Akureyri


Akureyri - 21.11.2013, Page 2

Akureyri - 21.11.2013, Page 2
2 21. nóvember 2013 Einlægur á Alþingi Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Norð- austurkjördæmi, lét mikið að sér kveða þegar hann sór trúnaðareið og settist í fyrsta skipti inn á Alþingi í vikunni. Hann var ekki fyrr mættur til þings en hann gagnrýndi stjórnarand- stöðuna fyrir að beita sömu brögðum og hún gagnrýndi síðustu stjórn- arandstöðu fyrir. „Ég nenni ekki að taka þátt í þessu leikriti, sagði vara- þingmaðurinn. Þá bar svo við að Hjálmar Bogi þakkaði Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni VG, í ræðustóli fyrir sérstaklega góða og innblásna ræðu um nátt- úruvernd í umræðu um ný náttúruverndarlög. En þar sem Hjálmar Bogi hefur augljóslega ekki haft mikla trú á að mikil einlægni hafi ríkt á Alþingi milli andstæðra fylkinga, sá hann sérstaka ástæðu til að taka fram að lof hans til Svandísar væri ekki kaldhæðni. a Ný sending! Steinsmiðja Norðurlands, Glerárgata 36, S: 466 2800 Lampar frá 4.900- Hlýleg birta í skammdeginu Mikið úrval - Frábært verð Stjórnum því miður ekki veðrinu Rekstraraðilar Kaffihússins Bjark- ar hafa borið því við að óheppilegt tíðarfar og ónógur snjómokstur hjá Akureyrarbæ í Lystigarðin- um hafi átt þátt í að svo fór sem fór varðandi rekstur kaffihússins Bjarkar. Ei- ríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri vísar þeirri gagnrýni á bug. „Því miður hafa áætlan- ir rekstraraðila kaffihúss í Lystigarðinum ekki geng- ið eftir. Hugsanlega hafa einhverjir utanaðkomandi þættir haft þar áhrif ásamt öðrum mikilvægari þátt- um. Akureyrarbæ hefur því miður ekki enn tekist að hafa stjórn á veðrinu í sveitarfélaginu en sam- kvæmt mínum upplýs- ingum var fyrst byrjað að sinna almennum snjó- mokstri í garðinum eftir að kaffihúsið var opnað. Við könnumst ekki við kvart- anir vegna þessa til bæjar- ins,“ segir bæjarstjóri. Spurður hvort rétt sé að 1912 Veitingar ehf, rekstr- arfélag Sigurðar Guð- mundssonar og Náls Trausta Frið- bertssonar skuldi 3ja mánaða leigu til bæjarins eins og heimild innan bæjarkerfisins heldur fram, svarar bæjarstjóri: „Ég hef því miður ekki heimild til að upplýsa um slíkt en samn- ingar munu væntanlega fara í gang á milli rekstrar- aðilans og Akureyrarbæjar um frágang málsins.“ Bæjarstjóri segir að Stjórn Fasteigna Akur- eyrarbæjar sé nú með málið til umfjöllunar og afgreiðslu. Málið sé einnig á borði bæjarlögmanns og unnið sé með það markmið að lausnin „sé sem hag- stæðust fyrir bæjarfélagið“. VILL UMRÆÐU UM HÆFI OG VANHÆFI Sigurður Guðmundsson er oddviti A-listans í bæjar- stjórn og Njáll Trausti er varabæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Hallur Heimisson, formaður Samfylkingarfélagsins á Akureyri og stjórnarmað- ur í Fasteignum Akureyrar, segir að sú lína sem liggi milli einstaklings og stjórnmála- manns sé örfín. Margar spurningar vakni vegna þeirrar stöðu sem upp sé komin í málefnum Lystigarðshússins. „Í því máli sátu kjörnir fulltrúar ansi nærri borðinu og nærvera þeirra getur orkað tvímælis. Ég hef áður bent á hættu á hugsanlegum hags- munaárekstrum. Umfjöllun um þetta mál er fullnægjandi ástæða til að taka umræðu um hæfi og vanhæfi á vettvangi bæjarmála til ítarlegrar umfjöllunar,“ segir Hallur. Oddur Helgi Halldórsson, bæj- arfulltrúi L-listans, hefur sagt að aldrei hefði verið tekin ákvörðun um svo stórt og dýrt hús og bærinn reisti í Lystigarðinum ef rekstrartilboðið sem nú virðist úr sögunni hefði ekki komið til. Um það hvort hætta sé á að bæjarfulltrúar sitji beggja megin borðsins í máli eins og þessu svarar bæjarstjóri að bæjarfulltrúar taki aldrei þátt í ákvörðun um mál sem snerti þá eða fyrirtæki þeirra. „Í þessu tilviki var verkið boðið út. Tilboð bárust nafnlaust til verkefn- isliðs um framkvæmdina sem lagði faglegt mat á tilboðin og lagði til hvaða tilboð væri best að taka. Ekki var ljóst hvaða aðilar ættu besta til- boðið fyrr en eftir að þetta lá fyrir,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri. a Mikið agaleysi í umferðinni „Ég rek mig á þetta á morgnana að fólk er ómerkt alveg í hrönnum. Hvar eru endurskinsmerkin?“ Spyr Har- aldur Ævarsson atvinnubílstjóri. Í frétt blaðsins í síðustu viku kom fram gagnrýni á atvinnubílstjóra, að þeir gættu ekki hagsmuna gangandi umferðar og þá ekki síst skólabarna sem skyldi. Haraldur segir að vel megi brýna atvinnubílstjóra til betri siða og aukinnar árvekni. Hann vill þó benda á að umferðarmenning margra gangandi vegfarenda sé ekkert til að hrópa húrra yfir heldur. Endurskins- merki vanti á bæði börn og fullorðna. Hann sjái mörg dæmi þess í myrkrinu, bæði kvölds og morgna, að fólk nenni ekki að fara yfir gangbrautir heldur stytti sér leið yfir götur, kannski að- eins 10 metra frá næstu gangbraut. „Maður verður oft bara reiður á morgnana að sjá kannski ómerkt svartklætt fólk hlaupandi um götur alls staðar, það eru bæði krakkar og fullorðnir , ég verð vitni að miklu agaleysi,“ segir Haraldur. Hann segir það „óskaplega ein- földun“ að hnýta bara í atvinnubíl- stjóra og bílstjóra yfir höfuð. „Þenn- an vanda þarf að ræða.“ a „Þetta er alveg frábært“ „Aðstæður verða mjög góðar þegar við opnum skíðasvæðið á morgun, föstudag. Það er búið að snjóa tölu- vert og það hefur verið kalt síðustu daga. Miðað við árstíma er þetta al- veg frábært,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæð- isins í Hlíðarfjalli Opnun svæðisins á morgun ber upp á sama árstíma og í fyrra. Ljóst er að margt skíðafólk er komið með fiðring í tærnar en stundum hefur fólk þurft að bíða eftir opnun fram í miðjan desember. Þegar rigndi í byggð fyrir þremur vikum kyngdi snjó niðri í Hlíðarfjalli á meðan. Þá varð til mjög þétt undir- lag og verða flestar skíðaleiðir í fjall- inu opnar frá og með morgudeginum. „Það verður hægt að fara á toppinn,“ segir Guðmundur Karl kátur. Nokkur hækkun hefur orðið á gjöldum í skíðabrekkurnar milli ára en á móti koma auknir not- endamöguleikar. Vetrarkort á fullu verði hækkar úr 30.000 krónum í 39.000 krónur en í fyrsta skipti í skíðasögunni getur korthafi nú lánað kortið hverjum sem er. Þannig getur reykvískur skíðagestur fengið lánað kort heimamanns ef svo ber við. a Aðstoð fyrir fátæka hafin Eins og fram hefur komið verð- ur samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálp- ræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Aðstandendur vilja kom því á framfæri að þeir sem þurfa aðstoð geta hringt í síma 537 9050 milli kl. 11:00 og 13:00 á mánudegi, þriðjudegi eða miðvikudegi fyrir 5. desember. Í símtalinu verður bókað viðtal þar sem fyllt er út umsókn og láta skal fylgja staðgreiðsluyfirlit frá skattinum. Um er að ræða kort sem nota má í verslunum til matarkaupa fyrir þá sem eiga lítið handanna á milli. Jólaaðstoðin hófst sl. mánudag, 18. nóvember. Þeir sem fá úthlutun sækja kortin sín miðvikudaginn 11. desember og fimmtudaginn 12. desember kl. 13- 16. Auk þess er fatamarkaður og jólagjafir fyrir umsækjendur og fjölskyldur þeirra opinn 14. desem- ber hjá Rauða krossinum á Akureyri, Viðjulundi 2 og Hertex Hjálpræðis- hersins, Hrísalundi 1b. Átakið nær frá Grenivík í austri að Siglufirði í vestri. a G u ðm u n du r í f ja lli n u EINS OG SJÁ má á þessari mynd sem tekin var nú í vikunni horfir í glæsilega skíðavertíð í Hlíðarfjalli. EIRÍKUR BJÖRN BJÖRGVINSSON HALLUR HEIMISSON. ODDUR HELGI HALLDÓRSSON HJÁLMAR BOGI HAFLIÐASON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.