Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 4
FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Freyr Alexandersson, landsliðsþjálf- ari kvenna í knattspyrnu, og nýr að- stoðarmaður hans, Ásmundur Har- aldsson, tilkynntu í gær 20 manna landsliðshóp fyrir leik Íslendinga gegn Serbum í undankeppni HM sem fram fer í Serbíu í næstu viku. Af þeim leikmönnum sem skipa hóp- inn eru tveir sem ekki hafa spilað A- landsleik en það eru Guðmunda Brynja Óladóttir frá Selfossi og Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörn- unni. Anna Björk var í hópnum í leiknum á móti Sviss en Guðmunda Óla ekki. Þá er Þórunn Helga Jóns- dóttir, leikmaður Avaldsnes í Nor- egi, komin aftur inn í hópinn. Ólína ekki leikfær Ólína G. Viðarsdóttir á við meiðsli að stríða og er ekki í hópnum og þá hefur Katrín Jónsdóttir sagt skilið við landsliðið en hún lék sinn 133. og síðasta leik í leiknum á móti Sviss. Íslenska liðið fékk ekki beint óska- byrjun í undankeppninni en það tap- aði 2:0 fyrir Svisslendingum á Laug- ardalsvellinum í síðasta mánuði en nokkrum dögum áður tók Sviss lið Serbíu heldur betur í bakaríið á heimavelli sínum en 9:0 urðu lokatöl- urnar í þeim leik. Þurfum að undirbúa okkur vel „Það var erfiður tímapunktur fyr- ir Frey að stíga inn fyrir þennan leik á móti Sviss enda gengið ekki búið að vera gott undanfarið. Við vitum að það er langur vegur framundan og það þarf að vinna í mörgu til þess að allt komist á rétta braut. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik á móti Serbíu og eftir hann kem- ur góður tími bæði fyrir leikmenn og nýtt þjálfarateymi að vinna mark- visst í því að gera síðan góða hluti í leikjunum sem við spilum í keppn- inni á næsta ári,“ sagði Ásmundur Haraldsson, sem á dögunum var ráð- inn aðstoðarþjálfari landsliðsins. Er ekki dagskipunin skýr fyrir leikinn á móti Serbíu. Þið ætlið ykk- ur sigur og ekkert annað? Mikill heiður og gott tækifæri „Það segir sig væntanlega sjálft. Ef við ætlum að gera vel í þessum riðli verðum við að vinna þennan leik. Þó svo að Serbar hafi steinlegið fyrir Svisslendingunum munum við ekki fá neitt gefins,“ sagði Ásmund- ur. Ásmundur er reyndur þjálfari sem starfar sem yfirþjálfari Stjörn- unnar í Garðabæ. Spurður hvort hann hafi verið fljótur að segja já þegar honum bauðst að starfa við hlið Freys sagði Ásmundur: „Já, ég stökk á þetta eins og skot. Við Freyr þekkjumst ágætlega og það er mikill heiður og mikið og gott tækifæri fyr- ir mig sem þjálfara að koma inn í þetta umhverfi. Síðustu árin hafa verið frábær í íslenskum kvennafót- bolta og landsliðið öflugt á heims- mælikvarða. Það eru því bara for- réttindi að fá að taka þátt í þessu starfi. Fótboltinn er líf manns og þetta er bara frábær bónus að fá að vinna með bestu fótboltakonum landsins.“ Hópurinn kemur saman í Serbíu mánudaginn 28. október og nær þremur æfingum fyrir leikinn sem fram fer á FK Obilic Stadium hinn 31. október. Þeir Freyr og Ásmund- ur halda utan fyrr því þeir verða á meðal áhorfenda þegar Danir taka á móti Serbum en sá leikur fer fram í Serbíu á laugardaginn. Freyr segir að styrkleiki Serb- anna sé sóknarleikurinn en lið þeirra sæki á mörgum leikmönnum. Veik- leikinn sé hins vegar að lið þeirra sé illa skipulagt og varnarlínan er óreynd. Með liði Serba spilar Danka Podovac sem varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í sumar en hún skor- aði 16 mörk í 18 leikjum Garðabæj- arliðsins. Þá er liðinu Jovana Damnj- anovic en hún spilar með Evrópumeistaraliði Wolfsburg. „Það vilja allir leikmenn okkar spýta í lóf- ana eftir tapið á móti Sviss,“ sagði Freyr. Það er langur vegur framundan  Tveir nýliðar í 20 manna landsliðshópi kvenna í knattspyrnu sem mætir Serbum í undankeppni HM  Allir vilja spýta í lófana eftir tapið gegn Sviss í síðasta mánuði  Mæta Íslandsmeistara í Serbíu Morgunblaðið/Golli Leikur Sara Björk Gunnarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir eru báðar í landsliðshópnum sem mætir Serbíu. Hópurinn Þóra Björg Helgadóttir, Malmö Guðbjörg Gunnarsdóttir, Avaldsnes Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni Dóra María Lárusdóttir, Val Margrét L.Viðarsdóttir, Kristianstad Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes Sara Björk Gunnarsdóttir, Malmö Katrín Ómarsdóttir, Liverpool Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki Sif Atladóttir, Kristianstad Hallbera G. Gísladóttir, Piteå Fanndís Friðriksdóttir, Kolbotn Dagný Brynjarsdóttir, Val Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni Glódís Perla Viggósdóttir, Stjörnunni Þórunn H. Jónsdóttir, Avaldsnes Elísa Viðarsdóttir, ÍBV Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Eftir að Englendingurinn Gregg Oliver Ryder var ráðinn þjálfari Þróttar úr Reykjavík um síðustu helgi hafa verið vangaveltur um hvort hann verði yngsti þjálfarinn sem hefur stýrt liði í efstu tveimur deildunum hér á landi. Ryder, sem var aðstoðarþjálfari ÍBV í ár, er 25 ára gamall. Svo er þó ekki og í það minnsta þrír yngri þjálfarar hafa starfað í þessum deildum.  Ríkharður Jónsson var aðeins 21 árs þegar hann gerðist spilandi þjálfari Skagamanna og þeir urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skipti und- ir hans stjórn árið 1951. Það var reyndar áður en Íslandsmótinu var skipt í tvær deildir árið 1955.  Hermann Gunnarsson heitinn var spilandi þjálfari Akureyrar í efstu deild árið 1970, þá aðeins 23 ára gamall. Hann varð þá marka- kóngur deildarinnar með 14 mörk í 14 leikjum.  Hlöðver Örn Rafnsson var 24 ára þegar hann stýrði Austra á Eski- firði í næstefstu deild árið 1978 sem spilandi þjálfari. Austramenn komu þá geysilega á óvart og blönduðu sér í baráttuna um sæti í efstu deild. Ef lesendur Morgunblaðsins eru með upplýsingar um fleiri þjálfara á þessum aldri eru þær vel þegnar. vs@mbl.is Ryder er ekki yngsti þjálfarinn  Ríkharður þjálfaði ÍA 21 árs gamall Morgunblaðið/Golli Ríkharður Jónsson var ungur þegar hann þjálfaði Skagamenn. Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.