Akureyri


Akureyri - 21.11.2013, Blaðsíða 10

Akureyri - 21.11.2013, Blaðsíða 10
10 21. nóvember 2013 Opið frá 18:00 - s:461-5858 - www.bautinn.is Jólahlaðborð Fiskréttir Heitreyktur silungur með mangósósu Grafinn lax með dillsósu og brauðsnittum Lúxsussíld með rúgbrauði og eggi Marineraðar rækjur í mangó-chilisósu Kjötréttir Kaldur hamborgarahryggur með rauðbeðusalati Hangikjöt með kartöfluuppstúf Villibráðarpaté með rifsberjahlaupi Grafinn dádýravöðvi með trönuberjasósu Heitir réttir Grísapurusteik með heimalöguðu rauðkáli Glóðarsteikt lambalæri með kryddhjúp Villikryddaðar folaldamedalíur Sykurbrúnaðar kartöflur Steikt grænmeti Soðsósa Meðlæti Ferskt blandað salat með vínberjum og ristuðum fræjum Laufabrauð Desertar Ris ala mande með karamellusósu Marens ávaxta terta með súkkulaði Verð 5.500 kr. 22. 23. 29. 30. nóv 7. 13. 14. des 10 | SÓKNARFÆRI Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441 „Þróun á veiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets. Þegar veiðarfæri er þróað, annað- hvort frá grunni eða eldri gerðir veiðarfæra endurbættar, þá er í öll- um tilfellum unnið með skipstjórum fiskiskipa annars vegar og birgjum félagsins hins vegar. Það er megin markmið okkar að prófa þau veiðar- færi sem við þróum í tilraunatanki til að fá sem bestar niðurstöður um veiðarfærin áður en þau eru fram- leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri og Kári Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti en í október fór um 50 manna hóp- ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan- mörku þar sem ný dragnót og rækjutroll frá fyrirtækinu voru kynnt. Í hópnum voru innlendir og erlendir viðskiptamenn félagsins, ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor- gére og Garware Wall-Ropes og starfsmönnum Ísfells. Hægt er að segja að hópurinn hafi verið fjöl- þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís- landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan- mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska- landi, Kanada og Indlandi. Ný dragnót lítur dagsins ljós Starfsfólk Ísnets hefur undanfarna mánuði þróað nýja gerð dragnótar. Á meðan á þróunarferlinu stóð var verkefnið unnið í samstarfi við skip- stjóra á dragnótabátum. Megin markmiðið var að hanna alhliða dragnót sem væri létt í drætti og fari vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð áhersla á góða lárétta og lóðrétta opnun, styrk og góða endingu sem og einfaldleika í allri meðhöndlun. Meðal nýjunga í dragnótinni er ný gerð af neti frá Garware sem heitir SNG. Netið er ný kynslóð af Safír neti sem er mun sterkara og nún- ingsþolnara en hefðbundið PE net. Með þessu neti er hægt að hafa efnið grennra án þess að skerða styrk og endingu. Þá var möskvastærð einnig breytt frá hefðbundnum dragnótum til þess að létta hana í drætti og gera hana fisknari,“ segir Birkir en meðal annarra nýjunga má nefna breyting- ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu, höfuðlínu og fótreipi. „Viðbrögð skipstjóra, sem voru viðstaddir tankprófun á dragnótinni, voru strax jákvæð og nú þegar er bú- ið að panta hjá okkur dragnætur af þessari gerð. Það var samdóma álit viðstaddra að um vel heppnaða hönnun væri um að ræða sem von- andi á eftir að skila sér í auknu og hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir. Ísnet 2967 Lukkutroll Á undanförnum árum hefur Ísnet unnið að þróun á svokölluðu Luk- kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig- urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur- borgin hefur notað Lukkutroll frá árinu 2005 með ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið frá upphaflega trollinu sem var 2512 möskva. Nýjasta útfærslan af trollinu var svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til Hirtshals en um er að ræða 2967 möskva troll og segja þeir Birkir og Kári að mönnum hafi borið saman um að trollið liti mjög vel út í tanknum. Lukkutrollið hefur lengst af verið eingöngu úr Safírneti, en í nýja trollinu er auk þess notað hnútalaust Dyneema net til að létta það enn frekar í drætti. Í upphafi var Lukkutrollið tveggja grandara og er það ennþá valmöguleiki þó nýjasta útgáfan sé þriggja grandara. „Ísnet kynnti þetta troll á síðasta ári fyrir öðrum viðskiptavinum og hafa nokkur slík verið afhent undan- farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar, sem við mælum með á trollið, eru svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær líta út eins og golfkúlur á yfirborð- inu og eru hannaðar til að veita minna togviðnám. Þess má geta að trollið hefur ekki einungis gefist vel við rækjuveiðar heldur veiðir það grálúðu einnig vel en núorðið má hirða þann fisk sem kemur í rækjutroll með svokölluð- um yfirpoka. Það má því segja að Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek- ur bæði hátt og breitt og hægt er að fá í öllum stærðum,“ segir Kári. Ísnet 4200 Gigantus „breiðskafa“ til rækjuveiða Gigantus troll er einnig nýjung frá Ísneti og var það hannað í samstarfi við Selstad í Noregi. Meginmark- miðið við hönnunina segja Birkir og Kári að hafi verið hönnun á trolli sem væri fyrst og fremst breitt og létt í drætti en þyrfti ekki að taka neitt sérstaklega hátt. „Ísnet hefur þegar framleitt tvö Gigantus troll fyrir grænlenska rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau voru að stærstum hluta gerð úr Saf- írneti en þó var notað hnútalaust Dyneema í hluta af yfir- og hliðar- byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð- um árangri með þessi troll og en skipið dregur tvö 3960 möskva troll. Við veiðarnar hafa bæði verið notað- ir hefðbundnir botntrollshlerar eða flottrollshlerum.“ isfell.is Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki. Rækjutroll Gigantus, 4200 möska. Dragnót, 38 faðma. Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva. Dragnót, 38 fm í köstun. Ísnet: Ný hönnun á dragnót og Lukkutroll SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstidælur Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% AÐSEND GREIN BALDVIN RINGSTED SKRIFAR E ginn skandall Annað slagið heyrast raddir utan úr þjóðfélaginu um mikilvægi þess að efla verkmenntun. Slíkur góðvilji er okkur sem vinnum að þessum málaflokki kærkominn en oftar en ekki er slegið u af vanþekkingu. N nýverið var boðað til fundar innan atvinnulífsins hvar yfirskriftin var á þann veg að viðkomandi aðilar höfðu áhyggjur af lítilli aðsókn í verknám og þeirri spurn- ingu varpað fram hvort sá skortur hamlaði atvinnu- uppbyggingu á svæðinu. Það er skemmst frá því að segja að aðsókn í verk- nám við Verkmenntskólann á Akur- eyri er með miklum ágætum. Um 400 nemar stunda þar verknám af ý sum toga og má til dæmis nefna að árl g inntak nýnema á grunn- deild málm- og véltæknigreina er ríflega 60 manns. Aðrar grunndeildir eru einnig vel sóttar, það er helst að eftir séu nokkur pláss í bygginga- greinum en sá flokkur starfsgreina fór einna verst út úr hruninu og ekki von á öðru en að eitthvað hægði á nýliðun þar. Þar hefur samt verið ákveðinn st ígandi á undanförnum árum og útlitið er nokkuð gott. Þessar upplýs- ingar voru send- ar fréttamanni RUV í framhaldi af frétt um of- angreinda yfir- skrift en engin viðbrögð bárust frá fréttastofu allra landsmanna, enda ekki um neinn skandal að ræða. Fyrir kosn- ingar heyrist gjarnan að efla þurfi verknám en ég man ekki eftir að þær hugmynd- ir hafi verið út- færðar af nokkru viti. Slagorðið er engu að síður gott. Það má því greina velvilja úr ýmsum áttum en minna um efndir, minna um að þeir sem hæst hrópa kynni sér málin til hlítar. Iðnfræðsla og önnur starfs- menntun hefur staðið í skugga stóra bróður, menntaskólans og enn þykir mun fínna að hafa stúdentspróf en sveinspróf. Angar af þessu viðhorfi skjóta upp kollinum af og til og má t.d. nefna að þegar ljóst varð að Becromal kæmi með starfsemi til Akureyrar var þáverandi iðnað- arráðherra tíðrætt um kjörlendi staðsetningarinnar vegna nálægðar við Háskólann á Akureyri. Ekki var minnst einu orði á VMA þó svo að flestir iðnaðarmenn sem þar starfa hafa hlotið sína menntun við þá stofnun. Mér er ekki kunnugt um hversu margir þar hafa stundað nám við HA. Ef við víkjum að upphafsspurn- ingunni, hvort skortur á iðnaðar- mönnum á svæðinu skapi mönnunar- vandamál tel ég a það öndverða eigi frekar við í flestum greinum, þ.e. að atvinnulífið hafi ekki nógu mörg nemapláss fyrir starfsnám. Það er rífandi gangur í mörgum greinum og má t.d. nefna að stál- smiðaskortur hefur verið viðvarandi á svæðinu en VMA er samt sem áður með langflesta stálsmiði í námi af öllum framhaldskólum á Íslandi . Það tekur rúm 4 ára að fullnema stálsmið og hefur samstarf VMA og Slippsins verið afar farsælt og árangursríkt hvað það varðar. Það hefur meðal annars orðið til þess að fleiri stálsmiðir hafa lokið sveinsprófi á síðustu 3 árum en ára- tuginn þar á undan Aðrar greinar hafa margar hverjar þurft að tak- marka nemafjölda og án þess hluta námsins sem fram fer á vinnustöðum verður neminn ekki fullnuma. Hér er kjarni málsins: atvinnu- lífið og skólinn þurfa að vera sam- stíga í að kortleggja þörfina á fag- mönnum, það er of seint að kalla eftir fagmönn- um í einhverri grein ef þeir eiga að mæta í vinnu daginn eftir. Þegar hafa ver- ið stigin nokk- ur skref í átt til samstarfs og samræðu þessara aðila og er raun- in góð. Samstarf á fleiri sviðum er í burðarliðn- um og má ætla að það leiði til hnitmiðari sóknar innan hinna ýmsu sviða starfsmennta. Ef atvinnulíf og stjórnmála- menn vantar r a u n v e r u l e g áhyggjuefni að vinna úr má segja að alvarleg staða sé að koma upp í starfsmennta- geiranum vegna fjárveitinga til framhaldsskól- anna. Ekki fæst fé til endurnýj- unar tækjabún- aðar. Það segir sig sjálft að það er lítið vit í að kenna verðandi rafeindavirkjum að gera við myndbandstæki af því skólinn fær ekki að kaupa geislaspilara, svo tekið sé skiljanlegt en ósatt dæmi. Ör þróun í vélbúnaði, tölvustýr- ingar og framþróun í tækni hefur ekki náð inn í skólana þar sem ekki er til fjármagn til að kaupa litlar kennsluvélar. Við höfum brugðist við með því að leita til atvinnulífsins og fá sérfræðinga til að kenna á þess- ar vélar en það er skammtímalausn vegna neyðar. Það væri fróðlegt að fá yfirlýsingar um þessa vá innan starfsmenntageirans og viðbrögð við henni frá velunnurum þessa mála- flokks. Höfundur er kennslustjóri tæknisviðs VMA BALDVIN RINGSTED Fyrir kosn- ingar heyrist gjarnan að efla þurfi verknám en ég man ekki eftir að þær hugmyndir hafi verið útfærðar af nokkru viti

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.