Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 1
HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik, hefur valið 18 manna hóp fyrir æf- ingaviku og leiki gegn Austurríkismönnum í næstu viku en þetta er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku í janúar. Nokkuð er um forföll í liðinu en þeir Aron Pálmarsson og Alexander Petersson eiga ekki heimangengt vegna meiðsla og sömu sögu er að segja um þá Ingimund Ingimundarson og Arnór Þór Gunnarsson. Þá er Rúnar Kárason ekki í hópn- um en hann fékk frí þar sem hann og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni. Þeir Aron og Alexander, sem báðir gegna mik- ilvægum hlutverkum með landsliðinu, fóru báðir í aðgerðir í sumar, Aron á hné og Alexander á öxl. Báðir voru þeir komnir af stað með liðum sínum í Þýskalandi en nú eru þeir báðir komnir á sjúkra- listann og óvíst er hvenær þeir snúa aftur inn á völl- inn. Spilaði meira en hann þoldi „Ég neita því ekki að ég hef áhyggjur af þeim Aroni og Alexander,“ sagði Aron Kristjánsson við Morgunblaðið. „Aron spilaði meira en hann þoldi þegar hann hóf að spila aftur með Kiel. Þegar hann var búinn að spila mikið kom í ljós að hann var ekki klár og náði ekki þeim framförum sem þurfti. Það var ákveðið að hann æfði ekkert með liðinu í 3-4 vikur heldur sinnti eingöngu sinni endurhæfingu. Markmiðið er að hann nái sér alveg áður en hann byrjar að spila á nýjan leik. Ég bind vonir við að hann verði klár um miðjan nóvember ef allt gengur vel,“ sagði Aron. Alexander meira spurningarmerki „Hvað Alexander varðar þá er hann meira spurningarmerki. Líklegast er að hann hafi byrjað að æfa og spila of snemma eftir aðgerðina sem hann fór í á öxlinni. Hann hefur nú verið tekinn út af æfingum hjá Löwen og er í endurhæfingu. Stað- an á honum verður svo tekin eftir nokkrar vikur. Maður vonar auðvitað það besta en það getur brugðið til beggja vona hjá honum. Þeir eru báðir mjög mikilvægir hlekkir í okkar liði og ég ætla rétt að vona að þeir geti beitt sér á fullu þegar út í alvör- una kemur á EM,“ sagði Aron. Tveir nýliðar eru í liðshópnum en það er Róbert Aron Hostert úr ÍBV og Haukamaðurinn Árni Steinn Steinþórsson. „Aron hefur gert það gott í deildinni hér heima og hann er leikmaður sem getur náð mjög langt haldi hann rétt á spilunum. Hann er með eiginleika sem hentar vel í okkar leikstíl og hefur burði til að verða framtíðarlandsliðsmaður. Það verður fínt að fá þessa æfingaviku og tvo leiki til að skoða leik- menn. Það eru leikmenn fyrir utan þennan hóp sem eiga möguleika á að komast í EM-hópinn. Ég hef ekki lokað neinum dyrum,“ sagði Aron. Óvissa með Aron og Alexander  Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari áhyggjufullur vegna meiðsla Arons Pálmarssonar og Alexanders Peterssonar  Róbert Aron og Árni Steinn eru nýliðarnir  Tæpir þrír mánuðir í EM MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 ÍÞRÓTTIR Handbolti Stella Sigurðardóttir, stórskytta danska liðsins SönderjyskE, ber fyrirliðabandið í fyrsta sinn þegar Ísland mætir Finnlandi í undankeppni EM í Vodafone-höllinni í kvöld 2 Íþróttir mbl.is AFP Barátta Kolbeinn Sigþórsson í baráttu við Charlie Mulgrew í leik Ajax og Celtic í meistaradeildinni sem Ajax tapaði. Aron Rafn Eðvarðsson, Guif Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer Arnór Atlason, St. Raphael Árni Steinn Steinþórsson, Haukaum, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball, Bjarki Már Gunnarsson, Aue, Guðjón Valur Sigurðsson, Kiel, Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten, Kári Kristján Kristjánsson, Bjerringbro-Silkeborg, Ólafur A. Guðmundsson, Kristianstad, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten, Róbert Gunnarsson, Paris Handball, Róbert Aron Hostert, ÍBV Snorri Steinn Guðjónsson, GOG Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen, Sverre Andreas Jakobsson, Grosswallstadt, Vignir Svavarsson, Minden Þórir Ólafsson, Kielce Hópurinn Íslenska landsliðið í handknatt- leik kvenna verður saman í hálfs mán- aðar æf- ingabúðum hér á landi frá lokum nóvember og fram í fyrri hluta desem- ber. Á þessum tíma verður hlé gert á deildarkeppninni hér á landi og einnig í Evrópu vegna HM kvenna sem fer fram í Serbíu í desember. Íslenska landsliðið tekur ekki þátt í heimsmeist- aramótinu. Þess í stað ætlar Ágúst Jóhannsson landsliðs- þjálfari að nýta tímann vel til æfinga og þá e.t.v. með fjölmennari hóp leikmanna en valinn var fyrir leikina við Finna og Slóvaka í undankeppni Evrópumóts- ins. Ágúst segir að samhliða æfingunum verði leiknir þrír vináttuleikir við lands- lið Sviss hér á landi. Íslenska landsliðið mætir Finnum í Vodafonehöllinni kl. 19.30 í kvöld en sá leikur er í undankeppni Evr- ópumótsins. iben@mbl.is Æfingar og leikir við Sviss Ágúst Þór Jóhannsson „Við töluðum fyrst óformlega við þrjá aðila og í framhaldinu af því hófum við viðræður af alvöru við Rúnar. Hann var eini aðilinn sem við fórum almennilega í eitthvert ferli með,“ sagði Almar Guð- mundsson, formaður knatt- spyrnudeildar Stjörnunnar, við Morgunblaðið í gærkvöld. Félagið hefur gengið frá samningi til þriggja ára við Rúnar Pál Sig- mundsson um að þjálfa karlalið fé- lagsins í knattspyrnu en hann var aðstoðarmaður Loga Ólafssonar síðasta sumar. Loga var sagt upp í lok leiktíðar þrátt fyrir besta ár- angur í sögu Stjörnunnar, 3. sæti í úrvalsdeildinni. Áður en Stjarnan hóf formlegar viðræður við Rúnar kannaði félag- ið möguleikann á að fá Heimi Hallgrímsson en hann er bundinn af sínu starfi sem aðstoðarþjálfari landsliðsins. Félagið heyrði einnig hljóðið í Sigurði Ragnari Eyjólfs- syni, sem tekinn er við ÍBV, og Þorláki Árnasyni sem gerði kvennalið Stjörnunnar að Íslands- meisturum í haust. Niðurstaðan varð hins vegar að ráða Rúnar og því fagnar Almar. „Hann er virkilega góður kostur og þetta sýnir að við erum að horfa til framtíðar. Við erum með feikilega gott lið í höndunum og teljum að Rúnar sé framtíðarþjálf- ari.“ sindris@mbl.is Rúnar Páll virkilega góður kostur  Heyrðu í Sigga Ragga og Þorláki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.