Morgunblaðið - 07.02.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.02.2014, Qupperneq 2
Í SAFAMÝRI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það var engu líkara en leikmenn væru enn í fríi þegar Fram tók á móti ÍBV í Olís-deild karla í gærkvöldi. Það var engu að síður mikið undir, annað sæti deildarinnar, og féll það í hlut Eyja- manna þrátt fyrir að þeir hafi ekki átt neinn stjörnuleik. Langt frá því raun- ar, en þeir fóru engu að síður með sig- ur af hólmi í Safamýrinni, 22:18. Sjaldan hefur ofanritaður séð jafn mörg mistök og í fyrri hálfleik þar sem bæði lið töpuðu á annan tug bolta. Hvort knötturinn hefur verið óvenju heitur fylgdi ekki sögunni, en leik- menn virtust allavega ekkert vilja með hann hafa. Þess utan klúðruðu heima- menn þremur vítaköstum í fyrri hálf- leik einum sem á náttúrlega ekki að sjást. Framarar skoruðu einungis átta mörk í fyrri hálfleik en máttu þó þakka fyrir að andstæðingurinn var litlu betri. Gestirnir úr Eyjum leiddu þó með tveimur mörkum í hálfleik, 10:8. Heimamenn komu engu bættari til leiks eftir hlé en því miður fyrir þá fór vörnin einnig að dala. Það var einungis vaskleg framganga Svavars Más Ólafs- sonar á milli stanganna sem hélt liðinu inni í leiknum, en það var ekki hægt að ætlast til þess að hann bæri liðið uppi. Eyjamenn gengu því á lagið og náðu mest sex marka forystu en þegar yfir lauk munaði fjórum mörkum á lið- unum, lokatölur 22:18. Þeir voru ein- faldlega skömminni skárri en Íslands- meistararnir sem þurfa sannarlega að fara ofan í saumana á þessari spila- mennsku. Magnús fékk slæmt höfuðhögg Hrikalegt atvik átti sér stað í síðari hálfleik þegar Eyjamaðurinn Magnús Högg Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV, steypist á höfuðið í leiknum við Fram í gæ  Eyjamenn upp í annað sætið eftir sigur á Fram  Fátt um fína drætti hjá liðunum Á ÁSVÖLLUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Toppliði Hauka virðist ekki hafa orðið meint af því að missa þjálf- arann Patrek Jóhannesson til Dan- merkur í EM-hléinu sem gert var á N1-deildinni í janúar en þar stýrði Patrekur liði Austurríkis eins og handboltaunnendur vita. Haukar unnu sannfærandi sigur á Akureyri, 26:20, í gærkvöldi og eru með gott forskot á toppi deildarinnar. Haukarnir eru líklegir til þess að verja toppsætið í deildakeppninni. Þeir léku án Jóns Þorbjarnar í gær en það kom ekki að sök. Hann glím- ir við smávægileg meiðsli og verður væntanlega ekki lengi fjarverandi. Akureyringar voru án Bergvins Gíslasonar sem tæplega verður með næstu vikurnar vegna meiðsla. Akureyringar byrjuðu vel í gær og höfðu frumkvæðið til að byrja með í leiknum. Haukar náðu þó þriggja marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks og komu sér fljótlega í þægilega stöðu í síðari hálfleik. Akureyringar náðu ekki að ógna Haukum eftir það enda breiddin meiri í liði Hauka og þar gátu menn dreift kröftunum betur. Markverðirnir bestir hjá báðum liðum Akureyri lék ágætan varnarleik þegar liðið náði að stilla upp í vörn. Einnig er það góðs viti fyrir liðið að markvörðurinn Jovan Kukobat átti mjög góðan leik. Sóknarleikurinn gekk oft á tíðum ágætlega en liðið er þó skipað mjög lágvöxnum leik- mönnum og þá getur sóknarleik- urinn orðið vandræðalegur á milli. Þjálfararnir Heimir Örn Árnason og Bjarni Fritzson hafa aldrei þótt Fríið skaðaði ekki Hauka  Sannfærandi hjá toppliðinu gegn Akureyri og sigur, 26:20  Jón Þorbjörn ekki með Haukum  Fimm stiga forskot Öflugur Árni Steinn Steinþórsson brýs 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Reykjavíkurmót karla Undanúrslit: Fram – Valur............................................ 3:1 Alexander Már Þorláksson 82., Aron Þórð- ur Albertsson 85., Aron Bjarnason 90. – Bjarni Ólafur Eiríksson 6. Rautt spjald: Ragnar Þór Gunnarsson (Val) 90. Fylkir – KR............................................... 1:3 Davíð Einarsson 30. – Þorsteinn Már Ragnarsson 63., 90., Almarr Ormarsson 76.  Fram og KR mætast í úrslitaleik í Egils- höll næsta mánudagskvöld. Holland Ajax – Groningen .................................... 2:1  Kolbeinn Sigþórsson kom inná hjá Ajax á 66. mínútu og skoraði sigurmarkið á 83. mínútu. Staða efstu liða: Ajax 22 14 5 3 46:19 47 Twente 21 12 7 2 49:20 43 Vitesse 22 12 6 4 46:29 42 Feyenoord 22 12 4 6 46:31 40 Heerenveen 22 9 6 7 48:39 33 AZ Alkmaar 22 10 3 9 36:34 33 PSV Eindhoven 22 9 5 8 38:29 32 Zwolle 22 8 7 7 33:29 31 Groningen 21 7 7 7 38:37 28 Heracles 22 8 4 10 32:37 28 NAC Breda 22 7 5 10 33:39 26 KNATTSPYRNA Njarðvíkingar fóru upp fyrir Ís- landsmeistara Grindavíkur og í þriðja sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í gærkvöld þegar þeir unnu öruggan sigur á Skallagrími, 99:84, í Borgarnesi. Njarðvíkurliðið hefur þar með unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum eftir áramótin og nýi Banda- ríkjamaðurinn, Tracey Smith, virð- ist henta þeim vel. Hann kom til þeirra í jólafríinu og leysti Nigel Moore af hólmi. Smith hefur skorað tæp 25 stig og tekið rúm 12 fráköst að meðaltali í leik í þessum fimm leikjum. Í gærkvöld var hann ein- mitt með 24 stig og 13 fráköst í Borgarnesi. Logi skoraði 27 stig Logi Gunnarsson var þó stiga- hæstur en hann gerði 17 stig í seinni hálfleiknum og 27 samtals. Elvar Már Friðriksson var að vanda drjúg- ur með 22 stig og 11 stoðsendingar. Benjamin Smith, sem kom til Borgnesinga á sama tíma, hefur líka verið drjúgur og gert 27 stig að með- altali í leik. Hann skoraði nákvæm- lega það í gærkvöld,. Páll Axel Vil- bergsson skoraði 22 stig og tók 12 fráköst og Grétar Ingi Erlendsson skoraði 16 stig fyrir Borgnesinga sem eru áfram jafnir KFÍ í tíunda til ellefta sæti deildarinnar. Ef svo heldur fram sem horfir heyja þessi lið einvígi um að halda sér í deildinni á lokaspretti mótsins. Fjórir leikir til viðbótar fara fram í deildinni í kvöld, eins og sjá má neðst til hægri í opnunni. vs@mbl.is Njarðvíkingar upp í 3. sætið  Nýju Bandaríkjamennirnir Smith og Smith eru báðir drjúgir fyrir sín lið 27 Logi Gunnarsson var stigahæst- ur Njarðvíkinga í Borgarnesi í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarnes, Dominos-deild karla, fimmtudag 6. febrúar 2014. Gangur leiksins: 5:4, 9:16, 15:21, 21:28, 27:33, 32:42, 34:46, 42:56, 44:59, 51:64, 60:70, 62:80, 64:87, 70:92, 76:95, 84:99. Skallagrímur: Benjamin Curtis Smith 27/5 fráköst/6 stoðsend- ingar, Páll Axel Vilbergsson 22/12 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 16/7 fráköst, Trausti Eiríksson 4, Egill Eg- ilsson 4/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 4, Atli Aðalsteinsson 3, Sigurður Þórarinsson 2/4 fráköst, Orri Jóns- son 2. Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn. Njarðvík: Logi Gunnarsson 27/5 frá- köst, Tracy Smith Jr. 24/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 22/6 frá- köst/11 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 14, Ágúst Orrason 7, Ólaf- ur Helgi Jónsson 5. Fráköst: 25 í vörn, 5 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögn- valdur Hreiðarsson, Davíð Tómas Tómasson. Skallagrímur – Njarðvík 84:99 Olís-deild karla Haukar – Akureyri............................... 26:20 FH – ÍR ................................................. 29:30 Fram – ÍBV........................................... 18:22 Staðan: Haukar 13 10 1 2 346:293 21 ÍBV 12 8 0 4 324:296 16 Fram 13 7 0 6 283:306 14 FH 13 6 1 6 325:310 13 Valur 12 6 1 5 311:285 13 ÍR 13 6 0 7 352:358 12 Akureyri 12 4 0 8 276:306 8 HK 12 1 1 10 275:338 3 1. deild karla Víkingur – Fylkir.................................. 29:18 Staðan: Afturelding 13 13 0 0 341:262 26 Stjarnan 12 11 0 1 363:259 22 Selfoss 11 8 1 2 309:253 17 Grótta 12 8 1 3 319:284 17 Víkingur 13 6 0 7 317:319 12 ÍH 12 6 0 6 302:288 12 KR 11 5 1 5 243:254 11 Fjölnir 12 3 0 9 275:329 6 Þróttur 12 3 0 9 258:312 6 Fylkir 13 1 1 11 306:402 3 Hamrarnir 13 1 0 12 269:340 2 Frakkland Nantes – Montpellier .......................... 29:29  Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Nantes. HANDBOLTI Dominos-deild karla Skallagrímur – Njarðvík...................... 84:99 Staðan: KR 15 14 1 1423:1185 28 Keflavík 15 14 1 1378:1163 28 Njarðvík 16 11 5 1543:1336 22 Grindavík 15 10 5 1338:1244 20 Þór Þ. 15 8 7 1367:1394 16 Stjarnan 15 7 8 1291:1272 14 Haukar 15 7 8 1246:1238 14 Snæfell 15 6 9 1331:1356 12 ÍR 15 5 10 1241:1401 10 Skallagrímur 16 4 12 1286:1454 8 KFÍ 15 4 11 1227:1378 8 Valur 15 1 14 1197:1447 2 1. deild karla FSu – Breiðablik .................................. 83:74 Staðan: Tindastóll 12 12 0 1248:882 24 Þór Ak. 11 9 2 915:892 18 Höttur 12 8 4 1076:979 16 Fjölnir 11 7 4 945:861 14 FSu 13 6 7 1159:1117 12 Breiðablik 13 6 7 1149:1137 12 ÍA 12 6 6 1152:1115 12 Hamar 12 5 7 1072:1084 10 Vængir Júpiters 12 1 11 890:1175 2 Augnablik 12 0 12 851:1215 0 Spánn Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Unicaja – Zaragoza ............................. 74:79  Jón Arnór Stefánsson lék í rúmar 9 mín- útur með Zaragoza og skoraði 3 stig. Zara- goza mætir Real Madríd í undanúrslitum. NBA-deildin Cleveland – LA Lakers.................... 108:119 Philadelphia – Boston ...................... 108:114 Washington – San Antonio ....(2frl.) 118:125 Orlando – Detroit ............................... 112:98 New York – Portland ........................... 90:94 Houston – Phoenix ........................... 122:108 Memphis – Dallas ............................... 96:110 New Orleans – Atlanta..................... 105:100 Oklahoma City – Minnesota .............. 106:97 Denver – Milwaukee ........................ 110:100 Sacramento – Toronto ..................... 109:101 LA Clippers – Miami........................ 112:116 KÖRFUBOLTI Schenkerhöllin, úrvalsdeild karla, Ol- ís-deildin, fimmtudaginn 6. febrúar 2014. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:3, 3:5, 5:5, 7:6, 8:8, 10:8, 12:9, 13:9, 16:11, 19:13, 22:14, 24:17, 26:20. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 8/3, Árni Steinn Steinþórsson 7, Þórður Rafn Guðmundsson 4, Þröst- ur Þráinsson 2, Elías Már Hall- dórsson 2, Jónatan Ingi Jónsson 2, Adam Haukur Baumruk 1. Varin skot: Giedrius Morkunas 19/1. Utan vallar: 0 mínútur. Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 8/1, Kristján Orri Jóhannsson 6, Þrándur Gíslason 2, Heimir Örn Árnason 2, Gunnar Malmquist Þórsson 1, Valþór Guðrúnarson 1. Varin skot: Jovan Kukobat 18. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Magnús Kári Jónsson og Ómar Ingi Sverrisson, ágætir. Áhorfendur: 829. Haukar – Akureyri 26:20 ÍBV skömm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.