Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2013 5
AVS rannsóknasjóður
í sjávarútvegi
auglýsir eftir umsóknum
AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti
íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn
auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni með þetta að markmiði. Skilafrestur umsókna er til
kl. 17, 2. desember 2013. Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið avs@avs.is og bréflega
á póstfangið AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Háeyri 1, 550 Sauðárkrókur.
Styrkir sem sjóðurinn veitir falla undir þrjá flokka:
a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna
Styrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða þróunar-
verkefna, sem falla að markmiðum sjóðsins. Veittur
er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn gera
grein fyrir verkþáttum og fjármögnun. Hver styrkur
getur numið allt að átta milljónum króna.
Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri verkefna
(framhaldsverkefna), sem unnin eru á lengri tíma,
eða allt að þremur árum, en sækja þarf um styrk á
hverju ári. Hafi verkefnið áður verið styrkt, þarf að
gera grein fyrir fullnægjandi framvindu verkefnisins
áður en styrkumsókn er afgreidd.
b. Smá- eða forverkefni
Hægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða
verkefna til undirbúnings stærri verkefna á sviði
rannsókna og/eða þróunar. Styrkupphæð er allt að
einni milljón króna og skal verkefninu lokið innan
tólf mánaða frá úthlutun.
c. Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum
Veittir eru styrkir til verkefna, sem stuðla að nýjum
störfum og aukinni verðmætasköpun í sjávarbyggð-
um. Horft er til ýmissa verkefna, sem geta tengst
t.d. framboði á sjávarfangi, ferðaþjónustu, nýjum
vörum eða þjónustu. Hámarkstími verkefna er
12 mánuðir og hámarksupphæð styrkja er þrjár
milljónir króna.
Um alla styrki gildir að framlag sjóðsins má ekki
fara fram yfir 50% af heildarkostnaði og sjóðurinn
tekur ekki þátt í að styrkja fjárfestingar.
Nánari upplýsingar og umsóknarblað er að finna á
heimasíðu sjóðsins www.avs.is.
AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum atvinnuvega- nýsköpunar-
ráðuneytisins og veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka
verðmæti sjávarfangs.
AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi · Háeyri 1 · 550 Sauðárkrókur · sími 453 6161 · www.avs.is
Raðauglýsingar 569 1100
Styrkir
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra
húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 182/2013. Samkvæmt úthlutunarreglunum er
heimilt að veita styrki úr sjóðnum til:
viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og
mannvirkjum.
viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt,
vísindalegt eða listrænt gildi.
byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og
mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.
Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar,
menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis
hennar fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Að þessu sinni verður lögð
sérstök áhersla á að veita styrki til endurbóta á friðlýstum húsum og
mannvirkjum.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á
heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 2013. Umsóknir sem berast eftir að
umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun.
Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi
leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit
Húsafriðunarnefndar sem finna má á heimasíðu Minjastofnunar Íslands og
Húsverndarstofu um viðhald og viðgerðir eldri húsa í Minjasafni Reykjavíkur/
Árbæjarsafni.
Suðurgötu 39,101 Reykjavík
Sími: 570 1300
www.minjastofnun.is
husafridunarsjodur@minjastofnun.is
Minjastofnun Íslands
auglýsir eir umsóknum um styrki úr
húsafriðunarsjóði
fyrir árið 2014
www. radum. i s
radum@radum. i s
S ím i 519 6770