Morgunblaðið - 29.10.2013, Page 6

Morgunblaðið - 29.10.2013, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2013 6 BÍLAR H vert árið á fætur öðru að undanförnu hefur bílasala aukist hjá frændum okkar Dön- um. Hafa þeir að þessu leyti skorið sig úr í Evrópu ásamt Bretum en annars staðar hafa bílaframleiðendur upplifað sam- drátt í sölunni. Ein helsta skýringin á þessu er að Danir hafa brugðist miklu fljótar við kreppunni en aðrir og verið fyrri til að skipta yfir á smábíla. Og þar hjálpar til afar hörð verðsamkeppni á smábíla- markaði milli framleiðenda. Þannig má í dag kaupa bíl í minnsta flokki fyrir um 70.000 krónur danskar– um 1,5 milljónir íslenskra – en sambærilegur bíll kostaði langleiðina í tvöfalt meira fyrir þremur til fjórum ár- um, eða um 130.000 danskar krónur. Að sögn danskra fjöl- miðla skýrist verðlækkunin að hluta til af lægri gjöldum og skattafsláttum og ennfremur af því að bílainnflytjendur hafa lækkað þóknun sína og álögur á innflutningsverðið. Auk þessa kemur það kaupendum til góða að smábílarnir eru mun spar- neytnari en áður og rekstr- arútgjöld því minni. Er nú svo komið að verðstríðið er ekki einungis bundið við smá- bílaflokkinn, það er farið að teygja anga sína til stærri og dýrari bíla. Reið Citroën á vaðið og bauð C3-bílinn með loftræst- ingu, rafhitun í sætum og nauð- synlegasta öryggisbúnaði á rétt undir 120.000 krónum eða um 2,6 milljónir íslenskra. Nú kostar Peugeot 208 10.000 krónum meira en það er svipað verð og var á hinum mun minni Peugeot 107 fyrir ári. Eru þessir minni bílar því að komast í verði niður í sama flokk og smábílarnir. Má nefna að Mazda 2 og Kia Rio má fá fyrir sama verð og Citroën C3, um 120 þúsund krónur, og Honda Jazz hlaðinn búnaði hefur hríð- lækkað í verði, kostar 135.000 krónur, eða um þrjár milljónir ís- lenskar sléttar. Svona má áfram halda. Í hitt- iðfyrra, 2011, kostaði til að mynda Nissan Qashqai í grunn- útgáfu 281.990 krónur. Í dag kostar sá bíll 219.990 krónur, eða 4,8 milljónir íslenskra. Verð- lækkunin nemur því um 22%. Þar sem Qashqai er með einna mesta markaðshlutdeild í sínum flokki svaraði Suzuki með því að bjóða hinn nýja Suzuki SX4 S- Cross á nákvæmlega sama verði. Í millistærðarflokki er Mazda mætt til leiks með hinn nýja Mazda 3. Grunnverðið á honum er rétt undir 200.000 krónum sem er lægra verð en á Mazda 2, sem kostar 215.000 kr. Sett var met í bílasölu í Dan- mörku í fyrra og vöxturinn hefur haldið áfram í ár. Nam aukningin um 4,8% í nýliðnum september miðað við mánuðinn áður. Eins og fyrr segir seljast ofursmáir bílar best. Sex af hverjum 10 seldum skipa þann flokk sem er aukning frá í fyrra er 5 af hverj- um tíu voru úr flokki míkróbíl- anna. Bílasala eykst með hverjum mánuðinum í Danmörku Bílverðið keyrt niður í harðri samkeppni N ýi Suzuki SX4 S-CROSS- jepplingurinn er í hópi öruggustu bíla í Evrópu, samkvæmt nið- urstöðum úr nýjustu árekst- urskönnun Euro NCAP. Hann fékk fullt hús stiga, fimm stjörnur, og var meðal stigahæstu bíla sem fengu fimm stjörnur í prófuninni. SX4 S-CROSS kom sérstaklega vel út úr þeim þætti prófunarinnar sem snýr að öryggi gangandi veg- farenda. Hann fékk hámarks- einkunn í þessum nýja þætti í prófun Euro NCAP sem fyrst var framkvæmdur á þessu ári. Í prófun Euro NCAP er nú gefin ein stjarna fyrir heildarútkomu og hámarkseinkunn er fimm stjörnur. Fjöldi stjarna endurspeglar árang- ur bílsins á fjórum sviðum; vernd fyrir fullorðna farþega, börn, veg- farendur og öryggisstoðkerfi. Yfirbygging og öryggisbúnaður fyrir farþega í SX4 S-CROSS bjóða upp á hámarksvernd í hættulegum akstursaðstæðum sem upp kunna að koma. Bíllinn er hannaður til að upp- fylla núgildandi og væntanlega ör- yggisstaðla. Nýr SX4 S-CROSS er með svo- nefndri TECT-tækni Suzuki (Total Effective Control Technology) sem felur í sér litla þyngd og að- lögunarhæfni sem dregur úr áhrif- um áreksturs á farþegarýmið. Yf- irgripsmikil notkun á þanþolnu hástyrktarstáli í lykilþáttum yf- irbyggingarinnar dregur úr þyngd hennar og eykur árekstursþol bílsins umtalsvert. njall@mbl.is Nýr Suzuki SX4 S-CROSS Fær fimm stjörnur í ör- yggisprófun Euro NCAP Suzuki SX4 S-CROSS fær 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP og var meðal stigahæstu bíla sem fengu 5 stjörnun í prófuninni að þessu sinni. N ú þurfa þeir sem áhuga hafa á að leigja of- ursportbíla til lengri eða skemmri ferðalaga ekki að leita mjög langt til að láta drauminn rætast. Þar sem slíkir bílar eru ekki til leigu á Íslandi þarf aðeins að bregða sér til Skotlands, en þangað er innan við tveggja stunda flug. Í stað þess að láta sportbíla sína safna ryki í bílskúrum hefur fyrirtæki í Edinborg fundið ráð til að afla tekna upp í þann kostnað sem á bílana fellur hvort sem þeim er ekið eður látnir standa óhreyfðir í bílskúrum. Svar Pixo Mondial er útleiga og hefur fyr- irtækið viðað að sér alls 49 sportbílum í eigu auðugra á Ed- inborgarsvæðinu. Þar á meðal eru ofurbílar frá Ferrari, Lamborghini, Mercedes, Bentley og Porsche. Eigandi þeirra fær sinn skerf af leigu- gjaldinu og fær því upp í kostnað sinn vegna geymslu og viðhalds. Þeir sem ekki hafa efni á svona ofurbílum geta sem sagt látið drauminn um að keyra slíkan bíl engu að síður rætast; í Skot- landi. Til þess að fá bíl leigðan hjá Pixo Mondial þurfa menn að hafa haft bílpróf í fimm ár hið minnsta og vera nógu múraðir til að geta reitt fram fyrirframgreiðslu vegna leigunnar. Til marks um kostnað við spretti í bílunum kostar þriggja daga leiga Porsche 911 299 sterlingspund eða tæplega 60 þúsund krónur. Öllu dýrara verður að setjast undir stýri Ferrari 430, dag- gjaldið fyrir hann er 899 pund, um 180 þúsund krónur. Vilji menn glæsileika á viðráðanlegra verði stendur til boða Mercedes Benz E250 blæjubíll á 99,99 pund á dag eða 20 þúsund krón- ur. Já og líka Range Rover Vogue Autobiography á 149,99 pund eða 30 þúsund krónur. Í næsta þrepi er svo Mercedes G Wagon á 200 pund á dag eða 550 pund í þrjá daga um helgar. En eftir því sem ofar dregur þarf meira að vera í buddunni. Til að mynda kostar sólarhringurinn á Porsche Carrera GT 1999 pund , tveir sólarhringar í miðri viku 3.499 pund og þriggja daga leiga um helgar rýrir pyngjuna um 4.999 pund, eða milljón króna. Áhugamenn um Lamborghini þurfa ekki að lifa við draumóra, þeir geta svalað löngun sinni á klassískum Gallardo fyrir 799 sólarhringinn, í tvo virka daga fyrir 1.499 pund eða 2.000 pund í þrjá daga um helgar. agas@mbl.is Óhreyfðum ofurbílum loks hleypt á skeið AFP Ríkir Skotar eru farnir að leigja út lúxusbílana sína. Ekki ætti að reynast erfitt að finna leigutaka fyrir bíla eins og þennan Porsche 918 Spyder. Ríkir Skotar leigja ofurbílana sína út Bilasmáauglýsingar TRÚLOFUNAR- OG GIFTINGAHRINGAR Auk gullhringa eigum við m.a. titanium og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, fram- leiðsla og viðgerðarþjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is SKRÁÐU BÍLINN FRÍTT OG FÁÐU FRÍA AUGLÝSINGU! Söluhæsta netbílasala landsins. 25% afsláttur af sölugjöldum. Frí auglýsing í Morgunblaðið. www.netbilar.is, Hlíðasmára 2, sími 588 5300. F rakkar binda bagga sína ekki sömu hnút- um og flestir aðrir og sumir segja þá sérfræðinga í undanþágum. Þannig er til dæmis mögulegt að fá að keyra bíl þar í landi þótt viðkomandi sé í raun próflaus. Til þess að svipting ökuréttinda á grunni tap- aðra skírteinispunta hafi ekki öfugsnúnar afleið- ingar í för með sér hafa fleiri og fleiri dómarar gripið til þess ráðs að endurvekja svonefnt „hvítaleyfi“ svo menn geti undir vissum kring- umstæðum áfram ekið þótt sviptir séu ökurétt- indum. Þetta byggist á sérstökum neytenda- rétti, að því er málafærslumaðurinn Remy Josseaume, segir við franska dagblaðið Le Fig- aro. Hann er jafnframt formaður bílafélags franskra lögmanna. Til að virkja þennan rétt sinn, að hans sögn, verða ökumenn sem í hlut eiga að kæra svipt- inguna til lögreglunnar til sérstakra stjórn- sýsludómstóla og fá hana ógilta á grundvelli neyðarréttarins. Viðkomandi verður að geta sýnt fram á með gögnum, að mjög sérstakar aðstæður hans, ekki síst í atvinnu, kalli á að hann fái áfram að aka bíl. Dómari tekur afstöðu til þess á grundvelli alvarleika brota sem leiddu til sviptingar og verður skírteinissviptur bílstjóri því aukinheldur að geta gert sviptinguna laga- lega tortryggilega. Séu þessar forsendur uppfylltar getur dómari – og það gera þeir í vaxandi mæli – frestað sviptingarákvörðuninni meðan málaferli vegna hennar standa yfir. Þau gætu dregist á langinn, jafnvel til nokkurra ára. agas@mbl.is Frakkar binda bagga sína ekki sömu hnútum og flestir Hægt að keyra próflaus í Frakklandi AFP Hvort þessum nýju Peugeot-bílum sem bíða nýrra eigenda verður ekið án bílprófs er óvíst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.