Morgunblaðið - 29.10.2013, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2013
BÍLAR 7
• Stýrishlutir
• Pakkningas
• Ventlar
• Vatnsdælur
• Tímareimar
• Knastásar
• Legur
• Stimplar
Varahlutir sem þú
getur treyst á!
ett
Sími: 577 1313 | Tangarhöfða 13 | kistufell.com
VARAHLUTAVERSLU
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
N
Túrbínur í flestar gerðir bíla
Frábært verð
- örugg bifreiðaskoðun um allt land
OKT.
SKOÐUN
ARMÁN
10
Þú gætir eignast
nýjan Spark ef þú drífur
bílinn í skoðun!
Þeir sem koma með bílinn í skoðun fyrir lok dags þ. 22. des.
eiga möguleika að eignast stórglæsilegan Chervolet Spark
sem verður dreginn út þ. 23. des. 2013.
Aðalvinningur er splunkunýr Chevrolet Spark árg. 2014
HAPPDRÆTTI
E
igendur Mercedes-Benz-
og Volkswagen-bíla í
Þýskalandi hafa eiginlega
veitt framleiðendum
þessara bíltegunda ofanígjöf. Í
nýrri könnun kom í ljós að þeir eru
ekki ýkja ánægðir með bíla sína.
Öðru máli gegnir um eigendur
tveggja annarra eðalbílgerða,
BMW og Audi. Samkvæmt nið-
urstöðum könnunarinnar trónir
BMW í efsta sæti á ánægjuvog bíl-
eigenda og Audi er í öðru sæti. Má
því segja að þýskur eigandi BMW
sé ánægður bíleigandi.
Fyrir könnuninni, sem fram fer
árlega, stendur félag þýskra bif-
reiðaeigenda, ADAC. Frá í fyrra
hefur Mercedes fallið úr fjórða
sæti í það sjötta og Volkswagen úr
sjöunda í níunda.
Í fyrra urðu BMW og Audi einnig
í efstu tveimur sætunum á
ánægjuvoginni. Þjóðverjar sem
eiga Honda og Toyota eru einnig
tiltölulega ánægðir með bíla sína
og það sem bíleigninni fylgir því
þessar gerðir urðu í þriðja og
fjórða sæti í ár. Í þriðja sæti í fyrra
varð Mini, sem er í eigu BMW, en
er í ár í fimmta sæti.
Útkoma Mercedes-Benz kemur
á óvart því fyrirtækið hefur verið í
talsverðri sókn og sent frá sér
framúrskarandi bíla. Liggur við að
segja að bílsmiðurinn hafi verið
auðmýktur með sjötta sætinu á
ánægjuvoginni. Að falla niður um
tvö sæti frá í fyrra þykir benda til
að stefna og þjónusta umboðsfyr-
irtækja og Mercedes-verkstæða
sé bíleigendum ekki að skapi. Og
að þurfa að horfa á Honda og
Toyota taka fram úr sér á heima-
velli gerir illt verra.
Svipaða sögu er af Volkswagen
að segja; að falla úr sjöunda sæti í
það níunda sýnir að fyrirtækið á
mikið verk fyrir höndum til að eig-
endur VW-bíla geti aftur tekið
gleði sína.
Í 25 efstu sætum ánægjuvog-
arinnar urðu annars eftirtaldir
bílar: 1. BMW, 2. Audi, 3. Honda, 4.
Toyota, 5. Mini, 6. Mercedes-Benz,
7. Volvo, 8. Skoda, 9. VW, 10.
Mazda, 11. Mitsubishi, 12. Nissan,
12. Dacia, 14. Smart, 15. Suzuki,
16. Kia, 17. Ford, 18. Seat, 19. Hy-
undai, 20. Citroën, 20. Renault,
22. Opel, 23. Peugeot, 24. Chevr-
olet og 25. Fiat.
agas@mbl.is
Eigendur BMW ánægðastir bíleigenda í Þýskalandi
Mercedes-Benz og VW
hrapa á ánægjuvoginni
AFP
Það hefur jafnan glatt bíleigendur að aka um á Mercedes-Benz, eins og þessum fallega bíl af gerðinni CLA220.
Einhverjar blikur eru þó á lofti þar um meðal þýskra bíleigenda og hafa Toyota og Honda tekið þar fram úr.
Hjálmar vernda oftast mótor-
hjólafólk frá miklum höfuð-
meiðslum þegar slysin verða, en
hvað ef hjálmar geta komið í veg
fyrir slys til að byrja með? Snjall-
hjálmurinn Skully er einmitt til-
raun í þá veru, hannaður og þró-
aður af Marcus Weller. Marcus bjó
fyrir nokkrum árum í Barcelona
og notaði þá mótorhjól mikið til að
komast á milli í borginni. Einn
daginn lenti hann í slysi þegar
hann var að leita eftir götumerk-
ingum og náði ekki að forða sér
frá bíl sem kom á hann. Í fram-
haldinu ákvað hann að sjá hvað
hann gæti gert til að auka öryggi
mótorhjólafólks með hjálmi sem
gæti veitt ökumanninum betri
upplýsingar. Með Skully P1 fær
kaupandinn 180° baksýnismynda-
vél, Android-síma, GPS-leið-
sögukerfi og fídusa eins og hröð-
unarmæli, hallamæli og áttavita.
Búnaðurinn er raddstýrður þann-
ig að með einni skipun getur öku-
maðurinn beðið um leiðsöguupp-
lýsingar eða lagaval. Meðal þess
sem verið er að þróa fyrir hjálminn
er SOS búnaður sem lætur vita
lendi ökumaður mótorhjólsins í
slysi. Áætlað er að Skully P1 komi
á markað næsta vor og kosti um
það bil 120.000 kr. út úr búð í
Bandaríkjunum.
njall@mbl.is
Snjallhjálmurinn Skully
Snjallhjálmurinn Skully verndar þann sem hann ber gegn höfuð-
meiðslum og veitir um leið ýmis konar upplýsingar og þjónustu.