Morgunblaðið - 22.01.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.01.2014, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is Erum með allt fyrir Góður endir á góðum degi Nuddpottar Hreinsiefni Síur Viðgerðarþjónusta Varahlutir Malín Brand malin@mbl.is Listaverk Einars eru til-komumikil og harlaóvenjuleg. Það eru mörgár síðan hann byrjaði að kanna hvernig setja mætti jarðlög upp á vegg og hefur hann unnið að listsköpuninni síðan árið 2005. Hann vann hjá RALA, Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins og var það í kringum samvinnu- verkefni vísindamanna um eld- fjallajarðveg í Evrópu sem hugmyndin að jarðlagalistaverk- unum kviknaði. Einn vísindamann- anna hélt utan um svonefndan „soil database“ og safnaði því sniðum úr jarðveginum til að hafa dæmi um hvernig jarðvegurinn er á mismun- andi stöðum í heiminum. Hann kom eitt sinn til Íslands og þá var Einar með honum í för um landið allt þar sem snið úr jarðvegi voru tekin. Snið verða að listaverkum Í framhaldi af ferðinni um landið fór Einar með vísindamann- inum til Hollands og sá þar hvernig sniðin eru varðveitt. Snið sem Einar vann eru notuð við kennslu í Landbúnaðarháskólanum og hanga þar uppi á vegg. „Jarðfræðikennararnir hafa getað sýnt nemendunum mismun- andi lagskiptingu í jarðveginum. Moldin er ekki bara brún. Hún get- ur verið mismunandi á litinn og í henni mismunandi kornastærðir,“ útskýrir Einar sem hætti síðar að vinna fyrir RALA sem nú heitir Landbúnaðarháskóli Íslands. Þrátt fyrir að hafa hætt að vinna í þessu umhverfi segir Einar Einstök listaverk frá því fyrir landnám Tæknifræðingurinn og listamaðurinn Einar Grétarsson ver frítíma sínum í að vinna einstök listaverk úr íslenskum jarðlögum. Hvert listaverk spannar mörg þúsund ára sögu landsins og hvert verk um sig er einstakt, enda eru jarðlögin hvergi nákvæmlega eins. Að jafnaði tekur gerð hvers verks um hálft ár og eru aðferðir Einars við samsetningu þeirra og vinnslu hávísindalegar. Morgunblaðið/Rósa Braga Listamaður Einar Grétarsson vinnur listaverk sín í frítímanum. Að störfum Einar Grétarsson nær í jarðvegssnið við Geysi. Hér gildir að vera þolinmóður og vandvirkur. Því næst er jarðvegurinn þurrkaður vel. Hver kannast ekki við að vera uppi- skroppa með hugmyndir þegar kem- ur að því að elda, einu sinni enn. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu og þá er tilvalið að nýta sér alheimsnetið, en þar er urm- ull af uppskriftasíðum. Ein þeirra, rammíslenska, má nefna hér, vefupp- skriftir.com, en þar eru ótal upp- skriftir, bæði fyrir þá sem vilja elda einfaldan mat en líka fyrir þá sem vilja gera eitthvað flóknara. Þarna eru uppskriftir frá öllum heims- hornum, ítalskar, amerískar, aust- rænar og flokkarnir margir, dögurður, drykkir, meðlæti, grill, grænmeti, fiskur, kjöt, villibráð, kökur, sósur, pönnukökur, bara nefna það og það er þarna. Vefsíðan virkar auk þess í báðar áttir, því hver sem er getur sett uppskrift inn á hana til að deila með öðrum og bæta í sarpinn. Hægt er að fá uppskriftir sendar á heimasíður. Vefsíðan www.vefuppskriftir.com Matur Öll þurfum við að borða og gott er að breyta stundum til í matargerð. Allskonar uppskriftir fyrir alla Nú líður senn að þorra og þá er nú eins gott að vera klár í að borða þorramat. Eitt af því sem er ómiss- andi á þorrablótum er hákarlinn, svona líka ilmandi og bragðsterkur. En ekki eiga allir jafn auðvelt með að koma niður litlum hákarlsbita og því er full ástæða til að æfa sig nú þegar og verða sér úti um eins mildan há- karl og mögulegt er, því hann er jú misjafnlega sterkur. Þegar fólki hefur tekist að koma niður nokkrum mild- um er um að gera að snúa sér að þeim sterku og mæta svo á næsta þorrablót fullfær í því að graðgað í sig alvöru hákarl, án þess að æla. Endilega … … æfið ykkur í hákarlsáti Morgunblaðið/Ómar Hákarl Hnossgæti að margra mati. Borgarbókasafn Reykjavíkur og Rauði krossinn í Reykjavík hafa um árabil boðið upp á heimanámsaðstoð fyrir nemendur í grunnskóla og nú hefur skóla- og frístundasvið Reykja- víkurborgar bæst í samstarfshópinn. Heimanámsaðstoðin felst í því að nemendum í 4.-10. bekk býðst að koma með heimanámið sitt á bóka- safnið og fá aðstoð frá sjálfboða- liðum Rauða krossins í Reykjavík. Meðfram heimanámsaðstoðinni fá nemendur tækifæri til að kynnast bókasafninu, starfi þess og safn- kosti. Megináhersla er lögð á að bjóða upp á gott umhverfi sem styð- ur við áframhaldandi nám, styrkja sjálfsmynd þeirra og gefa þeim möguleika á að hitta vini sína og eignast nýja. Allir nemendur eru vel- komnir og er hægt að nálgast upplýs- ingar á sex tungumálum á heimasíðu verkefnisins www.heilahristingur.is. Einnig á facebook „Heilahristingur“ Heimanámsaðstoðin býðst á Kringlu- safni mánudaga kl. 14.45-16.15 og á Gerðubergssafni miðvikudaga kl. 14.30-16.00. Það er leikur að læra Ókeypis heimanámsaðstoð fyrir 4.-10. bekkinga á bókasafninu Morgunblaðið/Heiddi Bókasafnssamvera Gaman er að lesa saman. Þær Krista Einarsdóttir og Rak- el Hlynsdóttir hittust á bókasafni Gerðubergs fyrir nokkrum árum með bók. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.