Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 4
FÓTBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðs-
son er spenntur fyrir nýrri áskorun
en þessi 27 ára miðvörður, uppalinn
hjá Fylki í Árbænum, skrifaði á dög-
unum undir tveggja og hálfs árs
samning við rússneska úrvalsdeild-
arliðið FC Krasnodar með mögu-
leika á eins árs framlenginu. Ragnar
hefur spilað með danska liðinu FC
Köbenhavn frá árinu 2011 en þangað
kom hann frá IFK Gautaborg sem
keypti hann frá Fylki árið 2006.
Ragnar skrifaði undir samninginn
í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum en þar var lið FC
Krasnodar í æfingaferð.
Margir mjög góðir leikmenn
„Ég náði fjórum til fimm æfingum
með liðinu úti í Abu Dhabi og ég
verð að segja að mér líst ótrúlega vel
á þetta. Það kom mér á óvart hversu
góð stemning er í leikmannahópnum
og hjá öllu þjálfarateyminu. Þetta
eru allt mjög hressir gaurar og það
kom mér líka á óvart hversu gæðin
eru mikil hjá leikmönnunum. Ég
vissi ekkert við hverju ég ætti að bú-
ast en það eru margir mjög góðir
leikmenn í liðinu. Því hefur vegnað
vel á tímabilinu og vonandi get ég
hjálpað liðinu til að gera enn betur,“
sagði Ragnar við Morgunblaðið en
hann var þá staddur í stuttu stoppi í
Kaupmannahöfn.
Lið FC Krasnodar er sem stendur
í 6. sæti af 16 liðum í deildinni eftir
19 umferðir en keppni í deildinni eft-
ir vetrarhlé hefst í byrjun mars. Lið
Krasnodar er fjölþjóðlegt en í því
eru til að mynda fjórir Brasilíu-
menn, Úrúgvæi, Kólumbíumaður,
Serbi, Portúgali og svo auðvitað
heimamenn.
„Deildin byrjar aftur 7. mars og
svo skemmtilega vill til að fyrsti leik-
urinn verður á heimavelli á móti
Sölva Geir Ottesen og liðinu hans
sem heitir Ural. Ég er að vona að ég
fari bara beint inn í liðið svo ég geti
mætt herra Ottesen í fyrsta skipti,“
sagði Ragnar.
Var strax spenntur fyrir þessu
Spurður hvernig hann hafi brugð-
ist við þegar tilboð kom frá Rúss-
unum sagði Ragnar:
„Ég var strax mjög spenntur og
opinn fyrir þessu. Rússneska deildin
er afar sterk og er að ég held í 6.-7.
sæti á heimslistanum. Þetta er skref
upp á við að fara til liðsins og einnig
fjárhagslega. Þar sem ég er farinn
að eldast þá fannst mér þetta góður
tími til að taka þessu tilboði. Þó svo
að það sé erfitt að yfirgefa Kaup-
mannahöfn þá er fótboltinn bara
vinnan mín og maður reynir að kom-
ast eins langt og maður getur. Ég
efast ekki um að mér og mínum
muni líða vel í Rússlandi. Mér skilst
að þessi staður sé góður að búa á.
Gummi Hreiðars markvarðarþjálf-
ari hefur verið þarna og hann sagð-
ist vera mjög spenntur fyrir mína
hönd. Ég bað hann endilega um að
kíkja til mín fyrst hann var svona
ánægður þarna,“ sagði Ragnar.
Krasnodar er frá samnefndri 750
þúsund manna borg í suðvesturhluta
Rússlands, skammt norðaustur af
Svartahafinu og ekki langt frá Sochi,
þar sem vetrarólympíuleikarnir fara
fram í næsta mánuði.
Spánarferð og Tyrklandsferð
„Ég á eftir að skoða nýju heim-
kynnin. Næst á dagskránni er Spán-
arferð með liðinu á fimmtudaginn.
Þegar henni lýkur fer ég til Rúss-
lands en stoppa stutt því tveimur
dögum síðar förum við í aðra æf-
ingaferð til Tyrklands,“ sagði Ragn-
ar.
Talið er Krasnodar greiði tæpar
800 milljónir króna fyrir Ragnar og
það ætti að skila uppeldisfélagi hans
vænni summu eða á bilinu 27-28
milljónum króna. „Það er gott til
þess að vita að Fylkir fái eitthvað út
úr þessu. Vantar ekki stúku í Árbæ-
inn?“ sagði Ragnar og hló við.
Gæðin komu mér á óvart
Ragnar Sigurðsson spenntur fyrir nýrri áskorun í Rússlandi Er orðinn leik-
maður FC Krasnodar Mætir Sölva Geir í fyrsta leik eftir vetrarhlé
Morgunblaðið/Eva Björk
Rússland Ragnar Sigurðsson á góðri stundu með íslenska landsliðinu. Hann
verður á flakki á milli Spánar, Rússlands og Tyrklands næstu vikurnar.
Ragnar Sigurðsson
» Ragnar er 27 ára gamall
varnarmaður sem hóf feril sinn
hjá Fylki. Hann gekk í raðir IFK
Gautaborg árið 2006 og fór
þaðan til FC Köbenhavn árið
2011.
» Ragnar lék sinn fyrsta A-
landsleik árið 2007 og hefur
spilað alls 34 leiki. Hann á enn
eftir að skora fyrir landsliðið.
» Ragnar verður þriðji Íslend-
ingurinn til að spila í rúss-
nesku úrvalsdeildinni. Sá fyrsti
var Hannes Þ. Sigurðsson hjá
Spartak Nalchik en Sölvi Geir
Ottesen gekk í raðir Ural í
fyrra.
» Krasnodar er í 6. sæti af 16
liðum þegar 19 umferðir af 30
hafa verið leiknar. Deildin hefst
á ný 7. mars.
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014
HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ
Í GÓÐUMHÖNDUM
Snjallt að
kíkja á okkur
á adal.is
Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í
Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á
þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-0
4
6
7
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is og www.adal.is
Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn
á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með
bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt.
Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900
–– Meira fyrir lesendur
:
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sérblað um
Tísku og förðun
föstudaginn
14. febrúar 2014.
Tíska & förðun
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn
10. febrúar.
Í blaðinu verður
fjallað um tískuna
vorið 2014
í förðun, snyrtingu og
fatnaði, fylgihlutum,
umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira
SÉRBLAÐ
Þróttur gerði vel í Reykja-
víkurmótinu í knattspyrnu á
sunnudagskvöldið og vann
Pepsi-deildarlið Fylkis, 3:2. Fylkir
vinnur aftur á móti leikinn, 3:0,
og færist skrefi nær undan-
úrslitum mótsins vegna þess að
Þróttarar stilltu upp nokkrum
mönnum í byrjunarliðinu sem
eru ekki með leikheimild. Slíkt er
bannað í öllum mótum KSÍ og
dæmist hinu liðinu 3:0-sigur.
Þetta var bara fyrsta dæmi
vetrarins og þau verða fleiri, því
get ég lofað ykkur. Sama gerðist
nokkrum sinnum í Lengjubik-
arnum í fyrra þegar lið nýttu
þessa mótsleiki frekar til að
skoða leikmenn heldur en fá ein-
hvern stig úr undirbúnings-
mótum. Því það er jú sumarið
eitt sem skiptir máli.
Erfitt er að vera fúll út í
Þróttara. Þeir voru aðeins með
eitt stig fyrir leikinn og ólíklegt
að liðið færi mikið lengra í
mótinu. Það skiptir heldur ekki
öllu máli hver stendur uppi sem
Reykjavíkurmeistari – án þess
þó að gera lítið úr þessu fína
vetrarmóti.
Málið er að Reykjavíkurliðin fá
enga mótsleiki þar sem hægt er
að prófa leikmenn, ólíkt Fót-
bolti.net-mótinu sem hefur fest
sig í sessi sem einskonar Faxa-
flóamót liðanna utan Reykjavík-
ur. Þess vegna „neyðast“ menn
til að taka á sig sekt sem getur
numið allt að 50 þúsund krón-
um. Það er hvort sem er oft verið
að fljúga með erlenda leikmenn
hingað á reynslu. Hvað er 50 kall
í viðbót til að sjá hann í mótsleik
en ekki þýðingarlausum leik?
Þetta mun halda áfram í
Lengjubikarnum. Annaðhvort
verður KSÍ að slaka á leikmanna-
reglum eða hafa strangari refs-
ingar svo leikirnir séu ekki eyði-
lagðir. Þetta gengur ekki lengur.
BAKVÖRÐUR
Tómas Þór
Þórðarson
tomas@mbl.is