Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 3
örugglega sína jafnbestu landsleiki á
ferlinum í mótinu. Hann stóð svo sann-
arlega undir ábyrgðinni og lærði af
heimsmeistaramótinu, eins og ég taldi
víst að hann hefði gert í hugvekju fyrir
mótið. Rúnar var ógnandi með sínum
þrumuskotum og skoraði alls 21 mark
og þroskaðist mikið sem leikmaður.
Arnór og Aron hálfir menn
Þegar dæmið er gert upp þá má
ekki gleymast að Arnór Atlason, einn
besti leikmaður íslenska landsliðsins á
síðustu árum, gat aðeins leikið þrjá
leiki í mótinu og það vart af fullum
krafti. Skarð var svo sannarlega fyrir
skildi af fjarveru hans, klókindum og
fórnfýsi fyrir landsliðið í hinum leikj-
unum fjórum.
Svipað var upp á teningnum með
Aron Pálmarsson, þann stórbrotna
leikmann. Hann gat aðeins beitt sér af
krafti í þremur fyrstu leikjunum og
var síðan vart hálfur maður vegna
meiðsla í hné sem eru afleiðing af upp-
skurði sem hann gekkst undir á síð-
asta sumri. Engum blöðum er um það
að fletta að með Arnór og Aron heila
heilsu á stórmóti hefðu möguleikar ís-
lenska liðsins á að ná enn lengra verið
fyrir hendi.
Misjöfn markvarsla
Markvarslan var misjöfn. Hún batn-
aði þegar á leið keppnina og Aron Rafn
Eðvarðsson kom virkilega sterkur inn
í síðasta leikinn gegn Pólverjum með
hátt í 50% markvörslu. Björgvin Páll
Gústavsson átti góðan leik þegar kom-
ið var inn í mótið. Þegar íslenska
landsliðinu hefur vegnað hvað best á
stórmótum, ÓL 2008 og EM 2010, hef-
ur markvarslan verið góð. Markvarsl-
an skiptir miklu máli þegar komið er
langt í keppninni eins og sást hvað
best á króatíska landsliðinu sem enn
eitt skiptið féll e.t.v. á því atriði þegar í
undanúrslit var komið.
Línumenn akkillesarhæll
Akkillesarhæll landsliðsins er m.a.
að hafa tvo línumenn sem hvorugur er
góður varnarmaður. Lengi vel var
þetta ásættanlegt meðan Róbert
Gunnarsson var nánast eini línumaður
landsliðsins en eftir að Kári Kristján
Kristjánsson bættist í hópinn er þessi
staða ekki góð. Farið er að síga á
seinni hlutann á frábærum ferli Ró-
berts með landsliðinu og huga þarf að
kynslóðaskiptum því eins og staðan er
nú þá er Kári Kristján bara alls ekki í
eins góðu líkamlegu formi og hann
gæti verið. E.t.v. er það ein ástæða
þess að danska liðið Bjerringbro/
Silkeborg hefur sagt upp samningi við
hann.
Flæðið best með Snorra
Snorri Steinn Guðjónsson stóð sig
að vanda vel. Hann mátti á tíðum vera
áræðnari við að skjóta á markið en um
hlutverk hans sem leikstjórnanda
landsliðsins verður ekki deilt og kom
best í ljós í leiknum við Pólverja
hversu mikilvægt það er. Hvað sem
hver segir þá er flæðið í sóknarleik ís-
lenska liðsins best með Snorra í hlut-
verki leikstjórnanda. Aðrir sem leysa
hann af hólmi eiga það til að stinga
boltanum of mikið niður þannig að
leikurinn verður ekki eins beittur og
hann getur orðið.
Einn fremsti íþróttamaður
þjóðarinnar um alla framtíð
Guðjón Valur Sigurðsson hefur enn
einu sinni undirstrikað hvílíkur yf-
irburða íþróttamaður hann er. Hans
verður vafalaust minnst um framtíð
alla sem eins fremsta íþróttamanns
þjóðarinnar. Hann undirstrikaði enn
einu sinni á þessu móti að hann er einn
fremsti handknattleiksmaður heims.
Gleymum því ekki að Guðjón Valur
kom inn í þetta mót plagaður af
meiðslum en harkaði af sér og lék alla
leiki íslenska landsliðsins í keppninni
frá upphafi til enda, að þeim síðasta
undanskildum. Þá virtist vera búið á
tanknum. Hann afhenti keflið til Stef-
áns Rafns sem stóð sig með prýði.
Guðjón Valur var leiðtogi landsliðsins,
utan vallar sem innan í þessari keppni
og það ekki fyrsta sinn. Hann hefur
aldrei skoraði fleiri mörk fyrir lands-
liðið í lokakeppni EM og var hárs-
breidd frá að verða markahæsti leik-
maður mótsins þótt hann hafi leikið
leik færra en markakóngurinn.
Spilaði vel úr sínu
Eins og að framan segir þá var ár-
angur íslenska landsliðsins sigur Ar-
ons Kristjánssonar landsliðsþjálfara
og aðstoðarmanna hans. Þeir lögðu
leikina upp í hendur leikmanna sem
unnu samkvæmt skipunum, tóku
ábyrgð enda fundu þeim að þeim var
treyst í hvívetna. Breidd landsliðs-
hópsins jókst. Nokkrir góðir leikmenn,
s.s. Alexander, Ólafur Bjarki Ragn-
arsson, Ólafur Gústafsson og Ingi-
mundur Ingimundarson, urðu eftir
heima. Arnór Atla og Aron Pálmars
voru ekki heilir heilsu eins og e.t.v.
fleiri í hópnum. Landsliðsþjálfarinn
spilaði afar vel úr sínum spilum, flest
gekk upp nema e.t.v. slysaleikurinn
gegn Dönum. Niðurstaðan var fimmta
sætið, þriðji besti árangur Íslands á
átta Evrópumeistaramótum.
AFP
rð á hliðarlínunni á EM með aðstoð-
an á svip fyrir aftan sig.
aðstoðarmenn hans
u sinni þrátt fyrir afföll og kynslóðaskipti Aron var óhræddur við að varpa
ón Valur sýndi enn og aftur að hann er einn besti handboltamaður heims
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014
Helena Ólafs-dóttir og
Kári Steinn
Karlsson voru
kosin langhlaup-
arar ársins 2013
en það voru
hlauparar og not-
endur hlaup.is
sem greiddu at-
kvæði í kjörinu. Í öðru sæti urðu El-
ísabet Margeirsdóttir og Friðleifur
Friðleifsson og í þriðja sætinu urðu
Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Stefán
Gíslason.
Geir Sveinsson, sem á dögunumvar ráðinn þjálfari þýska hand-
knattleiksliðsins Magdeburg og tek-
ur við liðinu í sumar, hefur tryggt
sér þjónustu danska landsliðs-
markvarðarins Jannick Green og
norsku skyttunnar Espen Lie Han-
sen. Green kemur frá Bjerringbro/
Silkeborg í Danmörku en Hansen
frá Dunkerque í Frakklandi. Þeir
hafa báðir samið við Magdeburg til
tveggja ára frá og með komandi
sumri.
Leighton Baines, vinstri bakvörð-ur Everton og enska landsliðs-
ins í knattspyrnu, er búinn að skrifa
undir nýjan fjögurra ára samning
við Everton. Manchester United
reyndi ítrekað að fá Baines til liðs
við sig síðastliðið sumar en Everton
hafnaði öllum tilboðum í leikmann-
inn, sem hefur verið í stóru hlutverki
með liðinu undanfarin ár.
Chelsea til-kynnti í gær
að Ganamaðurinn
Michael Essien
hefði skrifað und-
ir samning við
ítalska knatt-
spyrnuliðið AC
Milan. Essien var
ekki inni í fram-
tíðarplönum José Mourinho, stjóra
Chelsea, og fer til Mílanóliðsins án
greiðslu en hann hefur verið í her-
búðum Lundúnaliðsins í hálft níunda
ár. Hann lék samtals 257 leiki með
liðinu og skoraði í þeim 26 mörk.
Ásgeir Sigurgeirsson, 17 áraknattspyrnumaður úr Völsungi
á Húsavík, hefur samið við norska
B-deildarfélagið Stabæk og skrifar
undir þriggja ára samning þar á
næstu dögum, að sögn fréttavefjar-
ins 640.is. Ásgeir, sem hefur leikið í
tvö ár með meistaraflokki Völsungs,
hefur spilað 10 leiki með U17 og U19
ára landsliðum Íslands.
Alan Pardew,knatt-
spyrnustjóri
Newcastle, er
ekki viss um að
hann geti haldið í
Yohan Cabaye,
miðjumann liðs-
ins, sem er eft-
irsóttur af hinum
moldríku Frakk-
landsmeisturum PSG. Parísarliðið
bauð 14 milljónir punda í leikmann-
inn í fyrradag en tilboðinu var hafn-
að rétt eins og 10 milljóna punda til-
boði Arsenal síðasta sumar. PSG
virðist staðráðið í að fá leikmanninn
áður en félagaskiptaglugganum
verður lokað, samkvæmt breskum
miðlum, og er nokkuð ljóst að
Frakklandsmeistararnir geta boðið
öllu betur.
Josep Maria Bartomeu, nýr for-seti Spánarmeistara Barcelona,
ítrekar það sem félagið hefur sagt
svo oft áður: Lionel Messi er ekki til
sölu. Þvert á móti á að setjast enn
einu sinni að samningaborðinu með
honum. Messi framlengdi samning
sinn um tvö ár í febrúar á síðasta ári
og er hann nú samningsbundinn
Börsungum til ársins 2018.
Fólk sport@mbl.is
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Keflavík sigurinn á Njarðvík með lokaskotinu í síðasta leik liðanna, skorar tvö af 20
öldi með laglegu sniðskoti og Logi Gunnarsson kemur engum vörnum við.
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
Leikmannasamtök Íslands, nýstofn-
aður hagsmunahópur íslenskra
íþróttamanna, hefur gengið frá sínu
fyrsta máli, að sögn framkvæmda-
stjóra samtakanna, Kristins Björg-
úlfssonar, handknattleiksmanns hjá
ÍR.
Samtökin hjálpuðu danska knatt-
spyrnumanninum Dennis Nielsen
að fá greiðslur sem hann átti inni
hjá BÍ/Bolungarvík en hann lék
með liðinu undanfarin tvö sumur.
Leikmannasamtökin voru einmitt
stofnuð m.a. í þeim tilgangi að
passa upp á að staðið væri við
samninga við íþróttamenn.
„Nielsen átti eftir að fá laun
greidd og leitaði því til okkar. Við
gengum í málið og leystum það með
BÍ/Bolungarvík á sem bestan hátt.
Það er allt í góðu á milli leikmanns-
ins, okkar og klúbbsins, eins og það
á að vera. Það á bara að standa við
sitt og það munum við passa upp á
fyrir félagsmenn okkar,“ segir
Kristinn í samtali við Morgunblaðið.
„Við hjálpuðum svo öðrum dreng
einnig að fá endurgreiddan útlagð-
an lækniskostnað frá knatt-
spyrnuliði KF og það leystist einnig
allt á farsælan hátt,“ segir hann.
Er til bóta ef allir
standa saman
Kristinn, sem stofnaði samtökin
ásamt öflugu íþróttafólki á borð við
Hrafnhildi Skúladóttur, landsliðs-
konu í handbolta, Pavel Ermol-
inskij, landsliðsmann í körfu-
bolta, og fleiri lenti sjálfur í að
launum hans í Noregi var haldið
eftir þegar hann lék þar sem at-
vinnumaður.
„Eins og ég sagði við stofnun
samtakanna þá hjálpuðu norsku
samtökin mér en þetta þekkist
um alla Evrópu. Við munum
koma félagsmönnum okkar til
hjálpar og reyna að finna lausnir
í þeim málum sem koma inn á
borð til okkar. Þetta fer allavega
vel af stað og nú er bara vonandi
að fleiri gangi í samtökin því
styrkurinn felst í fjöldanum.
Þetta snýst um samstöðu eins og
ég hef sagt áður,“ segir Kristinn
Björgúlfsson.
Fyrsta málið afgreitt
Leikmannasamtökin greiddu úr
málum tveggja knattspyrnumanna
Morgunblaðið/Kristinn
Framkvæmdastjórinn Kristinn
Björgúlfsson fer fyrir samtökunum.