Morgunblaðið - 22.01.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 22.01.2014, Síða 1
AVENSIS TERRA ÓMÓTSTÆÐILEGT TILBOÐSVERÐ ÍS LE N SK A/ SI A. IS /T O Y 65 95 9 01 /1 4 Verð frá: 3.890.000 kr. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi *Avensis Terra á tilboðsverði er í boði í takmarkaðan tíma. M I Ð V I K U D A G U R 2 2. J A N Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  18. tölublað  102. árgangur  EINSTÖK LISTA- VERK FRÁ ÞVÍ FYRIR LANDNÁM Í FARBANNI Í KÍNA EN MÁ NOTA TWITTER HLAUT LJÓÐSTAF JÓNS ÚR VÖR Í ANNAÐ SINN AI WEIEI 31 ANTON HELGI JÓNSSON 33EINAR GRÉTARSSON 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit er fyrir að útflutningsverðmæti loðnu og kolmunna dragist saman um tugi prósenta milli ára og þjóðar- búið verði þannig af milljörðum. Garðar Svavarsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, vísar til þróunar á mörkuðum. „Verðlækkun á loðnu og kolmunna orsakast fyrst og fremst af lækkunum á fiskimjöli og lýsi. Verð á mjöli hefur lækkað um 20-25% frá sama tíma í fyrra og lýsi um rúm 30%,“ segir Garðar. Byrjunarkvóti íslenskra skipa á loðnu er nú 85.000 tonn en til sam- anburðar var heildarkvótinn 400.000 tonn í fyrra. Garðar segist sannfærð- ur um að mælingar Hafrannsókna- stofnunar gefi tilefni til aukins loðnukvóta. Útflutningsverðmætið hafi verið um 30 milljarðar kr. í fyrra en upphafsheimildir nú muni skila um 5-6 milljörðum. Gjöldin 75% af framlegð veiða Með hliðsjón af hækkun veiði- gjalda verði hlutur útgerðar rýr. „Á þessari stundu eru veiðigjöldin um 75% af framlegð loðnuveiðanna. Veiðigjöldin tvöfölduðust milli fisk- veiðiára, en að auki þurfum við að glíma við umtalsverðar verðlækkan- ir, sérstaklega á mjöli og lýsi,“ segir Garðar um arðsemina. Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur lagt til 950.000 tonna heildarkvóta á kolmunna í ár og koma 167.000 tonn í hlut Íslands. Áætlar Garðar að útflutningsverð- mætið sé um 6 milljarðar en tekur fram að það sé lauslegt mat. Gunn- þór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir útgerðina munu tapa á kolmunnaveiðum. „Framlegð kolmunnaveiða mun ekki standa undir veiðigjaldi,“ segir Gunnþór. MDregur úr verðmæti loðnu »9 Þýðir milljarða samdrátt  Verðlækkanir á fiskimjöli og lýsi rýra útflutningsverðmæti loðnu og kolmunna  Um 75% af framlegð loðnuveiða hjá HB Granda fara til greiðslu á veiðigjaldi Óvissa um makríl » Úrslitalota í makríldeilunni hefst í London í dag með fundi samninganefnda ríkjanna. » Áður en þeirri lotu lýkur er óvíst hver makrílkvóti íslensku útgerðarinnar verður. » Veiðigjald á kolmunna hækkaði um áramótin úr 3,7 krónum á kílóið í 4,8 krónur og úr 3 kr. í 6,20 kr. á kílóinu af loðnu. Það er ekki að sjá að það væsi um hestana í Flóanum á Suðurlandi sem eru á fullri gjöf og er holdafar þeirra gott eftir því. Veðrið hefur verið milt undanfarið og geta því hrossin kroppað í sinuna þar sem klakinn liggur ekki yfir túnum. Mynd af fákunum speglast skemmtilega í svellinu. Morgunblaðið/Golli Vænir fákar á gjöf í Flóanum Milt veður á Suðurlandi fer mjúklega með hrossin Alls fluttust 1.570 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en frá því í fyrra. Aðfluttir erlendir ríkisborg- arar voru 3.920 en brottfluttir 2.350. Til samanburðar fluttu 3.150 ís- lenskir ríkisborgarar frá Íslandi en 3.110 til landsins í fyrra. Pólverjar eru sem fyrr fjölmennir í hópi innflytjenda. Þannig fluttu hingað 1.310 pólskir ríkisborgarar í fyrra en 520 frá landinu. Aðfluttir umfram brottflutta voru því 790. Fjöldi Íslendinga flutti til og frá Norðurlöndum í fyrra. Héðan fluttu 720 íslenskir ríkisborgarar til Dan- merkur. Á móti fluttu 1.000 íslenskir ríkisborgarar heim frá Danmörku. Þessu var öfugt farið í Noregi. Þang- að fluttu 990 íslenskir ríkisborgarar en 680 fluttu heim til Íslands frá Noregi. »4 Búferlaflutningar íslenskra og erlendra ríkisborgara Aðfluttir og brottfluttir 2013* *Heimild: Ársfjórðungslegar skýrslur Hagstofu Íslands ummannfjöldaþróun. 2.000 1.500 1.000 500 0 -500 1.570 -40 Erl. ríkis- borgarar Ísl. ríkis- borgarar Pólverjum fjölgaði um 790  Straumur inn- flytjenda til Íslands Auglýst hefur verið tillaga að breyttu deililskipulagi fyrir Glað- heimasvæðið í Kópavogi, þar sem áður var athafnasvæði hesta- mannafélagsins Gusts. Um er að ræða austurhluta Glaðheima, bygg- ingarreit 2. Þar eiga að rísa nærri 300 íbúðir í fjölbýli og gert ráð fyr- ir leikskóla og útivistarsvæði í miðju byggingarreitsins. Kópa- vogsbær áætlar að um 700 íbúar muni búa á þessu svæði. Samkvæmt nýju aðalskipulagi er reiknað með alls um 500 íbúðum á Glaðheimasvæðinu öllu og því er eftir að deiluskipuleggja svæði fyr- ir um 200 íbúðir. Einnig er reiknað með atvinnu- og verslunarhúsnæði á reit 1, sem stendur milli íbúða- byggðar á reit 2 og Reykjanes- brautar. »12 Skipuleggja um 300 nýj- ar íbúðir Teikning/Kópavogsbær Kópavogur Horft til suðurs á bygg- ingarreit 2 í Glaðheimum.  Aðstandendur átaksverkefnisins Konur í tækni vilja hvetja konur til að leggja fyrir sig nám í tækni- greinum og efla konur innan tæknigeirans. Auður Alfa Ólafs- dóttir, markaðs- stjóri Green- Qloud, segir áskorun að leggja af þá mýtu að tæknistörf séu fyrst og fremst fyrir karlmenn. »18 Fleiri konur vantar í störf í tæknigreinum Auður Alfa Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.