Morgunblaðið - 29.10.2013, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2013
2 BÍLAR
Þ
að fer ekki endilega
saman að hafa óbilandi
áhuga á bílum og um-
ferð og umferðarmenn-
ingu. Sú er hins vegar raunin
hjá Júlíusi Vífli Ingvarssyni, odd-
vita Sjálfstæðismanna í Reykja-
vík.
Hann hefur lengi verið með
bíladellu á alvarlegu stigi en
núna, segir hann, eru umferð-
armálin honum ofarlega í huga.
Það á við um umferðarmenn-
ingu, umferðaröryggi og um-
ferðarflæði. Eitt og annað hefur
verið gert til að auka umferð-
arör-yggi, meðal annars á höf-
uðborgarsvæðinu en það þarf
meira til en verklegar breyt-
ingar. „Fyrst og fremst verðum
við auðvitað að líta í eigin barm.
Við verðum fyrst og fremst að
sýna ábyrgð,“ segir Júlíus Vífill.
Of margar hraðahindranir
Brugðist hefur verið við hrað-
akstri og glannaskap með því
að koma upp hraðahindrunum
og fleira sem hindrar að öku-
menn geti látið gamminn geysa.
„Ég tel það geta verið gott víða
en víða hafa menn far-ið allt of
langt. Til eru ýmis úrræði sem
nýtt eru víða um heim sem við
höfum einhvern veginn ekki
horft til.“
Í nýlegri skýrslu sem sjá má á
vef Vegagerðarinnar kemur fram
að hraðamyndavélar skili betri
ár-arangri en hraðahindranir,
auk þess sem þær eru hag-
kvæmari.
Að mati Júlíusar Vífils mætti
nýta hraðamyndavélar skyn-
samlegar en gert er í dag. „Það
myndi vera betri lausn því þær
auðvitað refsa þeim sem á að
refsa en ekki öllum, eins og
krappar hraðahindranir gera,
þannig að þeir sem aka á venju-
legum og skynsamlegum hraða
verða líka að fara yfir hraða-
hindranir en myndu vera lausir
við það til dæmis ef upplýsingar
birtust á upplýsingaskyltum um
hættur framundan,“ segir hann
og bætir við að ekki væri úr vegi
að upplýsingar væri að finna um
það, þegar ekið er á milli rauðra
ljósa í miðbænum, að með því
að aka hægar slyppi bílstjórinn
við að stoppa á rauðu ljósi.
Þar sem væru „grænar línur“
á milli ljósa væri að finna upp-
lýsingar eða eitthvað sem gefur
ökumanni vísbendingu um það.
Þetta hefði ekki eingöngu
betri áhrif á bílinn sjálfan heldur
umhverfið því ef sífellt er verið
að taka af stað, gefa í og
bremsa eyðir bíllinn meira elds-
neyti og mengar þar af leiðandi
meira.
„Sá sem er til dæmis að aka
úr Grafarvogi, frá Strandvegi og
niður í Skeifu, ekur sömu vega-
lengd og sá sem fer frá Ána-
naustum og í Skeifuna. En sá
sem ekur ofan úr Grafarvogi
eyðir um 30% minna eldsneyti
af því að hann ekur í beinni línu,
án þess að stöðva. Þar eru mis-
læg gatnamót og hann þarf
hvergi að stoppa á meðan sá
sem kemur úr Vesturbænum
þarf að stoppa á einum átta
stöðum,“ segir Júlíus Vífill.
Færri teppur og betra flæði
Þó svo að ekki sé hægt að
setja upp mislæg gatnamót alls
staðar er hægt að gera eitt og
annað til að umferðin gangi
greiðlega fyrir sig og bílstjórar
nái að halda jöfnum hraða. Júl-
íus Vífill er sannfærður um að í
borginni megi ganga enn lengra
til að auka flæðið, til dæmis á
morgnana þegar umferðaröng-
þveiti verður víða. „Þá eru eig-
inlega tómar akreinarnar í aust-
urátt á Miklubrautinni á meðan
akreinarnar í vesturátt eru full-
ar. Væri ekki mögulegt að taka
eins og aðra akreinina í austur-
átt og nýta hana til að aka í
vestur? Við sjáum þetta víða er-
lendis, að það sé verið að skipta
akreinum eftir tímum dags
þannig að ákveðinn hluta dags-
ins hefurðu tvær akreinar en
þrjár þegar meiri þungi er.“
Þetta þarf ekki að vera flókið í
framkvæmd. Erlendis er gjarnan
notast við rafræna stýringu sem
gerir þetta býsna auðvelt því þá
er hægt að stýra þessu utan úr
bæ.
Hugmyndirnar eru margar og
byggja flestar á góðu upplýs-
ingaflæði og dálítilli breytingu á
hugsunarhætti ökumanna.
Hættulegustu gatnamótin
Í Reykjavík eru flest hættuleg-
ustu gatnamótum landsins. Júl-
íus Vífill telur góðar líkur á að
draga megi verulega úr slysa-
hættu með markvissum aðgerð-
um. „Hættulegustu gatnamótin
eru ljósastýrð gatnamót eins og
Grensásvegur–Háaleitisbraut og
Kringlumýrarbraut á Miklubraut-
inni og það eru þessi gatnamót
sem við þurfum að horfa sér-
staklega til. Auðvitað væri æski-
legt að þarna væru mislæg
gatnamót.“
Það kemur á óvart að umferð-
arþyngstu gatnamót landsins
eru ekki á meðal þeirra hættu-
legustu. Á hverjum sólarhring
fara 180.000 bílar um gatna-
mótin á Sæbraut og Miklubraut.
Þar fara tvöfalt fleiri um en á
Kringlumýrarbraut og Miklubraut
en eftir sem áður verða þar
sjaldan alvarleg slys. Þau eru
ekki ljósastýrð. „Gallinn við
ljósastýrð gatnamót er sá að
ökumenn aka oft hratt í gegnum
þau af því að þeir treysta því að
allir aðrir séu vakandi yfir því
sem þeir eru að gera. Það er
sérstaklega hættulegt þegar
menn sjá græna ljósið fram-
undan og fara að gefa í til að
vera öruggir um að ná yfir á
grænu ljósi.“
Með þetta til hliðsjónar má sjá
hverju upplýsingaskilti myndu
breyta. „Hafðu engar áhyggjur,
þú nærð grænu ljósi. Aktu bara
varlega. Það er nægur tími. Aktu
bara á fjörutíu og þú munt ná
þessu!“ segir Júlíus Vífill um
mögulega útfærslu á hugmynd-
inni. Það er ljóst að umferð-
ardellan er komin til að vera hjá
honum og fer hún vel með bíla-
dellunni sem hefur nú þegar náð
hámarki hjá Júlíusi Vífli Ingv-
arssyni.
malin@mbl.is
Ökuþórinn Júlíus Vífill Ingvarsson
Með ólæknandi umferðardellu
Morgunblaðið/RAX
Júlíus Vífill hefur lengi verið með bíladellu á alvarlegu stigi en núna eru umferðarmálin honum ofarlega í huga að eigin sögn. Það á við um umferðar-
menningu, umferðaröryggi og umferðarflæði. „Fyrst og fremst verðum við auðvitað að líta í eigin barm. Við verðum fyrst og fremst að sýna ábyrgð.“
Morgunblaðið/Kristinn.
Sýnt hefur verið fram á að árekstrum fækkar þar sem mislæg gatnamót
eru gerð þar sem umferð er mikil. Þau vill Júlíus Vífill sjá á mótum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar.