Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 6
Nafn: Solveig Sara Leupold. Aldur: 11 ára (eftir 3 daga) :) Ég á heima: Í Köln í Þýskalandi. Fjölskyldan mín: Mamma mín heitir Rannveig Sif Sigurðardóttir og pabbi minn Søren Leupold. Skóli og bekkur: Königin Luise Gymnasium, bekkur 5c, og ballettskóli Lindig. Uppáhaldsnámsgreinar: Myndlist og náttúrufræði. Áhugamálin mín eru: Söngur, dans, lestur og að teikna og mála. Uppáhaldsmaturinn minn hér er: Sushi. Manstu eftir einhverjum sið sem er öðruvísi í Þýska- landi en á Íslandi: Í febrúar er alltaf karneval í Köln. Bolludagurinn, sem kallaður er Rosen- montag eða rósamánudagur, er frídagur og allir klæða sig í búninga. Þá er líka margra klukkutíma skrúðganga í bænum, þar sem sælgæti og rósum er hent til áhorfenda. Svo er skólakerfið öðruvísi. Hér er grunnskólinn bara 4 ár og frá 5. bekk fer maður annaðhvort í menntaskóla (Gymnasium), sem er 8 ár eða gagnfræðaskóla (Realschule) í 6 ár. En jólasið sem er öðruvísi? Hér er bara einn jólasveinn en 6. desem- ber kemur heilagur Nikulás og gefur í skóinn. Í sumar... Fór ég til Íslands að hitta fjölskyldu mína og vini. Uppáhalds í Þýskalandi: Vinkonur mínar. Uppáhalds á Íslandi: Sundlaug- arnar, hestarnir, vinkonurnar og bækurnar hennar Guðrúnar Helgadóttur. Þær eru með skemmtilegustu og bestu bókum sem ég hef lesið. Eitthvað að lokum? Ég bið að heilsa fjölskyldunni minni og öllum vinum mínum á Íslandi. Gleðilegt ár til ykkar allra! Krakkakynning Grunnskólinn bara 4 ár í Þýskalandi – í 5. bekk fer maður í „framhaldsskóla“ Sólveig Sara býr í Köln BARNABLAÐIÐ6 Þessir litlu jólaálfar hafa verið í óðaönn að teikna alls kyns karla. Han- dleggina vantar hins vegar á einn karlinn. Sérð þú hvaða? Jólaálfarnir eða hinir svokölluðu „nissar“ á Norðurlöndunum eiga margt sameiginlegt með gömlu íslensku jólasveinunum. Til dæmis það að hér áður fyrr þóttu jólaálf- arnir líka slóttugir og hrekkjóttir rétt eins og jólasveinarnir gömlu hér. Nissarnir töldust líka af ætt trölla, sem eiginlega má líka segja um jólasveinana sem eiga skessuna Grýlu fyrir mömmu. Á þessum tíma trúði fólk því að vera jólaálfa í húsum um jólatím- ann leiddi til ólukku. Til að halda álfunum góðum, og vera í vinfengi við þá, setti fólk því grautarskálar og opnar flöskur með sætu jólaöli upp á loft eða í skúmaskot þar sem þeir gætu dulist. Rétt eins og jólasveinarnir mýktust jólaálfarnir með árunum og þykja í dag bestu skinn. Jólaálfagrautur Teiknisveinar Lausn aftast. Tengdu tölurnar Lausn aftast. Hver nær í mark? Óli, Alma, Hjálmar og Linda skelltu sér á sleða eftir allt jólaátið. Sérð þú hvert þeirra nær fyrst í mark? Óli Alma Hjálmar Linda

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.