Akureyri


Akureyri - 21.11.2013, Page 14

Akureyri - 21.11.2013, Page 14
14 21. nóvember 2013 TILBOÐ - GESTAHÚS 36 m² kr. 2.500.000,- án fylgihluta. kr. 2.800.000,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is Tvö svefnherbergi 5,1 m2 og 7,7 m2 og 3 m2 baðherbergi,18 m2 alrými og 11 m2 yfirbyggð verönd. 70 mm bjálki / Tvöföld nótun volundarhus.is · Sími 864-2400 Vel valið fyrir húsið þitt RÝMINGARSALA -ÚTSALA Á GARÐHÚSUM VH /1 3- 05 34 mm bjálki / Tvöföld nótun GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Allt að 20% afsláttur líka af öðrum garðhúsum sem til eru á lagerAllt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is 34 mm bjálki / Tvöföld nótun 34 mm bjálki / Tvöföld nótun Verð nú kr. 289.900 - áður kr. 339.900 TILBOÐ - GARÐHÚS 8,5 m² Verð nú kr. 259.900 - áður kr. 329.900 Verð nú kr. 179.900 - áður kr. 279.900 TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7 m² www.volundarhus.is 34 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 7,2m² AÐSEND GREIN SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & NJÁLL TRAUSTI FRIÐBERTSSON Saga Kaffi Bjarkar Vorið 2011 ákvað Akureyrarbær að bjóða út rekstur kaffihúss í Lysti- garðinum. Umsóknir voru undir nafnleynd og bárust alls fjögur til- boð í reksturinn. Tilboði frá einka- hlutafélagi í eigu okkar undirritaðra var tekið. Fasteignir Akureyrar (FA) óskuðu í sínu útboði eftir tilboðum í leigu á fermetra. Það er hversu háa leigu tilboðsgjafar voru tilbúnir að bjóða í hvern fm í húsinu. Okkar til- boð hljómaði upp á 2.784kr/fm. Það er samtals 417.600kr í mánaðarleigu. Í framhaldinu var hafist handa við að hanna húsið. Tilboð til byggingaraðila voru síðan opnuð í desember 2011. Þá kom í ljós að tilboðin voru hærri en reiknað var með í kostnaðaráætlun fyrir verkið. Það var sem sagt búið að hanna of dýrt hús. Skilaboðin sem við fengum hjá FA í framhaldinu voru að það yrði ekki hægt að fara í ver- kefnið nema að við hækkuðum við okkur leiguna og ýmislegt annað yrði sparað sem átti að vera hluti af leig- unni. Sumt af því sem FA sparaði við framkvæmdina lenti síðar í ferlinu sem kostnaður á okkur leigutakana. Á þessum tíma var búið að setja rúmar 5 milljónir í hönnun hússins. Þarna var komið að einum erf- iðasta tímapunktinum í þessu ferli. Það er hvort við ættum að taka á okkur auknar byrðar í gegnum leig- una eða hætta við allt saman. Bærinn var ekki tilbúinn að standa við sinn hluta sem var að reisa hús sem við myndum leigja fyrir þann pening sem við höfðum boðið á sínum tíma. FA voru greini- lega til í að hætta við verkið þegar þarna var komið og kostnaður af framkvæmd- inni yrði þar með afskrif- aður eða rúmar 5 milljónir sem þá þegar var búið að setja í hönnun hússins. Á þessum tímapunkti gerðum við okkar stærstu mistök í öllu þessu ferli, það er að halda áfram. FA ætluðu greinilega ekki að axla neina ábyrgð á sínum þætti sem var að koma upp húsi sem leigugreiðslur upp á rúmlega 400.000kr stæðu undir. Sú leiga er há í öllu samhengi við húsaleigu á Ak- ureyri á sama tíma. Í framhaldinu af þessu hækkaði leigan mikið þannig að í dag er hún tæplega 600.000kr á mánuði eða um 3.300kr á fm. Það er einnig ljóst að rekstrar- áætlunin stóðst ekki heldur miðað við þær væntingar sem voru uppi varðandi sölu á veitingum til er- lendra ferðamanna. Þá kannski sérstaklega af farþegum erlendra skemmtiferðaskipa sem sækja bæ- inn heim. Það sem var aftur jákvætt er hversu vel heimamenn hafa sótt kaffihúsið og Lystigarðinn. Það hefur verið langmikilvægasti við- skiptamannahópurinn. Einnig var ánægjulegt að heyra að heimamenn sem höfðu ekki sótt garðinn heim jafnvel í áratugi voru farnir að mæta í hann með tilkomu kaffi- hússins. Við teljum algjör- lega ljóst að húsið hefur styrkt garðinn í sessi sem einn helsti viðkomustað- ur ferðamanna sem sækja Akureyri heim. Aldrei áður hefur verið rekin veitinga- sala í Lystigarðinum en í útboðsgögnum er sagt að um 100.000 gestir sæki garðinn heim á hverju ári. Í dag er ljóst að sú tala er ekki rétt. Við unnum allar okkar áætlanir miðað við þær aðsóknartölur. Þetta hefur vissulega haft áhrif á afkomuna. Í samskiptum okkar við bæinn var talað um að göngustígur í gegnum garðinn yrði ruddur og aðgengi að húsinu yrði greitt árið um kring. Snjómokstri og hálkuvörnum var illa sinnt af bæj- arins hálfu, aðgengi að húsinu varð takmarkað og erfitt sem aftur kom niður á nýtingu hússins og aðgengi gesta að því og skapaði það mikil vandamál í rekstrinum. Í lok september höfðu undirritað- ir samband við FA og vildum við fara í gegnum þá stöðu sem væri kom- in upp. Við áttum fund með fram- kvæmdastjóra FA og fórum í gegnum þessi mál, þar á meðal það leiguverð sem væri á húsinu. Ekki var annað að heyra á framkvæmdastjóran- um að hann hefði fullan skilning á málinu. Í kjölfarið ætlaði hann að ræða við formann stjórnar FA og leggja fram hugmyndir fyrir stjórn FA. Okkar skilningur var síðan að framkvæmdastjórinn myndi hafa samband við okkur um framhaldið en heill mánuður leið. Það var ekki fyrr en örfáum dögum fyrir stjórn- arfund í stjórn FA 1.nóvember síð- astliðinn að hann hafði samband og óskaði eftir punktum frá okkur vegna málsins, það átti ekki að vera formlegt bréf. Við urðum að sjálf- sögðu við þeirri beiðni og sendum framkvæmdastjóra FA punktana í tölvupósti. Okkur til undrunar virðist þessi tölvupóstur vera orðin undirstaðan í frétt Akureyri viku- blaðs um málið. Málefni þar sem leigutaki hjá FA á í samningum við félagið um sín leigumál. Við viljum árétta það hér að við höfum hvorki greitt okkur krónu í arð né laun í þessu ferli. Hins vegar berum við umtalsvert tap eða vænt- anlega um 12-15 milljónir af þessu ævintýri. Okkar ósk var að klára þetta með þeim hætti að við stæðum í skilum við okkar birgja og engir stæðu eftir með ógreidda reikninga og bregðast þannig við áður en í óefni væri komið. Að einhverju leyti má kannski segja að þetta sé frekar óvenjuleg leið miðað við hvað hefur verið hefð- bundið á Íslandi. Í stuttu máli við berum tjónið sjálfir. Aðrir munu ekki bera skaða af málinu. Trúnaðarbrestur af hálfu bæjar- ins gerði það að verkum að við eigum engan annan kost en að taka skellinn. En húsið er risið og óskum við vænt- anlegum rekstraraðilum velfarnaðar í rekstrinum. Jafnframt þökkum við viðskiptavinum, gestum og þeim sem unnu með okkur fyrir frábær kynni á þessum tíma í Kaffi Björk. Njáll Trausti Friðbertsson viðskiptafræðingur Sigurður Guðmundsson verslunarmaður Trúnaðarbrestur af hálfu bæjarins gerði það að verkum að við eigum engan annan kost en að taka skellinn. Bærinn var ekki tilbúinn að standa við sinn hluta sem var að reisa hús sem við myndum leigja fyrir þann pening sem við höfðum boðið á sínum tíma. NJÁLL TRAUSTI FRIÐBERTSSON SIGURÐUR GUÐMUNDSSIN

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.