Akureyri - 01.11.2012, Blaðsíða 18
18 1. NÓVEMBER 2012
Gistihús Keavíkur (Bed&Breakfast Keavik Airport)
Valhallarbraut 761 - 235 Reykjanesbæ
Sími 426 5000 - gistihus@internet.is
Frítt - Geymsla á bíl
Frítt - Ferðir til og frá ugvelli
Frítt - Þráðlaust internet
Stór og þægileg herbergi
Morgunmatur innifalinn
Gervihnattasjónvarp
Baðherbergi í öllum herbergjum
Ódýr bílaþrif
frá 1 til 6 manna herbergi
Ertu að fara til útlanda?
Afhverju ekki að losna við stress og læti og gista hjá okkur nóttina fyrir eða eftir
ug? Við geymum bílinn fyrir þig frítt, skutlum þér á ugvöllinn og sækjum þig
aftur. Oft er það ódýrara en bílageymslugjaldið á Leifsstöð.
Hafðu endilega samband...
www.bbkeavik.com
AÐSEND GREIN ERNA INDRIÐADÓTTIR SKRIFAR
Brýnast að efla fjárfest
ingu og skapa atvinnu
Alþjóðlega kreppan sem nú geisar
hefur tekið sinn toll í okkar sam
félagi síðustu fjögur árin og raunar
miklu víðar í heiminum. Ríkisstjórn
undir forystu Jóhönnu Sigurðar
dóttur hefur glímt við afleiðingar
hrunsins síðustu árin og
þegar árangur hennar er
mældur, verður að horfa
fjögur ár aftur í tímann.
Við okkur blasti þjóðar
gjaldþrot með tilheyrandi
óvissu um atvinnu og af
komu. Stór hluti tekna
ríkisins og heimilanna
hvarf á einni nóttu, skuldir
fyrirtækja og einstaklinga stökk
breyttust og atvinnuleysi náði áður
óþekktum hæðum. En flestir hljóta
að vera sammála um að okkur hefur
miðað vel á veg undir stjórn Jafn
aðarmanna, að minnsta kosti metur
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn það svo
og Viðskiptaráð Íslands getur ekki
neitað því að þokast hafi fram á við
á ákveðnum sviðum. Þessari ríkis
stjórn undir forystu Samfylkingar
innar, hefur einnig tekist að koma
í veg fyrir algert hrun í velferðar
þjónustunni. Slíkt er ekki sjálfgefið.
Einstaklingar og fyrirtæki hafa lagt
hart að sér
Það má ekki gleyma því að þessi
árangur er ekki eingöngu ríkis
stjórninni að þakka. Þessi árangur
er verk þeirra þúsunda Íslendinga
sem ganga til vinnu sinnar á hverj
um degi, veiða fisk eða framleiða ál
til að selja í útlöndum, elda mat ofan
í erlenda ferðamenn sem borga fyrir
sig með gjaldeyri. Þetta er líka verk
kennaranna í skólunum sem stöð
ugt eru að skera niður, heilbrigðis
starfsmannanna sem hlaupa hraðar
á hverjum degi og þeirra sem halda
uppi samfélagi okkar frá degi til
dags. Þetta er líka árang
ur þess fólks sem leggur
hart að sér til að standa
í skilum þrátt fyrir hærri
gjöld og hækkandi verð
lag. Að ógleymdum öllum
þeim sem reka lítil og stór
fyrirtæki við erfiðar að
stæður og gefast ekki upp,
skapa bæði verðmæti og
atvinnu. Þegar betur árar, á það að
verða okkar fyrsta verk að leyfa
þeim sem harðast hafa lagt að sér
að njóta þess.
Róm var ekki byggð á einum degi
En endurreisn landsins tekur tíma,
Róm var ekki byggð á einum degi og
enn bíða mörg óleyst verkefni. Þar er
brýnast að efla fjárfestingu og skapa
atvinnu og það má aldrei gleymast
að standa vörð um kjör þeirra sem
lakast eru settir. Ég treysti Samfylk
ingunni best í þeim verkefnum sem
framundan eru og tel að flokkurinn
eigi að ganga óbundinn til næstu
kosninga. Ég býð fram reynslu mína
og þekkingu til að taka þátt í þessum
verkefnum og skora á alla Samfylk
ingarmenn og stuðningsmenn flokks
ins að kjósa í prófkjöri flokksins 9.
Og 10. nóvember. Stuðningsmenn
þurfa að vera búnir að skrá sig á
heimasíðu flokksins fyrir 2. Nóvem
ber, annars fá þeir ekki að kjósa.
AÐSEND GREIN JÓNÍNA RÓS GUÐMUNDSDÓTTIR SKRIFAR
Barátta fyrir betra lífi
Nú um miðjan október kom út ný
skýrsla: Farsæld, baráttan gegn fá
tækt á Íslandi. Skýrslan er unnin af
hópi fólks sem vill leita leiða til að
bregðast við fátækt á Íslandi, safna
upplýsingum um málið og vinna síð
an aðgerðaáætlun byggða
á upplýsingunum. Hópur
inn bendir á að málefn
anlega umræðu um það
samfélagslega mein sem
fátækt er, skorti, meira
hafi farið fyrir æsilegri
umfjöllun fjölmiðla um
málefni einstaklinga. Eft
ir efnahagshrunið hafi þó
umræðan um fátækt komist upp á
yfirborðið en ekki verið þögguð niður
eins og gjarnan hafi verið áður vegna
skammarinnar sem hún vakti.
Tillögur starfshópsins eru m.a.:
Að fram fari fræðsla um vel
ferðarhugtakið með það að leiðar
ljósi að leggja áherslu á styrkleika
fólks en ekki veikleika og vangetu.
Að áhersla sé lögð á mannréttindi,
valdeflingu og félagsauð, með skil
greiningu á grunnframfærsluviðmið
um og þátttökuviðmiðum svo engin
þurfi að búa við skort svo varanlegur
skaði hljótist af né upplifa sig ein
angraðan og án tilgangs fyrir sam
félagið.
Að leggja áherslu á fjölskyldur
og félagslegan arf, rjúfa vítahring
fátæktar með því að styrkja fjöl
skylduna, hvetja til samheldni og
bæta möguleika ungs fólks til náms.
Að gera það eftirsóknarvert að
vera virkur í samfélaginu, ekki síst
fyrir ungt fólk, sem oft þarf að að
stoða einstaklingsbundið til náms
eða starfs og fylgja því eftir.
Tillögur hópsins eru
uppbyggilegar og sýna
skilning á vandasömu verk
efni. Opinberir aðilar þurfa
að taka tillit til þessara til
lagna í áætlanagerð sinni,
bæði hvað stefnumótun og
fjármagn varðar.
Fátækt er veruleiki á
Íslandi, lítið fjármagn hefur legið
á lausu til að vinna markvisst gegn
því samfélagslega böli sem fátækt er,
þó að mörgu leyti hafi tekist að verja
kjör þeirra sem verst standa. Nú er
tímabært að vinna markvissa áætl
un til að uppræta fátækt á Íslandi í
víðusta skilningi þess orðs svo allir
Íslendingar geti borið höfuðið hátt
og lifað lífi sínu með reisn.
Viðurkennum vandann, gerum
áætlun um lausn hans og vinnum
eftir henni, þannig eigum við að
uppræta samfélagsmein og þannig
eigum við að vinna að uppbyggingu
fleiri málaflokka sem ekki eru í því
horfi sem við viljum hafa þá.
Höfundur er þingmaður og frambjóð-
andi í prófkjöri Samfylkingarinnar
ÞESSA DAGANA BÍÐA Norðlendingar á gulu ljósi eftir betri tíð. Völundur
Jónína Rós
Guðmundsdóttir
Erna
Indriðadóttir
Lestu fréttirnar og
ræddu málin á akv.is