Akureyri


Akureyri - 21.11.2013, Blaðsíða 6

Akureyri - 21.11.2013, Blaðsíða 6
6 21. nóvember 2013 AÐSEND GREIN SIGRÚN DAÐADÓTTIR SKRIFAR Draumurinn um heilsulind Náttúrulækningafélag Akureyrar (NLFA) var stofnað í ágúst 1944 sem deild í Náttúrulækningafélagi Íslands. Frá upphafi var tilgangur félagsins að efla þekkingu á heilsu- samlegum lifnaðarháttum, fræða og síðast en ekki síst vinna að því að koma upp heilsuhæli eins og það var þá nefnt. Félagar NLFA áttu sér snemma þann draum að stofna heilsulind á Norð- urlandi. Með mikilli elju- semi og ómældri vinnu félagsmanna og miklum stuðningi einstaklinga fé- lagasamtaka og fyrirtækja tókst að reisa glæsilegt hús á fallegum stað í Kjarnaskógi. Stjórnvöld höfðu gefið loforð um þjónustusamning, en þegar til kast- anna kom voru þau loforð svikin og húsið var selt. Söluandvirðið var að mestu notað til byggingar baðhúss í Heilsustofn- un Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði (HNLFÍ). Baðhúsið er flaggskip stofnunarinnar og gegnir mjög mikilvægu hlutverki í því starfi sem fram fer á Heilsustofnun. Stór hluti dvalargesta HNLFÍ kemur af Norðurlandi, þar sem þeir njóta endurhæfingar og koma til baka endurnærðir og hæfari til að takast á við daglegt amstur. Á fjárlögum fyrir árið 2014 er lagt til að Heilsustofnun taki ein á sig allan niðurskurð sambærilegra stofnana. Gangi það eftir blasir við mikill samdráttur og skert þjónusta við dvalargesti. Á næsta ári fagnar NLFA 70 ára afmæli sínu. Allan þann tíma hefur fé- lagið unnið ötullega að því að félagsmenn og aðrir geti átt kost á meðferð og endurhæfingu í anda náttúrlækningastefnunnar. Draumurinn um heilsulind í Kjarnaskógi varð ekki að veruleika vegna vanefnda ríkisvaldsins. Nú er enn og aftur reitt til höggs með því að leggja til í frumvarpi til fjárlaga 2014 að fjármagn til HNLFÍ vegna þjónustusamninga verði skorið veru- lega niður. Það eru kaldar kveðjur á afmælisári. a AÐSEND GREIN BENEDIKT SIGURÐARSON SKRIFAR Lækkum iðgjöld í lífeyrissjóð – bætum kjör án kostnaðarhækkana og verðbólgu Frá Hruni hefur verulegur fjöldi fólks glímt við versnandi kjör, lægri laun og atvinnuleysi en umfram allt hefur greiðslubyrði af húsnæði - bæði lán og leiga - rokið upp fyrir velsæmismörkin. Hækk- un vöruverðs, eldneytis og matvæla linnir ekki, séreignarsparnaðurinn (120 milljarðar) týndur í hít fjármálakerfisins sem aldrei virðist fá nóg og op- inberir aðilar hækka allar gjald- skrár umfram verðbólguna. Verð- bólgan æðir áfram og lán skuldsetts almennings bólgna út. Því er þörf á að bæta kjör allra og eftirspurn er eftir því að allir aðilar stilli hækk- unum í hóf. Enginn vafi er á að einstakar atvinnugreinar hafa efni á að bæta kjör starfsmanna sinna verulega. Sjávarútvegurinn t.d. blómstrar og ein einasta fjölskylda tekur til sín hagnað sem nemur 16 milljörðum á ári – samt grenja fulltrúar LÍÚ af frekjunni bólgnir. Ferðaþjónustan vex og vex – með fallinni krónu – en virðist því mið- ur ekki skila nærri öllum vextinum í hinu opinbera hagkerfi. Skylduiðgjald í lífeyris- sjóði landsmanna er 15,5% og boðað að það verði 18% og jafnvel 20% áður en langt líður. Slíkur skattur á launafólkið er auðvitað ekki ásætt- anlegur. Því miður er hugmynda- fræði söfnunar- og ávöxtunarlíf- eyrissjóðs með iðgjaldagreiðslum allsendis ósjálfbær og sennilega bók- staflega galin frá upphafi. Þótt hug- myndin gangi stærðfræðilega upp - með síhækkandi iðgjöldum - þá er ávöxtunarhugmyndin með verð- tryggðum 3,5% + viðmiðun í engu samræmi við höktandi og veikburða hagvöxt í íslenska efnahagskerfinu. Ekkert atvinnulíf stendur undir verðtryggðri ávöxtun í þessum mæli - allra síst skuldsett atvinnulíf með handstýrðum okurvöxtum. Langstæður ósiður hefur verið hérlendis að kostnaðarauka vegna launahækkana sé skilað beint út í verð vöru og þjónustu – jafnvel um- fram og áður en kostnaðurinn kemur fram. Af því skýrist viðvarandi óða- verðbólga, sem einungis hefur verið misjafnlega hraðfara - alltaf samt óviðráðanleg. Þess vegna má ekki koma til þess að gerður verði kjara- samningur með almennum og ein- földum launahækkunum, sem velt er beint út í verðlag og verðtryggða okurvexti. Stökkbreytingarhrina á lánum hinna skuldsettu mun þá í enn meiri mæli en áður flytja frá þeim fjármuni - og til hinna fáu sem graðga til sín auð og hagsmuni með braski og spillingu. Lífeyrissjóðir með skylduaðild taka til sín allt að 140 milljarða á ári og boðað er að sá skerfur verði 170-200 milljarðar á skömmum tíma. Samt blasir það við að ekki er mögulegt að ávaxta þessa fjár- muni innanlands með viðunandi hætti og auðvitað ekki mögulegt að geyma þá heldur. Gjaldeyris- höftin koma í veg fyrir að unnt sé að færa þessa fjármuni úr landi, því betur, enda ekki nein augljós eða óhættulítil ávöxtunartækifæri á alþjóðlegum pappírsmörkuðum. Þótt gjaldeyrishöftin yrðu afnumin á fáeinum mánuðum (eftir samn- inga við kröfuhafa bankanna) þá mun gjaldeyrisbúskapur landsins enganveginn standa undir útstreymi fjármuna lífeyrissjóðanna næstu 5-8 ár amk. Áframhaldandi og hækk- andi skylduaðildargjöld í lífeyris- sjóðina – hlaða því upp vanda sem ekki sér fyrir endann á. Einfald- aður framreikningur sem speglar þenslu lífeyrissjóðanna sýnir fram á að kannski svo snemma sem árið 2027 verða allar peningalegar eignir í samfélaginu mögulega komnar í eigu lífeyrissjóðanna. Slíkt mundi framkalla nýtt hrun áður en svo langt verður gengið. Stokkum upp lífeyrissjóðakerfið Hér þarf því alveg nýja nálgun: Við verðum að tryggja að ekki komi til almenns kostnaðarauka í atvinnu- rekstri vegna launahækkana sem leiða einungis til að það herði á hr- ingekju verðbólgunnar. Við getum hins vegar stokkað upp lífeyris- sjóðakerfið. Lokað núverandi sjóð- um, lækkað skylduaðildargjald í lífeyrissjóðina niður í 5-8% af launaveltu. Tekið upp nýjan gegn- umstreymissjóð - EINN LÍFEYRIS- SJÓÐ FYRIR ALLA LANDSMENN, sem greiðir öllum sama grunnlífeyri miðað við staðfest lágmarksfram- færsluviðmið. Almennir launamenn gætu valið um það hvort þeir taka út meira eða minna af þeim 10-15% sem sparast í lífeyrisgreiðslum sem bein laun eða sem séreignarsparnað og njóta þá á móti tiltekins skattalegs hag- ræðis. Ríkið ætti að „kaupa“ (ekki þjóðnýta) núverandi lífeyrissjóði og greiða fyrir þá með því að tryggja öllum áunnin og sanngjarnlega endurmetin réttindi í núverandi sjóðum. Ríkið getur skalað nið- ur núverandi sjóðsöfnun og greitt upp óhagstæðustu innlendu lánin og jafnframt glímt við að ná niður erlendum skuldum með samningum við erlenda lánardrottna. Er ekki einfalt að koma þessu á dagskrá? Svarið er því miður senni- lega nei. Hagsmunaverðir úr stjórn- um lífeyrissjóðanna – með net sín inn í alla forystu stéttarfélaganna og atvinnurekenda – munu berjast eins og ljón við að koma í veg fyrir að allar slíkar lausnir verði ræddar. Vegna þess einfaldlega að þeir munu missa við þetta þá valdapósta og hagsmuni sem þeir taka beint til sín sjálfir í formi áhrifa og ríkulegra launa. Dettur annars einhverjum í hug að láta forstjóra lífeyrissjóðanna ráða því hvort brýn hugmynd af þessu tagi fæst rædd við gerð þeirra kjarasamninga sem framundan eru? Höfundur er framkvæmdastjóri Búseta. a Lífland býður þér til bændafunda í samvinnu við Trouw Nutrition í Hollandi Boðið verður upp á veitingar Allir velkomnir Bændafundir Líf lands Fimmtudagur 28. nóvember 20:30 Hótel KEA, Akureyri Dagskrá · Niðurstöður heysýnagreininga. Samanburður við fyrri ár. · Notagildi helstu fóðurgrasa og áherslur í sáðvöruúrvali Líflands. · Bætt heilbrigði nautgripa með markvissari notkun bætiefna. · Kynning á nýjum fóðurblöndum og kjarnfóðurúrvali Líflands. Fyrirlesarar Gerton Huisman frá Trouw Nutrition í Hollandi ásamt ráðg jöfum Líflands. Hluti fyrirlestra fer fram á ensku, en verður þýddur jafnóðum. Verslanir: Lynghálsi, Reykjavík | Akureyri | Blönduósi Ráðgjafar: 540 1100 | lifland@lifland.is | www.lifland.is BENEDIKT SIGURÐARSON SIGRÚN DAÐADÓTTIR

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.