Monitor - 10.10.2013, Blaðsíða 6

Monitor - 10.10.2013, Blaðsíða 6
6 MONITOR FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 Flottir jakkar: 16.995,- Kringlan | s.512 1730 Flt  okkr  ark kri la i i til  rt o takt tt  ktil lik M yn d/ Kr is tin n Þær Sunna Ben Guðrúnardóttir og María Lilja Þrastar- dóttir feta sín fyrstu skref í útvarpi á sunnudaginn kemur í þættinum Barmageddon á X-inu. Átti að heita Píkupopp Hvernig kom það til að þið fenguð þennan útvarpsþátt upp í hendurnar? S Við María byrjuðum að DJ-a saman í framhaldi af því að við vorum að senda á milli okkar fullt af kvenrappmyndböndum og þetta hefur bara þróast út frá því. M Ég þekki Frosta og Mána ágætlega og hef mörg- um sinnum tuðað yfir rírum hlut kvenna innan stöðvarinnar. Þeim fannst kominn tími á að ráða inn nokkrar stelpur svona til að breyta til og fylgja eigin jafnréttisstefnu. Það vantar fleiri kvenmenn í útvarp og meiri spilun á kventónlistarmönnum í útvarp S Það er ótrúlega gaman að fá að búa til þátt sem fylgir ekki einhverri einni tónlistarstefnu heldur tekur fyrir fullt af stefnum. Það verður alveg æði. Hvernig verður þátturinn byggður upp? S Aðaláherslan verður á að vera með einhverja áhugaverða umfjöllun, að minnsta kosti eina en helst tvær í hverjum þætti og svo einhver tóndæmi og innskot ef eitthvað nýtt kemur. Þið ætlið að vera með allar stefnur og hafið mjög fjölbreytt áhugasvið þegar kemur að tónlist. Verður einhver stefna erfiðari en önnur? M Ég ætla að segja country. S Mér finnst country alveg meika sens en ég tengi ekkert við raftónlist. M Já ég er alveg í raftónlistinni og sampli og svoleiðis en hvað varðar nýaldar house tónlist er ég ekki mjög fróð. Svo þið ætlið ekki að skilja „píkupoppið“ útundan? S Nei, alls ekki. Við ætluðum að heita Píkupopp (hlær). Svo hafði víst verið útvarpsþáttur áður sem hér það og við vildum ekki líta út fyrir að vera að endurvekja þátt sem við vissum ekkert um. Hvernig kom þá nafngiftin Barmageddon til? M Við vorum að keyra um verslunarmannahelgina með Maríu Rut vinkonu okkar frá Ísafirði og við erum að velta þessu fyrir okkur út frá Harma- geddon. Okkur fannst við svona fyndin speglun við Frosta og Mána, ein dökkhærð ein rauðhærð. Útfrá því spratt Barmageddon því konur eru með allskonar barma. Svo bara festist þetta. S Alltaf gaman að svona smá píku-dónó. Áttuð þið einhverjar fyrirmyndir í tónlistarfólki þegar þið voruð yngri? S Marilyn Manson var guð minn og ædol þar til ég varð svona 15. En þá var ég líka búin að uppgötva tvær kvenmetalhljómsveitir. Svo þegar ég varð aðeins eldri og netið varð betra fann ég fleiri. Fyrsta femíníska söngkonan sem ég tengdi við var Tairre B í My Ruin. Ég prentaði alla textanna hennar, lærði þá utan af og las þá fyrir vinkonur mínar sem voru afar áhugalausar. M Ég var kannski meira í grunge kellingunum, Courtney Love og Kim Gordon og svo fannst mér Kolrassa Krókríðandi æði. Skin í Skunk Anasie var líka mikil fyrirmynd. Svo áttum við vinkonurnar náttúrulega Destiny‘s Child saman og TLC og svona. Kvenkyns tónlistamenn eru lítið spilaðir í útvarpi nema þá helst þegar kemur að popptónlist. Vantar kannski fleiri kvenfyrirmyndir í aðrar tegundir tónlistar? S Það eru náttúrulega tónlistarkonur innan allra geira og það þarf bara að beina athyglinni að þeim í auknum mæli. M Þær konur sem við sjáum eru kannski einna helst beru konurnar og það er auðvitað aðallega innan poppgeirans sem þær ráða ríkjum María þú ert einmitt móðir Druslugöngunnar svo það er ekki úr vegi að ræða aðeins um þessar beru konur og meintar druslur eins og Miley Cyrus? M Málið er að það er alltaf pressa á konur að hegða sér á ákveðinn hátt. Miley Cyrus er undir pressu pródúsanta til að selja og kynlíf selur. Hún ákveður að feta þessa leið og við getum ekki sem femínistar og konur ruslað yfir hana fyrir að hegða sér ekki eftir þeim hætti sem okkur finnst réttari. Samfélagið er að setja tvöfalda pressu á Miley Cyrus. S Sem er greinilega á barmi taugaáfalls. Þessa umræða er svo áhugaverð því fólk er að mála hana upp sem druslu en er drusla ekki einhver sem er lausgirtur og ríður öllum? Mér skilst að hún hafi verið trúlofuð þegar þetta (VMA) gerðist. M Við eigum ekki að setja okkur á háan hest gagn- vart öðru fólki. Við getum samt alltaf leitað leiða til að uppræta undirliggjandi kerfi og ástæðurnar fyrir því að fólk velur að hegða sér eins og það gerir. SUNNA BEN Fyrstu sex: 230389. Lag sem einkennir líf mitt þessa dagana er: 23 með Miley Cyrus. 23 er bæði lukkudagurinn minn og afmælisdagurinn minn. Uppáhalds ofurhetjan mín er: Kattakonan, leikin af Eartha Kitt. MARÍA LILJA Fyrstu sex: 010986. Lag sem einkennir líf mitt þessa dagana er: Ziwzih Ziwzih Oo-Oo-Oo með Delia Derbyshire. Uppáhalds ofurhetjan mín er: Mamma.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.