Akureyri


Akureyri - 21.11.2013, Qupperneq 22

Akureyri - 21.11.2013, Qupperneq 22
22 21. nóvember 2013 Berum ábyrgð á eigin heilsu Tilgangur fundarins er að upplýsa og fara yfir þá stöðu sem blasir við á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands vegna frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014, þar sem lagt er til að fjármagn til HNLFÍ vegna þjónustusamninga verði skorið verulega niður umfram aðrar endurhæfingarstofnanir Kynningarfundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti Boðið verður upp á ljúffenga sjávarréttasúpu og brauðt Dagskrá fundarins: Setning fundar: Sigrún Jóna Daðadóttir, formaður NLFA Fundarstjóri: Geir Jón Þórisson, varaforseti NLFÍ Erindi flytja: Ingi Þór Jónsson markaðsstjóri HNLFÍ Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á HNLFÍ Gunnlaugur K. Jónsson, forseti NLFÍ Náttúrulækningafélag Akureyrar býður til opins kynningarfundar um málefni Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands, í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 23. nóvember. kl. 11:45 Opinn kynningarfundur um málefni HNLFÍ í Hofi 23. nóv. kl. 11:45 www.nlfi.is - nlfa@simnet.is Náttúrulækningafélag Akreyrar Akureyrsk ungstjarna Akureyrsk stúlka í 6. bekk, Eik Har- aldsdóttir, hampaði í síðustu viku sigurlaunum í Lundarskóla þegar Gunnar Helgason leikari tilkynnti henni fyrir framan starfsfólk og nemendur að hún hefði sigrað í söng- keppninni „Jólastjarna Björgvins“. Leitin að stjörnunni er kennd við Björgvin Halldórsson og fær Eik að koma fram í desember með öðrum (og fram að þessu þekktari) söng- stjörnum í tvígang á stóru sviði. „Ég trúði þessu ekki alveg strax, en svo varð ég bæði hissa og ánægð því ég bjóst ekki við að vinna,“ segir Eik. Tíðindin komu henni tímabund- ið úr jafnvægi en svo söng hún eins og ekkert hefði í skorist fyrir allan skólann. „Ég tók þátt í Jólastjörnunni í fyrra en komst ekki þá áfram og var strax ákveðin að taka þátt aft- ur,“ segir Eik. Það mátti þó litlu muna að hún missti af tækifærinu í ár, því aug- lýsingin fór næstum framhjá fjöl- skyldunni og var myndband sem stóra systir tók upp af söng hennar sent inn á síðustu stundu. „Ég reyndi bara að gera mitt besta,“ segir Eik, sem söng sig inn í hjörtu dómnefnd- ar með laginu Þar sem allt grær úr söngleiknum Litlu hryllingsbúðinni. Haraldur Þór Eglsson, minjasafn- vörður á Akureyri og faðir Eikar, segir að fjölskyldan hafi orðið bæði hissa og glöð þegar kom í ljós að unga stúlkan hafði komist í úrvals- hóp 10 stelpna af 500 þátttakendum. „Það var í sjálfu sér mikill sigur,“ segir Haraldur. Þá þurfti Eik að velja sér jólalag með íslenskum texta en jafnframt átti hún að læra íslenskan texta við lagið Ben eftir Michael Jackson og aðeins 4 dagar til stefnu. Eik var hins vegar alveg ákveðin í að velja „öðruvísi“ lag og varð Majone- sjól með Bogomil Font fyrir valinu. Svo var sungið alla daga fram að áheyrnarprufunni. Í henni skemmti Eik sér konunglega og fannst það bara lítið mál að standa fyrir framan atvinnusöngvara og mikið stuð að syngja með með leikaranum Pálma Sigurhjartarsyni. „Ég bjóst ekki við að vinna, vonaði það en hugsaði samt ekki mikið um það. Mig langaði bara að taka þátt í keppninni. Þetta verður bara ævin- týri. Ég fæ að prófa að syngja á risa- stóru sviði með öllum stjörnunum fyrir framan fullt af fólki. Tvisvar,“ segir Eik. Eik segist ætla að kaupa sér dag- bók til að skrifa niður ævintýrið „svo hún muni það alla ævi“. En bannski er ævintýrið bara rétt að hefjast? a Ég tók þátt í Jólastjörnunni í fyrra en komst ekki þá áfram og var strax ákveðin að taka þátt aftur FJÖLSKYLDAN Á GÓÐRI stundu skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir. EIK HARALDSDÓTTIR ER Jólastjarnan 2013. Hún fær að koma fram með Björgvini Halldórssyni og mörgum öðrum þekktum stórstjörnum fyrir jólin. Völundur

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.