Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Kristinn Jak-obsson dæmir leik Swan- sea og Kuban Krasnodar frá Rússlandi í Evr- ópudeild UEFA annað kvöld. Leikurinn er í A- riðli. Swansea hefur unnið báða sína leiki til þessa en Krasnodar er án stiga. Aðstoð- ardómarar Kristins verða þeir Sig- urður Óli Þorleifsson og Áskell Þór Gíslason og fjórði dómari Gunnar Sverrir Gunnarsson. Aukaaðstoð- ardómarar verða þeir Þóroddur Hjaltalín og Gunnar Jarl Jónsson.    Steve Kean, fyrrverandi knatt-spyrnustjóri enska liðsins Blackburn, hefur verið ráðinn þjálf- ari Brunei DPMM í olíuríkinu Bru- nei. Kean, sem yfirgaf Blackburn fyrir ári, tekur til starfa í næsta mánuði. Liðið er eitt þriggja er- lendra liða sem spila í deildarkeppn- inni í Singapúr og er þar í 7. sæti af 12 liðum þegar þrjár umferðir eru eftir.    Hollendingurinn Gertjan Ver-beek var í gær ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Nürn- berg. Hann tekur við starfi Michael Wiesingers sem var rekinn frá störf- um fyrr í þessum mánuði vegna slaks árangurs liðsins en það er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Ver- beek var nýlega sagt upp störfum hjá hollenska liðinu AZ Alkmaar en með því leika Jóhann Berg Guð- mundsson og Aron Jóhannsson.    Lærisveinar Dags Sigurðssonar íþýska liðinu Füchse Berlin drógust á móti HC Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi í 3. umferð EHF-keppninnar í handknattleik en dregið var til hennar í gær. Guð- mundur Árni Ólafsson og félagar hans í danska liðinu Mors-Thy mæta Constanta frá Rúmeníu og sænska liðið Kristianstad, sem Ólafur Guð- mundsson leikur með, mætir Stiinta Municipal Dedeman Bacau frá Rúm- eníu. Haukabanarnir í Benfica dróg- ust á móti ungverska liðinu Pick Szeged. Fólk folk@mbl.is Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Finnska liðið hefur ekki mikla reynslu af stórmótum en er með innan sinna raða fullt af fram- bærilegum leikmönnum. Fyrir vikið er ljóst að við verðum að vera á tán- um frá fyrstu mínútu,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, um vænt- anlega viðureign við Finna í und- ankeppni Evrópumótsins í hand- knattleik. Leikurinn fer fram í Vodafone-höllinni í kvöld og verður flautað til leiks klukkan 19.30. Ágúst segir að fram yfir leikinn við Finna muni íslenska liðið ekki hugsa um viðureignina við Slóvaka en fyrirfram er reiknað með að bar- áttan um annað sætið í riðlinum standi á milli íslenska og slóvenska landsliðsins. Frakkar eru að öllu óbreyttu með besta liðið í riðlinum. „Við erum bara með þannig lið að við höfum ekki efni á að vanmeta neinn andstæðing. Sökum þess för- um við af fullum krafti og með há- markseinbeitingu í leikinn við Finna,“ segir Ágúst. Finnska landsliðið hefur ekki rið- ið feitum hesti frá undankeppni stórmóta undanfarin ár. Í aðdrag- anda EM 2012 töpuðu Finnar fyrir Bretum með samtals 16 marka mun í tveimur leikjum í forkeppni að undankeppninni. Árið eftir vegnaði Finnum einnig illa í undankeppni heimsmeistaramótsins. Þá voru þeir í riðli með Slóvakíu, Sviss og Grikk- landi og töpuðu öllum leikjum, stærst fyrir Slóvökum, 38:18. Förum í leikinn af fullum krafti „Finnskur kvennahandbolti hefur ekki verið hátt skrifaður. Fáir leik- menn landsliðsins hafa leikið með félagsliðum utan Finnlands. Þessar staðreyndir breyta því ekki að við förum í leikinn af fullum krafti. Í ljósi tapleikja fyrir Tékkum í und- ankeppni HM í vor getum við ekki annað en tekið alla andstæðinga al- varlega. Einnig skiptir miklu máli að hefja undankeppnina vel og end- urheimta sjálfstraust eftir við- ureignirnar við Tékka. Úrslitin í þeim leikjum voru okkur mikil von- brigði,“ segir Ágúst og bætir við að leikmenn íslenska landsliðsins treysti á góðan stuðning áhorfenda í leiknum við Finna í kvöld. „Við höfum yfirleitt fengið góðan stuðning í leikjum okkar og treyst- um á að engin breyting verði á nú. Leikurinn fer fram í Vodafone- höllinni. Þar líður okkur vel. Keppnishöllin býður upp á góða stemningu. Ég vil því hvetja fólk til þess að koma. Margir leikmenn ís- lenska landsliðsins leika í útlöndum í sterkustu deildum Evrópu og eru svo sannarlega góðar fyrirmyndir, utan vallar sem innan.“ Hrafnhildur er inni í myndinni Það vakti athygli þegar landsliðs- hópurinn var valinn á dögunum að reyndir leikmenn eins Hrafnhildur Skúladóttir og Rakel Dögg Braga- dóttir hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Hrafnhildur er leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 170 landsleiki og 640 mörk. Ágúst segir að þótt Hrafnhildur hafi ekki verið valin að þessu sinni þýði það ekki að dagar hennar með landsliðinu séu taldir. „Hún er enn inni í myndinni. Það getur verið að hún verði valin næst,“ svaraði Ágúst. „Ég ákvað að velja hana ekki að þessu sinni. Rak- el hefur átt í meiðslum og ekki get- að æft af fullum krafti með Stjörn- unni. Henni standa enn opna dyr landsliðsins. Við Einar [Jónsson aðstoðarþjálf- ari] ákváðum að velja aðeins yngri hóp að þessu sinni. Það eru margar ungar og efnilega stúlkur að koma upp og berja á dyr landsliðsins um þessar mundir. Sumar þeirra hafa aðeins fengið smjörþefinn af síðustu verkefnum, aðrar ekki. Þar nefni ég til dæmis Esther Ragnarsdóttur, Karolínu Lárudóttur og Unni Óm- arsdóttur. Þær fá nú allar tækifæri til þess að láta ljós sitt skína í al- vöruleikjum.“ Breyttur varnarleikur Ljóst er að m.a. við brotthvarf Rakelar og Önnu Úrsúlu Guð- mundsdóttur, sem nýlega eignaðist barn, geta orðið breytingar á varn- arleik íslenska landsliðsins, sem þær hafa leikið stórt hlutverk í á síðustu árum. Ágúst segir að fjar- vera þeirra hafi eitthvað að segja en maður komi í manns stað. „Við ætl- um að prófa okkur áfram með ann- arskonar vörn en við höfum verið að leika síðustu árin, það er framliggj- andi vörn og það getur vel verið að við prófum okkur áfram með hana í leiknum við Finna. Við sjáum til. Það hefur ekki gefist mikill tími til þess að gera miklar breytingar. Eins höfum við verið að koma að tveimur nýjum atriðum í sókn- arleiknum á þessum fáu æfingum sem við höfum,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik. Höfum ekki efni á að vanmeta andstæðinginn Morgunblaðið/GolliÖflug Rut Jónsdóttir, ein af lykilkonum íslenska kvennalandsliðsins, verður í eldlínunni í kvöld í leiknum við Finna.  Íslenska landsliðið hefur undankeppni EM með leik við finnska landsliðið í kvöld Undankeppni EM » Ísland er í riðli með Finnum, Frökkum og Slóvökum. » Leikið verður við Finna í kvöld á heimavelli og gegn Sló- vökum ytra á sunnudag. » Í mars leikur íslenska lands- liðið við Frakka í tvígang. » Riðlakeppnin heldur áfram í vor með útileik við Finna og heimaleik við Slóvaka. » Tvær efstu þjóðirnar komast í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu í des- ember 2014.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.