eftir að komið var út fyrir brautina rákumst við líka á eina gallann sem þessi bíll hafði, svokallað Stop & Go sem algengt er í bílum í dag og slekkur jafnvel á þessum bíl á allt að 7 km hraða. Til hvers er manni spurn, og sér- staklega í þessum bíl? Í eina skiptið sem bíllinn slökkti á sér á ferð var einmitt þegar undirritaður var að læðast að gatnamótum. Skjótast átti af stað þegar færið gafst en einmitt þá slökkti hann á sér á versta tímapunkti. Í upphafi ferð- arinnar hafði maður hugsað sér að prófa bílinn á 300 km hraða á hrað- brautinni en það reyndist ekki hægt vegna mikillar umferðar. Við gátum þó huggað okkur við það að við áttum bæði hraðamet dagsins meðal blaðamanna, 282 km á klst. og einnig bensíneyðslumetið. Akst- urinn var líka kannski enginn spa- rakstur en alls fórum við með næstum tvo bensíntanka sem hvor tekur 68 lítra. Takk fyrir mig! Að akstursdegi loknum varð okkur tíðrætt um hversu mikill of- urbíll Porsche 911 Turbo S er, um leið og hann má nota jafnhendis í búðarsnattið og brautarakstur. Spurningin sem við spurðum okk- ur var þó kannski helst sú hvort einhver myndi kaupa slíkan bíl heima, engin er brautin þó að nóg sé af búðunum. Verðmiðinn yrði líklega eitthvað nærri 40 milljónum sem er ekki á færi margra. Til stendur þó að sýna slíkan bíl hér á landi næstu helgi hjá umboð- inu, Bílabúð Benna, um leið og fagnað er 50 ára afmæli Porsche 911. Fyrir mitt leyti óska ég þeim til hamingu með afmælið um leið og ég þakka fyrir að vera kóngur einn dag og fá að keyra þennan bíl við þessar aðstæður, tækifæri sem örugglega kemur ekki á hverjum degi. njall@mbl.is Porsche 911 Turbo S Árgerð 2013 •3,8 lítrabensínvél • 560hestöfl/750Nm •7þrepaPDKsjálfsk. • 20 tommuálfelgur • Eiginþyngdkg: 1.605bsk • Farangursrými: 375 lítrar • 0-100km/sek: 3,1 bsk •Hámark: 318km/klst • Fjórhjóladrif •Verð:Óuppgefið •9,7L/100kmíblakstri • Umboð:Bílab.Benna •Mengunargildi: 227gCO2/km Yfirlitsmynd yfir Bilster Berg- brautina sýnir beinu kaflana. TÍMAREIMAR VARAHLUTAVERSLUN VÉLAVERKSTÆÐIÐ Sími: 577 1313 | Tangarhöfða 13 | kistufell.com Gæðavara á góðu verði Kostir: Sjálfskipting, afturhjólastýring Gallar: Stop & Go, til hvers? Of mikið grip? Ekki óalgeng sjón með- an á brautarakstrinum stóð, snúningurinn í botni og kúrfan fyrir. Greinarhöfundur ekur niður brekkuna í átt að Músagildr- unni, tæknilega erfiðum kafla í Bilster Berg-brautinni og þótt víðar væri leitað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.