Morgunblaðið - 14.01.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.2014, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2014 ÍÞRÓTTIR Íþróttir mbl.is AFP Tárvotur Cristiano Ronaldo gat ekki leynt tilfinningum sínum er hann tók við gullboltanum sem besti leikmaður heims fyrir árið 2013. Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is „Ég vil þakka öllum sem hafa stutt mig. Konan mín, vinir mínir og sonur. Þetta er ógleymanleg og tilfinningarík stund,“ sagði tárvotur Cristiano Ronaldo, haldandi á gullboltanum sem verðlaun- um fyrir að vera kjörinn besti leikmaður heims á galakvöldi í Sviss í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem Ronaldo er kjörinn sá besti í heimi en síðast fagnaði hann sigri í kjörinu árið 2008 eftir að hann tryggði Manchester Unit- ed Englands- og Evrópumeistaratitil. Síðan þá hefur eini maðurinn sem getur skákað Portúgal- anum ótrúlega, Lionel Messi, verið kjörinn sá besti fjögur ár í röð en einokun hans lauk í gær og skiptu verðlaunin Ronaldo augljóslega miklu máli en tilfinningarnar báru hann ofurliði. Messi varð þriðji í kjörinu að þessu sinni en Frank Ribéry, leikmaður Bayern München og Frakklands, varð annar. Takk! „Ég vil þakka öllum mínum liðsfélögum hjá fé- lagi mínu sem og í landsliðinu. Án þeirra framlags hefði þetta aldrei verið mögulegt. Ég er mjög glaður enda þarf að leggja hart að sér til þess að vinna þessi mögnuðu verðlaun,“ sagði Ronaldo eftir að hann hafði náð að jafna sig og hemja tára- flóðið. „Það eina sem ég get sagt við alla sem hafa á einhvern hátt komið að þessu er, takk!“ bætti Portúgalinn við en sonur hans kom síðan upp á sviðið og fékk að halda á sigurlaunum föður síns. Þjóðverjinn Nadine Angerer var kjörin besta knattspyrnukonan fyrir árið 2013 en hún varð Evrópumeistari með Þýskalandi á síðasta ári. Hún er jafnframt fyrirliði þýska liðsins. Angerer fór hamförum á Evrópumótinu og varði m.a. tvær vítaspyrnur í úrslitaleiknum gegn Noregi. Silvia Neid, þjálfari þýska kvennalandsliðsins, var kjörin þjálfari ársins í kvennaflokki og Jupp Heynckes, fyrrverandi þjálfari Bayern München, fékk sömu verðlaun í karlaflokki. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kaus Ronaldo bestan en Lars Lagerbäck, þjálfari Íslands, kaus samlanda sinn, Zlatan Ibrahimovic. Víðir Sigurðsson, íþrótta- stjóri Morgunblaðsins, er fulltrúi íslenskra fjöl- miðla í kjörinu en hann kaus Ronaldo bestan líkt og Aron.  Cristiano Ronaldo kjörinn besti knattspyrnumaður heims eftir fjögurra ára einokun Messis  Tilfinningarnar báru hann ofurliði  Nadine Angerer best Sá besti grét af gleði Nadine Angerer Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik, en þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í gær- kvöldi. Arnór Sveinn verður 28 ára gamall í lok mánaðarins og er uppalinn hjá Breiðabliki. Hann á að baki fjöl- marga leiki fyrir liðið og var til að mynda lykilleikmaður liðsins árið 2009 og 2010 þegar liðið hampaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitl- inum. Arnór hefur einnig leikið 12 A- landsleiki og 9 U21 árs leiki fyrir Íslands hönd. Síðustu árin eða frá árinu 2011 hefur Arnór svo leikið fyrir Hönefoss í Noregi. „Knattspyrnudeild Breiðabliks lýsir mikilli ánægju sinni með að vera búin að endurheimta Arnór Svein aftur í Blikabúninginn og væntir mikils af honum næstu þrjú árin hið minnsta.“ sport@mbl.is Arnór Sveinn kominn heim til Breiðabliks Arnór Sveinn Aðalsteinsson Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is „Ég kem til með að fá meiri stuðning í starfinu og kom því tvíefldur til leiks,“ segir Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, við Morgunblaðið um ástæðu þess að hann er hættur við að hætta sem landsliðsþjálfari. Í byrjun desember tilkynnti Golfsamband Ís- lands að Úlfar hefði látið af störfum og sagði hann þá réttan tímapunkt fyrir sig að hætta en Úlfar tók við landsliðinu í nóvember 2011. „Ég hef gegnt öðru starfi samhliða landsliðs- þjálfuninni sem íþróttastjóri GKG og mér fannst álagið bara vera of mikið. Það eru verkefni á hvorumtveggja vígstöðvum og þau færast í aukana. Nú verður smá breyt- ing á landsliðinu þar sem ég fæ gott fólk með mér til aðstoðar en það er of snemmt að fara að tala um hverjir það verða. Ég held samt áfram að velja liðin,“ segir Úlfar sem fagnar því að halda áfram sem landsliðsþjálf- ari. „Maður hefur auðvitað mikinn metnað fyrir því að vera landsliðsþjálfari og landsliðsmálunum í heildina. Maður er líka á fullu í uppbyggingarstarfi hjá GKG og saman tengist þetta allt. Ég held svo að kraftar mínir og reynsla muni nýtast hjá lands- liðinu,“ segir Úlfar. Það er spennandi ár framundan í golfinu og nóg að gera þannig að það var líklega um lítið annað að ræða en að Úlfar fengi aðstoð. „Fram að vori eru æfingabúðir hjá afrekshópum GSÍ og svo eru stóru mótin í sumar. Við tökum þátt í fjórum Evrópumótum (karla, kvenna, pilta og stúlkna) sem eru heilmikil verkefni. Þetta er líka allt að gerast á sama tíma. Það verður kappkostað við að undirbúa keppendur fyrir þessu mót,“ segir Úlfar Jónsson, endurráðinn landsliðsþjálfari í golfi. Úlfar fær meiri aðstoð með landsliðin  Heldur áfram sem landsliðsþjálfari í golfi  Fær aðstoðarmenn til að sinna álaginu Úlfar Jónsson 14. janúar 1985 Tékkneska tennisstjarnan Mart- ina Navratilova vinnur sitt 100. mót á ferlinum í einliðaleik sem at- vinnumaður í tenn- is, í Washington. Hún varð þar með önnur konan frá upphafi til að ná þeim áfanga, á eft- ir Chris Evert Lloyd, en eini karlinn sem hafði unnið þetta af- rek á þeim tíma var Jimmy Con- nors. 14. janúar 1986 Ísland sigrar Danmörku, 20:17, í fyrsta leiknum í Eystrasaltsmóti karla í Árósum. Kristján Arason skoraði 8 mörk og Þorbergur Aðalsteinsson 7 þannig að þeir tveir sáu um 75 prósent marka íslenska liðsins. „Dönsku leik- mennirnir reyndu allt hvað þeir gátu til að stöðva þá en án árang- urs,“ segir í umfjöllun Morg- unblaðsins. 14. janúar 2011 Ísland vinnur sannfærandi sigur á Ungverjum, 32:26, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Norrköp- ing. Aron Pálmarsson gerði 8 mörk og Alexander Petersson 5. „Sigurinn lyginni líkastur,“ og „Sá tvítugi hjó á hnútinn,“ sagði í fyrirsögnum Morgunblaðsins og í þeirri síðari var vitnað til Ar- ons. Á ÞESSUM DEGI EM2014 Ísland mætir Ungverjalandi í Álaborg klukkan 17 í dag. Stig gulltryggir íslenska liðinu sæti í milliriðli keppninnar. Ungverjar hafa verið erfiðir mótherjar og eru með reyndan og klókan þjálfara. 2-3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.