Morgunblaðið - 14.01.2014, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2014
EM 2014
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
„Fyrir EM fannst mér, eins og ég
minntist á, strákarnir vera of að-
gerðalausir í vörninni en gegn Nor-
egi var annað uppi á teningnum.
Vignir og Sverre stigu út í ákveðnar
hreyfingar Norðmanna, náðu að
mæta skyttunum inni á miðjunni,
mjög framarlega, sem gerði það að
verkum að þeir reyndu erfiðar og
tæpar línusendingar sem við refs-
uðum fyrir með hraðaupphlaupum.
Þetta er okkar leikur og svona spil-
um við best,“ segir Guðlaugur Arn-
arsson, þjálfari Fram í Olís-
deildinni í handbolta, sem er mikill
varnarsérfræðingur enda var hann
frábær varnarmaður á sínum ferli.
Guðlaugur var einn þeirra sem
höfðu áhyggjur af varnarleik strák-
anna okkar fyrir EM eins og hann
greindi frá í EM-blaði Morg-
unblaðsins. Hann hrósar strákunum
mikið fyrir sigurinn á Noregi á
sunnudaginn og líst vel á fram-
haldið.
Norðmenn voru bara teknir
„Þegar við höfum náð árangri á
stórmótum hefur vörnin virkað vel.
Björgvin dettur líka í gír í markinu
þegar vörnin er ákveðin og and-
stæðingurinn fær ekki of mikið af
frjálsum skotum. Þegar við neyðum
mótherjann til að skjóta með mann
í sér verður verkefnið auðveldara
fyrir markverðina og þá er Björgvin
bestur,“ segir Guðlaugur, en hvað
varð til þess að einn albesti línu-
maður heims, Bjarte Myrhol, átti
svo slakan leik að hann sjálfur sagð-
ist hafa átt sinn versta leik á ferl-
inum?
„Það er vegna þess að vörnin tók
hann. Bakverðirnir unnu vel undir
þristana sem gerði línumanninum
erfitt fyrir. Inn á milli voru bak-
verðirnir ákveðnir og þristarnir
flatir með línumanninum sem gerði
honum erfitt fyrir. Strákarnir náðu
alltaf að forvinna á Myrhol og
leyfðu honum aldrei að ná sér í
stöðu. Bjarte er mjög öflugur milli
tveggja varnarmanna fái hann
kannski góða „rússablokk“. Þá er
hann erfiður. En þegar sendingin
verður lengri frá skyttunni og hann
er með mann í sér er hann ekki
jafngóður. Bjarte var bara tekinn í
þessum leik eins og allir Norðmenn-
irnir,“ segir Guðlaugur.
Bjarki Már mun vaxa
Spurður um frammistöðu Vignis
Svavarssonar og Sverres Jak-
obssonar sem standa í miðri vörn
Íslands segir Guðlaugur: „Þeir bara
svöruðu kallinu.“
Hann spyr sig þó hversu mikið
þeir tveir geti beitt sér á fullu en
báðir eru að stíga upp úr meiðslum.
„Þeir eru ekkert fæddir í gær og
vita hvað þarf til að spila á svona
mótum en ég er pínu hræddur um
hversu langan tíma það tekur þá að
jafna sig. Það er stórt atriði því lyk-
illinn að varnarleiknum er vinnslan
á þeim tveimur.“
Bjarki Már Gunnarsson er á sínu
fyrsta stórmóti og mun mínútunum
hans eflaust fjölga í næstu leikjum.
Guðlaugur vill sjá Bjarka grimmari
í vörninni.
„Hann er framtíðarvarnarmaður
landsliðsins og gríðarlega efnilegur
sem slíkur. Ég vil samt sjá hann
sýna aðeins meira sjálfstraust og
mæta leikmönnum. Hann er aðeins
of aðgerðalaus í vörninni. Kannski
er það eitthvað sem Aron leggur
upp með en ég vil sjá Bjarka
ákveðnari því hann er naut að burð-
um. Mínúturnar hans verða mjög
mikilvægar á mótinu og ég tel að
hann muni vaxa þegar á líður.“
Ungverjar sakna Nagy
Ísland mætir Ungverjalandi í dag
og býst Guðlaugur við sigri strák-
anna okkar verði varnarleikurinn
jafngóður og gegn Noregi í fyrsta
leiknum.
„Ég tel svo vera. Ég horfði á
Ungverjana gegn Spáni og þeir
sakna Nagy gríðarlega. Lykilatriðið
er bara að leyfa þeim aldrei að
skjóta án snertingar,“ segir Guð-
laugur Arnarsson.
Þeir bara svöruðu kallinu
Varnarsérfræðingurinn Guðlaugur Arnarsson ánægður með frammistöðu
Íslands í sigrinum á Noregi Ákveðnir og létu Norðmenn hafa fyrir skotunum
AFP
Vörnin Varnarjaxlarnir Vignir Svavarsson og Sverre Jakobsson þjarma að Harald Reinkind í leiknum við Noreg.
Það var gaman að vera Íslend-
ingur í því mikla mannvirki Gig-
antium í Álaborg á sunnudag og
sjá íslenska landsliðið vinna það
norska í fjórða sinn í röð á stór-
móti. Eftirvæntingin fyrir leikinn
var mikil og margir voru brattir,
jafnt Íslendingar sem Norðmenn.
Fljótlega rann þó mesta
gleðin og bjartsýnin af þeim
norsku. Þeir lögðu frá sér kúa-
bjöllurnar og sátu eins og hnípn-
ir skólakrakkar yfir þeirri
kennslustund sem íslensku
landsliðsmennirnir tóku þá
norsku í úti á leikvellinum.
Undir leikslok máttu þeir
sætta sig við sjá og heyra fáein
hundruð bláklæddra Íslendinga
rísa á fætur og syngja sigur-
söngva.
Engin innistæða var fyrir
norsku bjartsýninni. Ummæli
fyrrverandi landsliðsmanns Nor-
egs og sérfræðings TV2, Frodes
Scheies, komu eins og búmerang
til baka og sögðu e.t.v. meira um
norska landsliðið en það ís-
lenska.
Norskir kollegar mínir voru
margir hverjir í hópi þeirra bjart-
sýnu fyrir leikinn. Einn þeirra
rabbaði ég við á föstudaginn.
Eftir að hann hafði þulið upp fyr-
ir mér, alveg óumbeðið, hverjir
væru meiddir og hættir í íslenska
liðinu glotti hann við tönn og
sagði: „Nú vinnum við.“ Ég svar-
aði: „Já, kannski.“
Ég hitti þennan sómadreng
við kaffikönnuna í vinnuaðstöðu
okkar í íþróttahöllinni klukku-
stund eftir leikinn. Mér datt ekk-
ert gáfulegra í hug en að segja
„jæja“ upp á íslensku. Hann leit
á mig, brosti og sagði: „Ég veit,“
sneri sér undan og gekk í burtu
með kaffimálið sitt. Af kurteisi
læt ég þess ógetið á hvern hann
minnti mig.
BAKVÖRÐUR
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
Þorrinn
SÉRBLAÐ
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 20. janúar.
Eitt og annað sem tengist þorranum verður
til umfjöllunar í blaðinu s.s:
Matur, menning,
hefðir, söngur,
bjór, sögur
og viðtöl.
Þann 24. janúar gefur
Morgunblaðið út sérblað
tileinkað Þorranum
Nánari upplýsingar gefur:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
i d e x . i s – s í m i 4 1 2 1 7 0 0
Með samsettu Larson álklæðningunum frá Alucoil færð
þú það sem þú ert að leita að - slétta álklæðningu sem
lítur ekki út eins og sjórekin olíutunna.
Larson álklæðningarnar sameina styrk, léttleika og
umfram allt eru þær sléttar.
Helstu kostir:
u Eldþolnar
u Léttar og sléttar
u Einstakt veður– og efnaþol
u Burðarkerfi sem henta mismunandi verkefnum
u Hávaða– og hitaeinangrun
u Umhverfisvænar ( endurvinnanlegt efni )
u Fjöldi lita og efnisáferða
u Allt að 20 ára ábyrgð
þegar SLÉTT skal vera SLÉTT