Monitor - 10.10.2013, Blaðsíða 20
20 MONITOR FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013
Hvernig kynntust þið?
J Það er svo fyllibyttulegt að segja í vísindaferð en að var
samt bara þannig.
A Já, í sagnfræðivísindaferð í apríl 2011.
Hvernig uppgötvuðuð þið að Auður væri ólétt?
A Ég var ekki búin að borða neitt og var í klippingu og var
eitthvað voða óglatt á meðan. Svo fór ég á Serrano og á
undan mér í röðinni var einhver fitnesskona sem var að fá
sér burrito. Hún stóð þarna yfir afgreiðslugæjanum „Baunir,
meira af baunum, meira af baunum,“ og hann var bara að
hella baununum og þá byrja ég að kúgast.
J Hún var orðin hvít í framan, og svo heima hjá Auði ætlaði
ég inn á bað að pissa og þá hljóp hún framhjá og gubbaði á
teppið fyrir framan baðið.
A (Hlær) Svo var þetta bara staðfest hjá lækni.
Hvernig brást fólk í ykkar nærumhverfi við fréttunum?
J Það urðu bara allir rosa glaðir og hamingjusamir fyrir
okkar hönd.
A Já, allir voru mjög stuðningsríkir.
Hvernig gekk meðgangan?
A Bara mjög vel. Ég gat verið í fullu námi fyrir áramót og 20
einingum eftir áramót, kláraði BA-ritgerð.
J Það komu ekki mörg hormónaköst.
A Það var bara í lokin þegar túlípanarnir dóu. Mamma hafði
gefið mér þá og þeir dóu á einum degi af því ég gleymdi að
vökva þá. Ég fór að hágráta.
J Ég vissi ekkert hvað var í gangi.
A Maður var svo brothættur.
J Já, talandi um, þá fórstu líka að gráta yfir IKEA-ramma.
A Já, við vorum nýbúin að kaupa hann og glerið splúnd-
raðist þegar ég var að setja myndina í, en það hefðu nú allir
farið að gráta við það.
J Ég fór bara að hlæja og varð frekar vandræðalegur þegar
ég fattaði að hún væri ekki að hlæja.
A Þó meðgangan hafi gengið vel er samt alveg púsl að vera
í skóla á sama tíma. Ég skilaði ritgerð daginn eftir að við
komum heim af spítalanum og þegar Óli var tveggja vikna
fór ég í próf.
Finnið þið mikið fyrir því að þið séuð ungir foreldrar eða
eru margir af ykkar vinum byrjaðir að stofna fjölskyldur?
J Það gleður mig að þú kallir mig ungan.
A Við eigum bara eitt vinapar sem á barn en við höfum
kannski helst tekið eftir því að við séum í yngri kantinum í
ungbarnasundi.
J Já, úff. Við erum sko ung þar. Fólkið í kringum okkur var
allt orðið gráhært og gamalt.
Þið fluttuð inn saman þegar Auður var komin nokkuð á
leið, voru það mikil viðbrigði?
J Já já, en við hefðum nú flutt inn saman fyrr eða síðar
hvort eð er.
A Þetta gerðist auðvitað hratt en maður geymir alltaf svona
hluti þar til „rétti“ tíminn kemur en það er auðvitað ekkert
til sem heitir rétti tíminn svo ég er bara mjög ánægð að þetta
gerðist svona.
Auður var í fæðingarorlofi í sumar og nú ert þú í feðraorlofi
Jóhann, er þetta bara frí og kósíheit?
J Ó nei. Þetta er góður tími, en þetta er ekki frí.
A við erum auðvitað mjög heppin því Óli er alveg yndislegur
og rosa rólegur. Það er alveg gaman að vera í fæðingarorlofi
en það er alls ekki frí. Við Jóhann erum til dæmis búin að
ætla að horfa á tiltekna mynd saman síðan í ágúst og vorum
loksins að gera það núna í október.
Breyttust framtíðaráætlanir mikið í kjölfar óléttunnar?
A Nei, þegar ég varð ólétt hringdi pabbi minn í mig. Hann
byrjaði á að segja hvað þetta væri frábært og bætti því svo
við að ég mætti aldrei láta þetta stoppa mig í því sem ég
vil gera. Maður getur ekki notað barnið sitt sem einhverja
afsökun fyrir því að láta ekki hlutina gerast.
Hvernig var að vera ólétt síðustu mánuðina
af menntaskólagöngu sinni?
E Það var mjög skrítið. Kannski sérstaklega af því að það sem ég
var að hugsa um var svo langt frá því sem hinir krakkarnir voru
að hugsa um. Ég fór samt í viku í útskriftarferðina og það var
bara merkilega skemmtilegt. Það var líka alltaf einhver sem var
ekki ógeðslega fullur og maður gat þá tjillað með.
Kom óléttan ykkur á óvart?
E Já, þetta var ekki planað. Við vorum á leiðinni til S-Ameríku
og ætluðum að ferðast og svona. En þetta var samt mjög
velkomið.
B Já, mjög svo.
E Eins og og John Lennon sagði „Life is what happens to you
while you‘re busy making other plans.“
B Við vorum búin að safna einhverjum pening en hann nýtist í
ýmislegt annað.
E Eða bara í að ferðast seinna.
Hvernig brást fólk við fréttunum?
E Það fór mikið eftir fólki. Fólk sem átti kærustur eða kærasta
óskaði manni til hamingju og voru stolt af því að við værum að
gera þetta en svo á ég einhleypa vini sem spurðu „Varstu of sein
að fara í fóstureyðingu?“.
B Hjá mér var þetta bara mjög jákvætt. Ég fékk ekkert skrítið
„vibe“ frá neinum. Ég var auðvitað búinn með menntaskólann og
þó svo að það muni bara þessu eina ári þá munar alveg um það
þegar kemur að hugarfari fólks.
En þið sjálf? Hvernig komust þið yfir fyrsta sjokkið?
E Ég held að það hafi hjálpað okkur mikið að vera hjá systur
minni í Danmörku yfir páskana. Þetta síaðist svona inn í róleg-
heitum og það var einmitt það sem ég þurfti.
B Þá vissi þetta líka enginn nema hún og kærastinn hennar og
eina leiðin til að fela þetta í kringum allan bjórinn í Danmörku
var að segja alltaf að Elinóra væri bara mjög þunn. Vinir kærast-
ans hennar voru einu sinni að spyrja í einhverju partíi af hverju
hún væri ekki að drekka og þá svaraði hann: „Æ, hún fékk sér
Það er meira en bara að segja það að ala upp annan einstakling, hvað þá ef maður á í fullu fangi
með að mannast sjálfur. Monitor tók stöðuna á nokkrum ungmennum á aldrinum 19 til 25 sem öll
eiga það sameiginlegt að hafa óvænt fengið þær fréttir að þau væru að verða foreldrar.
Ungt fólk í forel
Finna fyrir aldrinum
í ungbarnasundi
Auður Albertsdóttir og Jóhann Ólafsson búa á stúdentagörðum
við Eggertsgötu en þau eiga saman soninn Ólaf sem kom í
heiminn fyrir rúmum 6 mánuðum.
„Æ, hún
fékk sér
aðeins
of mikið
í gær“
JÓHANN
Fyrstu sex: 020288
Uppáhaldsbarnaefni:
Múmínálfarnir.
Í morgunmat fékk ég
mér: Hafragraut.
ÓLAFUR
Fyrstu sex: 080413
Uppáhaldsbarnaefni:
Fréttir, Kastljósið og
Friends. Litirnir og
lætin gleðja.
Í morgunmat fékk
ég mér: Mjólk.
AUÐUR
Fyrstu sex: 151089
Uppáhaldsbarnaefni:
Mörgæsin Pingu.
Í morgunmat fékk ég
mér: Vanilluskyr.