Monitor - 12.12.2013, Page 14

Monitor - 12.12.2013, Page 14
14 Monitor fimmtudagur 12. desember 2013 sé öflugra í mörgum öðrum greinum en stjórnmálafræði, sérstaklega þessum rótgrónari og eldri greinum. Þarna er fólk líka sumt byrjað að eignast börn og alvara lífsins farin að bíta mann í rassinn. Fyrsta árið lagði ég alveg áherslu á námið og bauð mig ekkert fram svona til tilbreytingar. Það entist reyndar ekki lengi, en annað árið mitt tók ég þátt í Vöku og varð síðan formaður þar. Á þessum árum vann Röskva reyndar alltaf, enda voru Davíð Oddsson og Björn Bjarnason ráðherrar og það þótti ekki í tísku að vera með menn sem voru eins og snýttir út úr nösunum á þeim í stúdentaráði. Það var hins vegar alltaf skemmtilegra í okkar partýum. Áhugavert, en aftur að öðru. Nú ert þú með nútímalegri stjórnmálamönnum og ert t.d. virkur á Facebook og Twitter. Er þetta leiðin til þess að gera stjórnmálin aðgengilegri fyrir ungt fólk? Þeir stjórnmálamenn sem höfða best til yngra fólks eru þeir sem nýta sömu samskiptaleiðir og ungt fólk notar og við sjáum það úti um allan heim. Ímyndaðu þér ef stjórnmála- maður á sjöunda áratugnum hefði neitað að fara í sjónvarp. Það er algjörlega nauðsynlegt og skylda þeirra sem eru í pólitík að vera sjáanlegir og virkir á þessum miðlum. Ég nota t.d. ekki viðtalstíma, enda lítill hópur sem bókar slík viðtöl. Ég nota hins vegar Facebok, Twitter og Instagram og fæ þar skilaboð sem ég svara. Fólk tekur t.d. mynd af holu í götunni, setur hana á Instagram og taggar mig og þannig get ég svarað strax. Ég ákvað að halda þessu áfram þegar ég fór í sjónvarpið núna og er með Twitter þar inni. Ég las viðtal við þig hjá Sindra Jenssyni um daginn þar sem þú talaðir um að íslenskir stjórnmálamenn þyrftu að finna sér nýjar tískufyrirmyndir. Nú ert oft talað um að þú sért með best klæddu stjórnmálamönnunum, pælir þú mikið í stílnum? Það held ég ekki. Ég held hins vegar að ungir menn í dag pæli mun meira í fatnaði en þeir eldri gerðu. Gamla kynslóð- in var oft þannig að konurnar keyptu föt á karlana sína, en mér fyndist það mjög skrýtið í dag. Mamma mín klæddi mig aldrei eftir að ég komst til vits og ára og konan mín hefur aldrei klætt mig, ég sé alveg um það sjálfur. Mér skilst líka að þú horfir á hina stórkostlegu þætti Newsroom, hvaða karakter er þar í uppáhaldi? Ég er algjörWill McAvoy maður. Ég hef hins vegar alltaf átt þann draum að vera pródúsent í sjónvarpi þannig að ég fíla MacKenzie líka mjög mikið. Ég dýrkaði alltaf myndina Broad- cast News, en hún var lengi vel einhver besta mynd sem gerð hafði verið um sjónvarpsfréttir. Mér fannst þvílík snilld þegar Newsroom byrjaði, enda skrifuð af Aaron Sorkin sem gerði bæðiWestWing og Social Network. Hann var reyndar aðeins ör á tímabili, enda var hann stundum kallaður „Aaron Snorkin“. Það er hægt að lesa aðeins í það. Samtölin í þessum þáttum eru líka gríðarlega hröð og skemmtileg, alveg eins og þau eru inni á raunverulegri sjónvarpsfréttastofu. En fyrst ég var að tala um sjónvarpsþætti verð ég líka að minnast á íslensku þættina. Það er mikið talað um það þessa dagana að RÚV sé of mikið í samkeppni við einkastöðvarnar. Að mínu mati er RÚV núna hins vegar með sína bestu sjón- varpsdagskrá í mjög langan tíma. RÚV er með bókmennta- þátt á besta tíma sem er gríðarlega vinsæll. Við erum með frábæran þátt um íslenskt mál sem er sýndur á besta tíma á sunnudegi, hver hefði sagt fyrir nokkrum árum „Hey, gerum þátt um íslensku“. Síðan erum við með þátt um íslenskt menningarlíf sem heitir Djöfleyjan, Kastljósið sem er einn vinsælasti þáttur landsins, Stundina okkar og leikið efni fyrir krakka, Hraðfréttir o.s.frv. Að mínu mati er þetta nákvæmlega það sem ríkissjónvarp á að gera. Burtséð frá sjónvarpsþáttunum, hvað gerirðu annað utan vinnu? Ég hef alltaf verið töluvert í fótboltanum, ég var í Leikni í Breiðholti en hann hélt góðum mönnum því miður ekki mjög lengi í gamla daga. Ég fór annað um tíma en kom síðan aftur þangað. Ég stofnaði síðan fótboltalið þegar við vorum að klára Verzló, en þá var nýbúið að stofna utandeildina. Liðið okkar hét Ragnan, beygist eins og Stjarnan. Hvers vegna varð það nafn fyrir valinu? Ég gef ekkert upp um það. Fótbolti er hins vegar eitt það skemmtilegasta sem ég geri og við spilum í hverri einustu viku. Auk þess les ég mjög mikið og hef gaman af alls kyns bókmenntum, ég les alls kyns skáldsögur og les líka mikið um borgarmál. Að lokum, nú ert þú nýbúinn að skipta um starfsvettvang aftur. Hvað verður Gísli Marteinn að gera eftir tuttugu ár? Góð spurning. Ef þú hefðir spurt mig fyrir tuttugu árum hefði ég örugglega svarað því til að ég yrði í sjónvarpi eftir tuttugu ár. Mér fannst sjónvarpið svo skemmtilegt að ég var alveg til í að eldast bara í þessu. Ég fór m.a. einu sinni og hitti Larry King, en hann var þá um sjötugt og hafði verið í sjón- varpi alla ævi. Ég sá hvað hann var að gera og hugsaði mér að þetta væri ekki slæmt hlutskipti í lífinu. Nú er spurningin hins vegar hvað ég ætla að gera þegar ég verð sextugur. Þessu er erfitt að svara en ég verð allavega algjörlega sáttur ef ég verð ennþá í sjónvarpi. Ef sjónvarp verður ekki lengur til verð ég kannski að gera eitthvað allt annað. Ég vil bara gera hluti sem mér finnst skemmtilegir og leiðin til þess að ná því er að standa sig vel í því sem maður gerir hverju sinni. „Sumar þjóðir fengu fasista, en við vorum svo heppin að fá grínista.“

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.