Akureyri


Akureyri - 01.11.2012, Page 12

Akureyri - 01.11.2012, Page 12
12 1. NÓVEMBER 2012 Oddur, er rétt að þér hafi verið hótað persónu- lega vegna lagningar Dalsbrautar? Ég vil ekki tjá mig um það. Hefur Dalsbrautarmálið orðið þér þyngra í skauti en fyrirséð varð? Nei. Ég get alveg sagt þér, Björn, að ég skil alveg fólk sem er á móti Dalsbrautinni á þeim forsendum að sumir hafa búið lengi á þessu svæði og svo kemur allt í einu vegur sem aðrir nota og raskar ró íbúanna. Ég hins vegar neita að skilja fólkið sem segir að Dalsbrautin verði hættuleg börnum, við teljum að með tilkomu brautarinnar batni umferðaröryggi í heild í hverfinu. En ég held að ég sé búinn að fá fleiri símtöl sem peppa mig upp í þessu en skammir. Á opna borg­ arafundinum í fyrra var þetta persónugert í mér og kannski sem betur fer því ég ætti að vera kominn með skráp og þola svona ósanngjarna gagnrýni, en konan mín tekur þetta stundum inn á sig og er ekki alltaf ánægð með að ég sé í pólitík vegna þessa. Verður þetta þitt síðasta kjörtímabil í fram- varðarsveit stjórnmálanna hér í bænum, stend- ur það sem þú hefur áður gefið í skyn? Ég reikna með að hætta en eigum við ekki að segja bæði í gamni og alvöru að ég muni fara fram í 6. sætinu næst. Mig langaði síð­ ast að leggja það í dóm kjósenda hvort þessi hugsjón mín næði út fyrir mig og það sem ég stend fyrir sem einstakling og okkar pólitísku andstæðingar gerðu þau mistök að segja: L­listinn er ekkert annað en Odd­ ur. Það var vanmat því ég hef mjög gott fólk með mér og því fengum við hreinan meirihluta. Þannig að þú lofar því ekki alveg hér og nú að hætta næst? Nei, ég hef svo gaman af þessu þrátt fyrir allt að ég lofa því ekki að hætta alveg að loknu þessu kjörtímabili. Nú stendur þú fyrir atvinnulíf, maður sem rekur eigið fyrirtæki og hefur verið vilhall- ur stóriðju, t.d. Becromal. En eitt mál skekur Norðlendinga núna, þ.e.a.s. Blöndulína 3. Bæði er véfengt flugöryggi hér á Akureyri vegna lagningar háspennumastra og einnig hefur verið rætt um að ásýnd bæjarins skaðist. Sumir segja að þarna takist á annars vegar hagsmunir almennings og ferðaþjónustu og hins vegar þröngir hagsmunir stóriðjunnar. Hver er þín sýn í þessu máli? Ég er svo mikill framkvæmdamaður að ég lifi og hrærist þar, framkvæmdir eru hilla sem ég valdi mér sem starfsvettvang í lífinu. Það pirrar mig ekkert að sjá þessi möstur en ég hins vegar skil alveg þá sem láta þau pirra sig. Mín skoðun er að ef línan hrófl­ ar þótt ekki sé nema agnarögn við hug­ myndinni um að byggja upp alþjóðaflugvöll hér þá eigi strengurinn að fara í jörð. Við erum að tala um einhverja átta kílómetra inni í bæjarlandinu sem eru kannski 2% af heildarlengd línunnar. Akureyri hefur mikla sérstöðu sem eina þéttbýlið sem línan fer í gegnum og þverar útivistarsvæði og fólkvanga okkar. Þess vegna hafa bæjarbúar heimtingu á að við þessu verði brugðist. Þannig að þótt háspennumöstur trufli ekki þín augu þá er krafa þín að strengurinn fari í jörð? Já, ég vona að ríkisnefndin sem nú er störf­ um muni taka tillit til sérstöðu Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar í þessu máli. Þannig að þú munt berjast fyrir jarðstrengjum með kjafti og klóm? Meðan ég ræð einhverju í Akureyrarbæ þá kemur þessi loftlína aldrei hér í gegn. En það skal tekið fram að við höfum ekkert skipulagsvald fyrir Eyjafjarðarsveit. Víkjum þá talinu að flutningi fatlaðra í Húsmæðraskólann þar sem Akureyrarakadem- ían hefur verið til húsa – hvað er gert ráð fyrir miklum kostnaði vegna þess dæmis? Við keyptum hlut ríkisins á 45 milljónir og erum að gæla við að samtals verði kostnað­ ur við þetta upp undir 200 milljónir. Nú er talað um að kjallari hússins sé ekki vel farinn. Sumir telja kostnaðaráætlun við þenn- an pakka mjög vanáætlaðan. Já en bærinn á sína sérfræðinga í þessum málum og ég held að húsið sé í betra standi en áætlað hefur verið. En það er talað um að ekki sé æskilegt að húsnæði fyrir skammtímavist fatlaðra sé á tveimur hæðum. Hefði ekki verið æskilegt að reisa hreinlega nýtt hús fyrir skammtímavistun fatlaðra á einni hæð? Sko, þetta hús var í 75% eigu ríkisins og var komið í sölu. Við hugsuðum sem svo: Er það ekki skylda okkar sem bæjarfélags að hafa áhrif á að það haldist sem mest í upprunalegri mynd? Guðjón Samúelsson hannaði þessa byggingu eins og þú veist. Án inngrips gat skólinn endað sem hótel eða eitthvað allt annað, það er engin friðun á því og við hugsuðum: Ef við tökum húsið og berum virðingu fyrir útliti þess, leyfum útlitinu að halda sér eins og hægt er þá erum við að gera skyldu okkar. Fyrst fannst okkur fáránlegt að hafa þessa starfsemi á 2­3 hæðum en eftir skoðun sérfræðinga kom í ljós að húsið hentar mjög vel fyrir skammtímavistun fatlaðra. En að halda einfaldlega húsinu fyrir þá starf- semi sem rekin hefur verið í því? Og finna fötl- uðum annað stað í nýju húsnæði? Hver átti að borga? Bærinn. Og skaffa framtíðaraðstöðu fyrir mennta og fræðistörf í húsinu – kom það ekki til greina? Já, ef þú ert að tala um Akureyrarakadem­ íuna þá lít ég ekki á hana sem óvin. Nei, en Jón Hjaltason sagnfræðingur hefur t.d. velt upp í Akureyri vikublaði spurningum um hvort fræðimönnum sem þarna hafa verið að störfum lengi sé nægileg virðing sýnd í þessu máli öllu. Sko, ekki það að ég ætli að fara að þvarga við þig um þetta en húsið var til sölu og bærinn hefði aldrei keypt það til þess eins að Akureyrarakademían hefði getað verið þarna. Við hefðum ekki getað réttlætt það. Af hverju ekki? Ég held við séum öll sammála um að svona fræðasetur verður að vera og það hefði kannski verið glæsilegt að hafa svo glæst hús utan um Akureyrarakademíuna en það hefði hreinlega verið útópía. Við lifum ekki í útópíu. Hins vegar er það okkar skoðun að þar sem ríkið leggur Reykjavíkurakadem­ íunni til fé á fjárlögum eigi það að gilda hér líka Í reykfylltu bakherbergi á kontór Odds Helga Halldórssonar í Blikkrás niðri á Eyri settist blaðamaður Akureyrar vikublaðs gegn guðföður L-listans og rakti úr nokkrar garnir. Kannski kom mest á óvart þegar Oddur Helgi óskaði eftir enn ágengari og harðari fréttastefnu hjá Akureyri vikublaði ... Meðan ég ræð einhverju kemur þessi loftlína aldrei hér í gegn ODDUR HELGI HALLDÓRSSON: Finnst ennþá gaman í pólitíkinni þótt stundum gefi á bátinn.

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.