Morgunblaðið - 19.12.2013, Side 1
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2013
ÍÞRÓTTIR
Körfubolti Snæfell er á toppi Dominos-deildar kvenna en liðið æfir ekki allt saman. Sumar ekki búsettar í
Stykkishólmi. Hildur telur Snæfell geta bætt sig. Lele Hardy er besti leikmaður deildarinnar. 2-3
Íþróttir
mbl.is
Alexander Petersson, sem ekki gef-
ur kost á sér í íslenska landsliðið fyr-
ir EM í Danmörku í janúar, skoraði
þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Lö-
wen þegar liðið lagði Balingen,
37:30, í þýsku 1. deildinni í handbolta
í gærkvöldi.
Alexander, sem glímir við erfið
meiðsli í öxl, treystir sér ekki í það
álag sem fylgir stórmóti en hann
bryður verkjalyf milli leikja í Þýska-
landi eins og áður hefur verið greint
frá. Stefán Rafn Sigurmannsson
komst ekki á blað fyrir Löwen í gær-
kvöldi sem komst upp að hlið Hamb-
urg í fjórða sæti deildarinnar með
sigrinum.
Guðjón Valur og Aron flottir
Kiel burstaði Lemgo, 38:25, í gær-
kvöldi og komst upp að hlið Flens-
burg á toppi deildarinnar en læri-
sveinar Alfreðs Gíslasonar eiga að
auki leik til góða.
Guðjón Valur Sigurðsson, sem til-
kynnti í vikunni að hann yfirgefi liðið
í lok tímabilsins, skoraði sjö mörk
fyrir meistarana en hann var marka-
hæstur hjá Kiel ásamt skyttunum
Marko Vujin og Wael Jallouz. Aron
Pálmarsson bætti við fjórum mörk-
um auk þess sem hann stýrði leik
liðsins stórvel að vanda. Kiel er með
32 stig eins og Flensburg en Flens-
burg vann innbyrðis viðureign lið-
anna á dögunum. tom as@mbl.is
Alexander skoraði þrjú
Skyttan á ferðinni í sigurleik Ljónanna í gærkvöldi
Ellefu íslensk mörk í stórsigri meistara Kiel á Lemgo
EPA
Góður Alexander Petersson glímir við erfið meiðsli í öxl en skoraði þrjú.
Í fyrsta skipti síðan 2005 mun
Noregur ekki leika um verðlaun á
stórmóti kvenna í handbolta eftir
að lærimeyjum Þóris Hergeirs-
sonar var skellt í átta liða úrslit-
um af heimamönnum í Serbíu,
28:25.
Norsku stúlkurnar höfðu mest
fimm marka forskot í leiknum en
spilamennska þeirra hrundi í
seinni hálfleik og gengu þær serb-
nesku á lagið. „Það var mikill
barningur í leiknum og okkur
vantaði meiri líkamlegan styrk.
Við verðum því að fara heim og
æfa meira,“ sagði Þórir Hergeirs-
son við TV2 eftir leikinn.
Ríflega 16.000 áhorfendur fylgd-
ust með leiknum í gær en von-
brigði þeirra norsku leyndu sér
ekki í leikslok. „Það fór allt úr-
skeiðis í seinni hálfleik sem úr-
skeiðis gat farið. Draumurinn sem
við lifðum fyrir er á enda. Ég veit
ekki hvernig við græðum sárin,“
sagði sársvekkt Camilla Herrem,
leikmaður norska liðsins, eftir leik.
Gærdagurinn var viss sigur fyr-
ir dönsku þjálfarastéttina því þrjú
lið af þeim fjórum sem leika til
undanúrslita, Danmörk, Pólland
og Brasilía, eru öll undir stjórn
danskra þjálfara.
Brasilía vann spennuþrunginn
sigur á Ungverjalandi í framleng-
ingu, Pólland vann afar óvæntan
sigur á firnasterku liði Frakklands
og Danir lögðu Þjóðverja. Undan-
úrslitin fara fram á morgun. tom-
as@mbl.is
AFP
Tár á hvarmi Norsku stúlkurnar voru nær óhuggandi eftir tapið gegn Serbíu í átta liða úrslitum HM í gærkvöldi enda voru þær líklegar til afreka.
Vonbrigði hjá Noregi
Heims- og ólympíumeistararnir úr leik í Serbíu eftir tap gegn heimamönnum
Mest fimm mörkum yfir en leikur þeirra norsku hrundi í seinni hálfleik
Íslendingaslagur
AZ Alkmaar og
Heerenveen í 16
liða úrslitum
hollensku bikar-
keppninnar í fót-
bolta í gærkvöldi
endaði í víta-
spyrnukeppni.
Staðan að lokn-
um venjulegum
leiktíma var 1:1
en Aron Jóhannsson skoraði mark
AZ. Hann kom bikarmeisturunum
svo yfir á 105. mínútu í framleng-
ingu en gestirnir í Heerenveen
jöfnuðu metin í uppbótartíma, 2:2.
Í vítaspyrnukeppninni skoruðu
Aron og Alfreð fyrir sín lið en Jó-
hann Berg var farinn af velli. Í
bráðabananum varði Esteban Al-
varado, markvörður AZ, 7. spyrnu
Heerenveen og kom sínu liði
áfram.
Aron og
Jóhann Berg
skelltu Alfreð
Aron
Jóhannsson
Marokkósku meistararnir Raja
Casablanca komu mjög á óvart í
gærkvöld þegar þeir sigruðu suður-
amerísku meistarana Atlético Mi-
neiro frá Brasilíu, 3:1, í undan-
úrslitum heimsbikars félagsliða í
knattspyrnu í Marrakesh í Mar-
okkó. Glæsimark sem hinn gam-
alkunni Ronaldinho skoraði fyrir
Atlético, beint úr aukaspyrnu,
dugði skammt.
Það verða því Raja Casablanca
og Evrópumeistarar Bayern Mün-
chen sem leika til úrslita um heims-
bikarinn á laugardaginn.
Þetta er í fyrsta skipti sem lið frá
arabaríki kemst í úrslitaleik heims-
bikarsins og í annað sinn sem Afr-
íkulið leikur til úrslita. vs@mbl.is
Casablanca
mætir Bayern
í úrslitaleik