Akureyri


Akureyri - 01.11.2012, Qupperneq 9

Akureyri - 01.11.2012, Qupperneq 9
91. NÓVEMBER 2012 Icelandair hótel Akureyri: Þingvallastræti 23, sími 518 1000 REYKJAVÍK NATURA REYKJAVÍK MARINA Í KEFLAVÍK FLÚÐIR KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR Icelandair hótel Akureyri er glæsilegt hótel í notalegu umhverfi í menningarbænum Akureyri. Þar liggja saman leiðir áhugasamra gesta og bæjarbúa, fjölskyldna og ferðalanga, sem skapar einstakt andrúmsloft. High Tea er framreitt að breskri fyrirmynd í setustofunni frá kl 14:00 - 18:00 alla daga. Okkar vinsæli „brunch“ er borinn fram allar helgar kl. 11.30 – 14.00 í vetur. Hótelið er staðsett steinsnar frá Sundlaug Akureyrar, gestir njóta afsláttar af skíðapassa í Hlíðarfjalli og vetrargestir hafa frían aðgang að upphitaðri skíðageymslu hótelsins. Upplifðu allt það besta Verið velkomin á Icelandair hótel Akureyri árið um kring! AÐSEND GREIN SVANHILDUR DANÍELSDÓTTIR SKRIFAR Húsmæðraskólinn og skammtímavistunin „Bið ég þá sem með málið fara að staldra við áður en ráðist verður í framkvæmdirnar. Það er engin skömm að því að skipta um skoðun – það er hugrekki.“ Efasemdir hafa sótt að greinar­ höfundi undanfarið varðandi nýtingu á húsnæði gamla Hús mæðra skóla hús­ sins sem staðið hefur í 67 ár við Þór­ unnarstrætið hér á Akureyri. Síðasta hlutverk hússins var að hýsa starfsemi Akureyrar akademí unnar. Til stendur að taka það til gagngerra endurbóta með það fyrir augum að það hýsi í framtíðinni skammtímavistun fyrir fatlaða. Skammtímavistun fatlaðra er í raun heimili þar sem fatlaðir dvelja tímabundið sjálfum sér til til­ breytingar, en ekki síður til að létta álagi af fjölskyldum þeirra. Umrætt hús teiknaði Guðjón Samúelsson, sá hinn sami og teiknaði margar okkar frægustu byggingar er hýsa fræðslu­ og menningarstofnanir í landinu s.s. Þjóðleikhúsið og Háskóla Íslands. Skólasögusafn Á Akureyri eru örfáar byggingar teiknaðar af Guðjóni sem eiga það allar sameiginlegt að setja sterkan svip á bæinn, t.d. Akureyrarkirkja og hús Barnaskóla Akureyrar (núver­ andi Rósinborg). Í mörg ár hef ég séð fyrir mér að í Húsmæðraskólahúsinu yrði komið upp skólasögusafni. Á há­ tíðastundum er talað um skólabæinn Akureyri og víst er að hér eru margar gamalgrónar skólastofnan­ ir þar sem gamlir og merki­ legir hlutir hljóta að hafa varðveist eða verið settir í geymslu þegar endurbætur hafa verið gerðar í gegn um tíðina eins og t.d. á Barna­ skóla­ og Gagnfræðaskóla Akureyrar sem og Iðn­ og Vélskólanum. Sem dæmi veit ég að í húsnæði Barnaskóla Akureyrar var mikið af gömlum ómetanlegum munum uppi á háalofti. Gömul spjöld með dýramyndum, plöntumyndum og forskrift, gömul húsgögn, gaml­ ir handskrifaðir kladdar, gamlar kennslubækur, innrammaðar myndir og skólareglur og alskyns leikmunir sem kennarar höfðu útbúið í áranna rás fyrir skólaskemmtanir. Þetta er bara nefnt sem dæmi. Dýrgripir víða Ekki er heldur ólíklegt að margt fullorðið fólk eigi ýmsa dýrgripi frá skólagöngu sinni og væri fúst að gefa þá til varð­ veislu á slíku safn. Hugs­ ið ykkur sýnishornin sem hægt væri að safna saman frá mismunandi tímum s.s. handavinnu, smíðisgrip­ um, myndlist, vinnubókum, kennslubókum, uppskrifta­ bókum, beygluðum nest­ isboxum og gömlum skólatöskum, ásamt myndum og kennsluáhöldum hverskonar úr öllum mögulegum greinum. Svo ekki sé nú minnst á alla söguna og þróunina í kennslu­ háttum og uppeldisfræðum. Margt fleira mætti nefna og útfærslan gæti verið með ýmsum hætti og spannað öll skólastigin að sjálfsögðu. Er ekki líka einhversstaðar út í bæ náttúru­ gripasafn sem verið hefur í kössum í marga áratugi? Ef það er ekki allt orðið ónýtt mætti flétta einhverju úr því inn í svona safn eftir því sem við á. Allsherjar breyting á húsinu? Hin hliðin á málinu er skamm­ tímavistun fatlaðra. Mér eru mál­ efni fatlaðra ekki ókunnug. Nokkrir núverandi nemendur mínir eru fjöl­ fatlaðir og dvelja í skammtímavistun með reglulegu millibili. Í orðunum liggur að margir nota hjólastóla og sérútbúin hjálpartæki í sínu daglega lífi. Hvernig er hægt er að gera húsið hentugt fyrir starfsemi af þessu tagi, nema með allsherjar óafturkræfum breytingum? Auk þess stendur það við einhverja mestu umferðargötu bæjarins, með hótel á aðra hönd og tjaldstæði á hina. Ljóst er að húsið þarfnast mjög mikilla viðgerða eft­ ir áratuga vanrækslu á viðhaldi og sennilega er ýmislegt hreinlega ónýtt eins og þakið og gluggarnir. Ættum við ekki samt að reyna að varðveita það í upprunalegri mynd? Mun kosta fúlgur fjár Fáar perlur eru hér á Akureyri sem teikn- aðar eru af þessum frægasta húsameistara ríkisins og er ekki farsælla að byggja nýtt sérhannað hús á einni hæð fyrir skamm- tímavistunina? Hvað sem gert verður, mun það kostar fúlgur fjár, en þegar teknar eru ákvarðanir um óafturkræfar breytingar á jafn einstöku húsi þarf að ígrunda vel bæði fortíð og framtíð. Allir vilja búa fötl- uðum ungmennum og fjölskyldum þeirra eins góðar og nútímalegar aðstæður og hægt er. Viljum við ekki einnig varðveita með áþreifanlegum hætti uppvaxtar- og menningarsögu okkar en ekki bara grobba okkur af henni í ræðum á hátíðisdögum? Nú ef svo er ekki, hversvegna er þá ekki einfaldlega byrjað á á því að gera við húsið í áföngum og Akademían höfð þar áfram? Það var ágætis fyrirkomulag líka. Bið ég þá sem með málið fara að staldra við áður en ráðist verður í framkvæmdirnar. Það er engin skömm að því að skipta um skoðun – það er hugrekki. Höfundur er grunn- og fram- haldsskólakennari og áhuga- manneskja um menningarsögu. AÐSEND GREIN FRIÐBJÖRG JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR SKRIFAR Höfnum efnishyggju og sýndarveruleika Ég er í prófkjöri, býð mig fram í 4. – 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Segja má að ég sé austfirskur Akureyringur. Fædd og uppalin í Bakkafirði, ætt­ uð að austan, hef búið á Akureyri í 10 ár. Ég er móðir tveggja barna. Lærður sjúkraliði, með BA próf í sálfræði og kennsluréttindi. Starfa sem kennari við Verkmennta­ skólann á Akureyri, á sæti í Samfélags­ og mann­ réttindanefnd, og er full­ trúi Samtaka í stýrihóp um innleiðingu aðalnámskrár að skólanámskrám grunnskóla Ak­ ureyrar. Einn af mínum ágætu kennur­ um við Háskólann á Akureyri, Guðmundur Ævar Oddsson hefur rannsakað stéttaskiptingu á Íslandi, sem virðist því miður vera að fær­ ast í vöxt í kjölfar aukinnar mark­ aðsvæðingar samfélagsins. Þetta er ógnvænleg þróun og hefur margvís­ legar neikvæðar afleiðingar á líðan fólks og samfélagsvitund. Ég hugs­ aði með mér eftir að hafa kynnt mér þessa rannsókn í ,,hvorri” stéttinni ég myndi lenda. Sveitastelpan úr Bakkafirðinum er líklega í neðri stétt samfélagsins, en þó. Ég er nú með tvær háskólagráður og hef því kanski séns ef ég held vel á spöðun­ um, að koma mér og mínum í efri stétt. En vil ég það, eyða orku minni og gleði í að potast áfram, þiggja brauðmola nýfrjálshyggjunnar og stíga á samferðafólk mitt til að til­ heyra elítunni? Nei takk, lífið er bara of stutt í svoleiðis rugl. Við höfum séð afleiðingarnar af þeirri þróun sem hér var komin í gang fyrir hrun. Hvernig t.d. sérhagsmunagæsla, eignarhaldsstefna á bönkunum ásamt auðlindum þjóðarinnar og ný­ frjálshyggjan síðustu áratugi hefur leikið okkur, egnt okkur hvert gegn öðru. Þrátt fyrir að hafa á tímabili upplifað ,,öll lífsins gæði” sem engin innistæða var fyrir í boði pólitískr­ ar nýfrjálshyggju, vorum við ekkert hamingjusamari. Og enn erum við kannski ekkert hamingjusamari, fjölskyldur líða fyrir langa vinnu­ viku og börnin okkar gjalda fyrir skuldir heimilanna. Það er hreinlega óhugnanlegt hversu mörg börn og ung­ lingar glíma við kvíðar­ askanir og aðra sálræna vanlíðan. Við þurfum, öll sem eitt, að sameinast um að forgangsraða líðan, heilsu og velferð einstaklinga í fyrsta sæti og leita allra leiða til að sníða samfélagið að raunveruleg­ um þörfum okkar, fjölskyldum og heimilum. Þegar ný ríkisstjórn tók við þrotabúi nýfrjálshyggjunnar var almennt talið að við yrðum svona ca. komin á núllið árið 2015. Nú er árið 2012 og ríkisstjórn Samfylk­ ingar og Vinstri grænna er búin að vinna ótrúlegt þrekvirki í að rétta af þjóðarskútuna. Þar sem raun­ veruleg uppbygging á grunnstoðum samfélagsins hafði ekki orðið að veruleika í ,,góðærinu” á valdatíma nýfrjálshyggjunnar eru kröfurnar sem gerðar hafa verið til núverandi ríkisstjórnar ærið miklar, og margir eru til að tala um aðgerðaleysi ríkis­ stjórnarinnar. En hverjir hefðu gert betur en gert hefur verið ? Ég vil búa í samfélagi sem byggir á félagsauð, jöfnuði og jafnrétti á meðal íbúanna og að hver einstaklingur fái notið sín á eigin forsendum. Ég vil ganga í Evrópusambandið en ekki láta ein­ angra mig og komandi kynslóðir frá heilbrigðum samskiptum við aðrar þjóðir í Evrópu. Ég vil að við förum að hugsa og sníða samfélagið okkar útfrá því hvað við viljum í raun og veru fyrir okkur, börnin okkar og framtíðina. Viljum við í raun vera föst í efnishyggju, yfirborðsmennsku og þeim sýndarveruleika sem hér ríkti fyrir hrun. Ég held ekki. Svanhildur Daníelsdóttir Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.