Akureyri


Akureyri - 21.11.2013, Page 24

Akureyri - 21.11.2013, Page 24
V I K U B L A Ð – N O R Ð U R L A N D21. nóvember 201344. tölublað 3. árgangur T A X F R E E J A F N G I L D I R 2 0 , 3 2 % V E R Ð L Æ K K U N . G I L D I R A Ð E I N S Á Ú L P U M D A G A N A 2 1 . – 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 3 . TAX FREE DAGAR 21.-24. NÓVEMBER Tax free AF ÖLLUM ÚLPUM INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. Erum á Vetrarhátí ðinni á Baldursn esi í gamla Eu ropris hús inu við hliðina á BYKO Flottar úlp ur frá MCKINLEY , DIDRIKSO NS, ETIREL OG FIREFLY 13.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI | AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS UM DAGINN OG VEGINN SILJA BJÖRK SKrIFAr Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem viðkemur rafhitun. Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is KYNFRÆÐSLA 101 Ég man eftir vandræðalegasta grunnskólatíma lífs míns. Fimmti bekkur, náttúrufræðistofan og dönsk heimildarmynd um versta til- finningarússíbana ævi okkar allra - kynþroskaskeiðið. Skilaboðin voru skýr og einföld: hormónar gera allt vitlaust, stelpum blæðir út og strák- ar verða djúpraddaðir. Myndin, sem var gjörsamlega barn síns tíma þegar ég sá hana fyrir rúmum áratug, var eina kyn- fræðslan sem ég fékk í grunnskóla. Öll önnur vitneskja sem ég tileink- aði mér kom frá áreiðanlegri upp- sprettu netheimanna. Ekkert var rætt um eðlilega kyn- hegðun eða hvað það er að vera kyn- vera. Aldrei var fjallað um það hvað væri í lagi og hvað ekki – allaveg- anna ekki í fleiri orðum en „aldrei gera neitt sem þú vilt ekki gera“. Ég vissi ekkert um flóru kynsjúkdóma fyrr en í menntaskóla þegar flestir jafnaldrar mínir voru löngu farnir að stunda kynlíf, það þótti vand- ræðalegt að kaupa smokka og enn verra að versla dömubindi! Þetta þótti mér miður í grunn- skóla og þykir enn. Forvarnirnar fólust í því að skella mynd í tækið, tala niður til okkar eins og smá- barna og sópa óþægilegu restinni undir teppið. Með þessar örlitlu upplýsingar fórum við beint heim á netið og svo undrar eldri kynslóðin sig á tilurð „klámkynslóðarinnar“... Fyrirgefðu, en þið sögðuð okkur aldrei neitt! Ættum við ekki að taka okkur saman í andlitinu og hætta að fela þennan eðlilega hlut fyrir börnum og unglingum? Þau eru ekki vitlaus. Kyn- lífið er allstaðar, undan því verður ekki komist. Og er ekki betra að strákarnir viti allt sem vita þarf um tíðahringinn og stúlkur viti allt sem vita þarf um sæðisfrumur áður en þau klæða sig úr? Er ekki betra að anda djúpt, ræða þetta óþægilega mál og senda unglingana okkar út í samfélag- ið með fullmótaðar og heilbrigðar hugmyndir um lystisemdir kynlífs- ins? Jú, það held ég.

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.