Alþýðublaðið - 24.11.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.11.1919, Blaðsíða 3
3 St. jeanne l’fitc. Eftir Marli Twain í Harpers Magazin. Lausl. þýtt. (Frh.). ha'ð eru engin lýti á þessu Ptúðmannlega og fagra lunderni. En er það þá ekki furðulegt að listamennirnir skuli nálega undan- tekningarlaust, halda sér við eitt litilvægt atriði, þegar þeir ætla sýna Jeanne d’Ark? En það er að hún var sveitastúlka; og við þetta gleyma þeír öliu öðru. Svo mála þeir hana eins og karl- uiannlega, miðaldra fiskikonu, í samsvarandi fötum og með hrukk- ótt andlit. Listamaðurinn verður Þr0ell hugmyndar sinnar og gleymir aÖ taka tillit tíl þess, að afburða- andinn býr aldrei í stórskornum líkama. Engir jötun-vöðvar gætu Þolað það starf, sem líkami hans yerður að leysa af hendi; hann vinnur afreksverk sín með and- anum, sem er fimmtíu sinnum sterkari en hold og vöðvar. — Napóleonarnir eru smávaxnir, en ekki risar; og þeir vinna tuttugu klukkustundir á sólarhring og eru Jafn hressir og þróttmiklir, þegar hinir búkstóru hermenn með kiðlingahjörtum, eru að falla í ó- naegin umhverfis þá vegna ofþreytu. <J& við þurfum ekki að spyrja hvernig Jeanne d’Arc leit út. — Eistamaðurinn ætti að mála anda hennar — þá gæti ekki hjá því farið, að hann málaði líkama hennar einnig rétt. Þá mundi hún standa fyrir oss sem opinberun, er hreif oss, í stað þess að hrinda °ss frá sér. Þá sæjum við hana 8em unga, fjöruga og yndisfagra atúlku, sem Ijómaði af yndisþokka óspiltrar æsku, og hinn ósigrandi sálareldur, mundi endurspeglast í hinum ástúðlega svip hennar. Ef við nú lítum á það, sem eg hefi áður sagt um fæðingu hennar, æsku, fákunnáttu, kyn- ferrði og fyrri lífskjör, og skoöum eon fremur alla þá erfiðleika, sem hún átti við að stríða, þegar hún var að verja líf sitt, á vígvellin- úíú eða fyrir réttinum — þá hljót- úm við að viðurkenna, að Jeanne ö’Arc ber hátt við himinn, sem * Ættingjar Napðl*on* mikla. Þýð. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hið mesta ofurmenni, er mann- kynið hefir nokkurn tíma af sér getið. mskeyti.. Khöfn 21. nóv. Senatið tekur sér hvíld. Frá Washington er símað, að fundum senatsins sé frestað til 1. desember. Upptök ófriðarins. Frá Berlín er símað, að rann- sókninni um upptök ófriðarins sé frestað í 10 daga. Hindenburg er farinn frá Berlín, en fagnaðarlát- unum heldur áfram. Pýzka myntin stígur. Gildi erlendra mynta er nú sem hér segir: Sænskar krónur (100) — kr. 113.35 Norskar krónur (100) — kr. 106.80 Þýzk mörk (100) — kr. 11.25 Pund sterling (1) — kr. 19.95 Dollars (100) — kr. 493.50 Xoli konnngnr. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). Er sól var risin, gat hann staulast á íætur og hélt af stað, hálfdauður af kulda og hungri, en vosbúð var hann eigi vanur. Er sól var komin hátt á loft, lagðist hann þar niður, sem mjúkt var undir, og þurkaði föt sín. Síðari hluta dags kom hann til aflstöðv- arinnar. Hann átti eigi nægilegt fé til þess að geta keypt sér mál- tíð, og eigi þorði hann að betla. En í einu húsanna, er við veginn voru, var búð ein, og Hallur gekk inn og spurði um verðið á sveskj- um. Hálft kg. kostaÖi 25 cents. Það var hátt verð og búðin lítil, lág og óþrifaleg, en — að því komst Hallur síðar — eftir því sem búðin var lítilfjörlegri, eftir því var verðið hærra á vörunum. Tfir búðarborðinu var auglýsing: „Við kaupum launaávísanir með verðhækkun, sem nemur 10 á hundrað". Þótt Hallur væri ekki námu- maður, þá vissi hann það, að lögin bönnuðu að laun væru borg- uð með ávísunum. En hann bar engar spurningar úpp, settist undir húsvegginn og át sveskjurnar úr poka sínum. Skamt frá aflstöðinni, rétt við járnbrautina, var lítið hús, og umhverfis það var garðhola. Hall- ur fór þangað og hitti þár aldr- aðan vörð. Var hann einfættur. * Hallur bað þesá að fá að liggja á gólfinu um nóttina, og þegar hann sá að gamli maðurinn var að virða fyrir sér meiðsli hans, þá mælti hann: „Eg reyndi að fá vinnu í nám- unum, en þeir héldu að eg væri verkamannaf ulltrúi". „Já, eg má ekkert hafa saman við þá menn að sælda“. „En eg er ekki verkamannafull- trúi“, sagði Hallur. „Hvernig á eg að vita hver þér eruð og ekki eruð ? Þér eruð ef til vill sendur til þess að njósna um félagiö". „Eg bið ekki um annað en þurran blett, þar sem ég geti sofnað", sagði Hallur, „eg skil ekki í því, að það skaði yður neitt, þótt þér verðið við bón minni“. „Það er nú ekki svo gott að segja“, svaraði hinn. „En þér getið reyndar breitt ábireiðuna yðar undir yður þarna í horninu, en ég ætla að biðja yður að láta það vera aö koma til mín og fara að predika mér áhugamál verka- mannafélaganna". Hallur fann enga hvöt hjá sér til þess að fara að tala við, gamla mannin. Hann breiddi undir sig ábreiðu sína og sofnaði eins og steinn. Um morgunin gaf. gamli maðurinn honum í staupinu og lítið eitt af lauk, sem óx þar í garðinum, og Halli þótti máltíð þessi miklu Jjúffengari heldur en nokkuð annað, sem honum hafði verið gætt á um dagana. Þegar hann þakkaði gamla manninum fyrir, þá sagði hann: (Frh.).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.