Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Árangur íslenska landsliðsins í hand-
knattleik karla á nýafstöðnu Evr-
ópumeistaramóti í handknattleik í
Danmörku er fyrst og fremst sigur Ar-
ons Kristjánssonar landsliðsþjálfara
sem stýrði íslenska landsliðinu á stór-
móti í annað sinn. Fimmta sætið er
framúrskarandi árangur. Fjórir sig-
urleikir, eitt jafntefli og tveir tapleikir,
er með allra besta árangri sem ís-
lenskt landslið hefur náð á þessu erf-
iðasta handknattleiksmóti sem haldið
hefur verið.
Að telja árangurinn vera ásætt-
anlegan og að liðið hafi komist nokkuð
vel frá mótinu, eins og fyrrverandi
landsliðsþjálfari sagði m.a. í viðtali við
Morgunblaðið síðasta föstudag er síst
of djúpt í árinni tekið. Hann var með
13 af leikmönnum núverandi liðs í sinni
sveit sem hafnaði þá í 10. sæti á EM í
Serbíu.
Eini slaki leikurinn
gegn Dönum
Tapleikurinn á móti Spáni í riðla-
keppninni var gremjulegur þar sem ís-
lenska landsliðið var með í 58 mínútur.
Tapið fyrir Dönum var eini leikurinn
sem var verulega slakur og skellurinn
fyrir vikið alltof stór.
Sigrar á Noregi, Makedóníu, Aust-
urríki og Póllandi auk jafnteflis við
Ungverja í hnífjöfnum leik, og það
ekki í fyrsta skipti, er framúrskarandi
og sýnir að þrátt fyrir talsverð afföll
og kynslóðaskipti í íslenska landsliðinu
þá heldur það stöðu sinni sem eitt
fremsta handknattleikslið heims.
Gunnar og Ólafur tilbúnir
Aron Kristjánsson náði hámarks-
árangri með þann hóp sem hann hafði
úr að spila. Hann var óhræddur við að
varpa ábyrgð á óreyndari leikmenn
sem þökkuðu fyrir sig með því að
standa undir henni. Má þar nefna
Gunnar Stein Jónsson sem fyrir um
mánuði síðan virtist ekki eiga mögu-
leika á sæti í íslenska landsliðinu.
Gunnar hafði aðeins tekið þátt í tveim-
ur vináttuleikjum með landsliðinu þeg-
ar hann mætti á mótið. Gunnar Steinn
stökk inn alskapaður sem landsliðs-
maður í þessu móti með áræðni sinni
og skynsemi þannig að erfitt verður að
ganga framhjá honum við val á lands-
liðinu á næstunni.
Ólafur Andrés Guðmundsson hefur
átt erfitt uppdráttar með landsliðinu
og ekki nýtt sem skyldi þau fáu tæki-
færi sem hann hefur fengið. Nú varð
hann að taka slaginn eftir að Arnór
Atlason meiddist og var úr leik og síð-
ar Aron Pálmarsson. Ólafur óx í þess-
ari keppni og öðlaðist nauðsynlegt
sjálfstraust.
Eignuðumst alvöru varnarmann
Í þessari keppni eignaðist íslenska
landsliðið alvöru varnarmann og mun
ekki af veita. Þar tala ég um Bjarka
Má Gunnarsson sem af metnaði hefur
tekið stórstígum framförum á síðustu
misserum. Bjarki Már lék frábærlega í
keppninni en var eðlilega orðinn
þreyttur, eins og fleiri undir lokin.
Hann mun taka við keflinu af Sverre
Jakobssyni sem nú lék með landsliðinu
á sínu síðasta stórmóti. Næsta mál á
dagskrá er að fá annan í varn-
arhlutverkið með Bjarka Má því Vign-
ir Svavarsson virðist vera á kominn á
lokasprettinn. Þá beinast augu flestra
að Ólafi Gústafssyni sem meiddist fyr-
ir mót og gat ekki tekið þátt. Hann
hefur getuna til þess að leika miðju-
hlutverkið í vörninni, svokallaðan
þrist, auk þess að vera einnig öflugur
sóknarmaður, sé sá gállinn á honum.
Nú er næsta skref að gera línumann
úr Bjarka Má svo hægt verði að fækka
skiptingum milli varnar og sóknar.
Arnór Þór Gunnarsson og Stefán
Rafn Sigurmannsson komu einnig við
sögu í keppninni og eru hópi „nýju
andlitanna“ í landsliðinu þótt þeir hafi
báðir verið með á heimsmeist-
aramótinu á Spáni í fyrra. Arnór Þór
leysti Þóri af hólmi og óx þegar á leið í
þeim fjórum leikjum sem hann lék.
Stefán Rafn var á skýrslu í tveimur
leikjum, þeim fyrsta og síðasta en lék
aðeins í þeim síðari. Stefán nýtti afar
vel tækifæri sitt í leiknum við Pólverja
með þremur mörkum úr þremur skot-
um, þar af skoraði hann jöfn-
unarmarkið, 27:27, alveg svellkaldur
yfir höfuðið á hinum þrautreynda
markverði pólska liðsins, Slavomir
Szmal.
Bestu landsleikir Ásgeirs
Vissulega hefði enginn slegið hend-
inni á móti því að hafa Alexander Pet-
ersson með á mótinu, eins magnaður
handknattleiksmaður og hann er, bæði
í vörn og sókn. Ásgeir Örn Hall-
grímsson og Rúnar Kárason skiluðu
sóknarhlutverkum sínum einstaklega
vel í fjarveru Alexanders, svo vel að
allar áhyggjur af fjarveru hans voru
óþarfar. Ásgeir og Rúnar mynda
skemmtilegt par á hægri vængnum
þar sem þeir eru gjörólíkir leikmenn
og það eykur á breidd landsliðsins og
styrkir sóknarleikinn mikið. Ásgeir lék
Þjálfarinn Aron Kristjánsson á fullri fer
arþjálfarann Gunnar Magnússon íhugula
Sigur fyrir Aron og a
Framúrskarandi árangur Íslands á Evrópumótinu í Danmörku Liðið heldur stöðu
ábyrgð á óreynda menn Áhyggjur vegna fjarveru Alexanders voru óþarfar Guðjó
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014
Spánn
Real Sociedad – Elche ............................. 4:0
Staðan:
Barcelona 21 17 3 1 57:13 54
Atlético Madrid 21 17 3 1 52:14 54
Real Madrid 21 17 2 2 60:21 53
Athletic Bilbao 21 13 3 5 41:27 42
Villarreal 21 11 4 6 39:22 37
Real Sociedad 21 10 6 5 42:30 36
Sevilla 21 8 7 6 39:34 31
Levante 21 7 6 8 22:30 27
Espanyol 21 7 5 9 25:27 26
Valencia 21 7 4 10 28:33 25
Granada 21 7 3 11 19:27 24
Getafe 21 7 3 11 22:34 24
Celta Vigo 21 6 4 11 27:34 22
Osasuna 21 6 4 11 18:34 22
Almería 21 6 4 11 22:40 22
Málaga 21 5 6 10 19:27 21
Elche 21 5 6 10 19:32 21
Valladolid 21 4 7 10 24:37 19
Rayo Vallecano 21 5 1 15 21:51 16
Real Betis 21 2 5 14 18:47 11
Tyrkland
Fenerbache – Konyaspor ....................... 2:1
Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í
leikmannahópi Konyaspor sem er í 14. sæti
af 18 liðum.
Norðurlandsmót karla
A-riðill:
Þór 2 – Leiknir F...................................... 2:4
Leiknir F. – KF ........................................ 4:0
KA 6 stig, Leiknir F. 6, Þór-2 3, KF 0.
Faxaflóamót kvenna
A-riðill:
FH – Selfoss.............................................. 3:1
FH 6 stig, Selfoss 3, Breiðablik 0, Hauk-
ar 0, ÍA 0.
KNATTSPYRNA
Dominos-deild karla
Keflavík – Njarðvík............................ 105:84
Staðan:
KR 14 13 1 1345:1110 26
Keflavík 14 13 1 1272:1071 26
Grindavík 14 10 4 1244:1148 20
Njarðvík 14 9 5 1344:1179 18
Þór Þ. 14 8 6 1294:1294 16
Stjarnan 14 7 7 1216:1194 14
Haukar 14 7 7 1164:1142 14
Snæfell 14 5 9 1235:1274 10
ÍR 14 4 10 1145:1307 8
Skallagrímur 14 4 10 1120:1272 8
KFÍ 14 3 11 1144:1296 6
Valur 14 1 13 1105:1341 2
NBA-deildin
Miami – San Antonio........................ 113:101
New York – LA Lakers ................... 110:103
New Orleans – Orlando ..................... 100:92
Cleveland – Phoenix............................. 90:99
Boston – Brooklyn................................ 79:85
Dallas – Detroit ................................ 116:106
Golden State – Portland .................... 103:88
Sacramento – Denver ...................... 117:125
Staðan í Austurdeild:
Indiana 34/9, Miami 32/12, Atlanta 23/20,
Toronto 22/21, Chicago 22/21, Washington
21/22, Brooklyn 20/22, Charlotte 19/27,
Detroit 17/27, New York 17/27, Cleveland
16/28, Boston 15/31, Philadelphia 14/30, Or-
lando 12/33, Milwaukee 8/35.
Staðan í Vesturdeild:
Oklahoma City 35/10, San Antonio 33/11,
Portland 33/12, LA Clippers 31/15, Hou-
ston 29/17, Golden State 27/18, Phoenix 25/
18, Dallas 26/20, Memphis 22/20, Denver
22/21, Minnesota 21/22, New Orleans 18/25,
LA Lakers 16/29, Sacramento 15/28, Utah
15/29.
KÖRFUBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin:
Digranes: HK – FH.............................. 19.30
Fylkishöll: Fylkir – Haukar ................ 19.30
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla:
Egilshöll: Húnar – Fálkar ................... 19.30
KNATTSPYRNA
Fótbolta.net mótið, úrslitaleikur:
Kórinn: Stjarnan – FH ............................. 20
Í KVÖLD!
Í KEFLAVÍK
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Besti vinur minn lést fyrir skömmu
og afmælisdagurinn hans var í dag [í
gær]. Ég vildi koma í þennan leik og
spila af fullum krafti fyrir hann, og
auðvitað fyrir liðið mitt líka,“ sagði
Bandaríkjamaðurinn Michael Craion,
besti maður vallarins í afar sannfær-
andi sigri Keflavíkur á Njarðvík í öðr-
um Reykjanesbæjarslag vetrarins.
Vinurinn sem Craion minntist í gær
lést í bílslysi fyrir tveimur árum, en
þeir léku meðal annars saman í liði í
menntaskóla.
„Hann var leikstjórnandinn minn
og ég gat heyrt hann tala við mig í
leiknum,“ sagði Craion. Þessi skila-
boð að handan hafa greinilega gert
gagn því Craion átti stórleik, eins og
reyndar oft í vetur, og skoraði 31 stig.
Hann lagði línurnar í fyrsta leikhluta,
sem Keflavík vann 30:14 (!), hirti frá-
köst af grimmd og nappaði meðal
annars boltanum af fingurgómum
landa síns í Njarðvík, Tracy Smith,
áður en hann tróð með látum á hinum
endanum.
Vel kunnugt um ríginn
„Ég veit það eins og aðrir að það er
mikill rígur á milli Keflavíkur og
Njarðvíkur þannig að við vissum að
leikurinn yrði erfiður. Við vissum að
við yrðum að vera afar grimmir frá
fyrstu sekúndu og það gekk eftir. Ég
var staðráðinn í að koma með meiri
orku inn í leikinn en þeir – að við
þyrftum ekki árás frá þeim til að
vakna. Það gekk eftir,“ sagði Craion.
Heiðruðu þriggja stiga kónginn
Að þessu sögðu þá er það alls ekki
svo að Craion hafi verkjað í axlirnar
eftir leik. Það var alls ekki svo að
hann bæri Keflavík á baki sér. Gunnar
Ólafsson var frábær, lék sinn besta
leik í vetur og setti niður 4 þrista í 6
tilraunum, og Valur Orri Valsson hitti
úr öllum þremur þristum sínum. Það
var eins og menn vildu heiðra end-
urkomu þriggja stiga kóngsins Magn-
úsar Þórs Gunnarssonar sem sjálfur
setti fjóra þrista í fyrsta leik eftir
meiðsli.
„Það er ánægjulegt að fá hann aft-
ur. Það stækkar vopnabúrið okkar.
Hann „breikkar völlinn“ og stóð sig
vel í dag,“ sagði Craion um Magnús.
Varnarleikur Njarðvíkur var í mol-
um lengst af og skyttur liðsins áttu
skelfilegan fyrri hálfleik. Það var
helst í byrjun 2. leikhluta að heima-
menn ættu í einhverjum vandræðum,
og munurinn fór þá niður í 7 stig, en
þeir réðu fljótt fram úr þeim. Með frá-
bærum þriðja leikhluta Keflvíkinga
voru úrslitin löngu ráðin áður en fjöl-
margir áhangendur liðanna héldu út í
janúarnóttina.
Skilaboð að handan
Michael Craion átti stórleik til minningar um besta vin sinn
Þriggja stiga sýning Keflvíkinga Njarðvík átti enga von
Á flugi Gunnar Ólafsson, sá er tryggði K
stigum sínum fyrir heimamenn í gærkvö
TM-höllin, Dominos-deild karla,
mánudag 27. janúar 2014.
Gangur leiksins: 5:4, 16:6, 25:10,
30:14, 30:19, 34:23, 39:32, 48:38,
59:42, 67:52, 77:56, 81:62, 88:67,
90:72, 97:78, 105:84.
Keflavík: Michael Craion 31/7 frá-
köst/4 varin skot, Darrel Keith Lew-
is 24/7 fráköst, Gunnar Ólafsson
20/4 fráköst, Magnús Þór Gunn-
arsson 12/4 fráköst/6 stoðsend-
ingar, Valur Orri Valsson 9/6 stoð-
sendingar, Arnar Freyr Jónsson 4/4
fráköst/8 stoðsendingar, Guð-
mundur Jónsson 3, Andri Daní-
elsson 2.
Fráköst: 25 í vörn, 5 í sókn.
Njarðvík: Logi Gunnarsson 25, Elvar
Már Friðriksson 21/5 fráköst/5 stoð-
sendingar, Tracy Smith Jr. 19/7 frá-
köst, Ólafur Helgi Jónsson 6/6 frá-
köst, Ágúst Orrason 5, Hjörtur Hrafn
Einarsson 4, Maciej Stanislav Bag-
inski 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.
Fráköst: 17 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Jón Bender, Eggert Þór
Aðalsteinsson og Leifur Sigfinnur
Garðarsson.
Keflavík – Njarðvík 105:84
Svisslendingurinn Stanislas Wawr-
inka þaut upp heimslistann í tennis
eftir að vinna sitt fyrsta stórmót í
Ástralíu um síðustu helgi.
Wawrinka er kominn í þriðja sæti
listans en hann hefur aldrei áður
verið svo ofarlega. Rafael Nadal er
áfram í efsta sæti þrátt fyrir tapið í
úrslitaleiknum gegn Wawrinka.
Bretinn Andy Murray er dottinn
niður í sjötta sæti.
Wawrinka í
þriðja sæti