Morgunblaðið - 24.02.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.02.2014, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Spánn Zaragoza – Valencia ........................... 95:89  Jón Arnór Stefánsson lék tæpar 14 mín- útur og skoraði 2 stig fyrir Valencia. Laboral Kutxa – Valladolid................ 84:67  Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 6 stig og tók 2 fráköst fyrir Valladolid á tæpum 25 mínútum sem hann lék. KÖRFUBOLTI Sveinbirni, Moore og Matthíasi að komast úr hinu andlegu hyldýpi í það sóknarjafnvægi sem liðið þurfti svo á að halda. Þessu máttu Breiðhylt- ingar ekki við gegn liði eins og Grindavík, liðið sem hvert manns- barn vissi fyrirfram að myndi, í versta falli, ná upp ágætum varn- arleik. Von ÍR lá í líkamlega „aggressívri“ vörn, sem aldrei sást. ÍR-ingum til tekna segi ég: þeir brotnuðu aldrei og með smá heppni hefðu þeir getað gefið sér raunhæfan möguleika á sigri. Til þess þurfti varnarleikurinn að harðna töluvert í seinni hálfleik; sóknarleikurinn þurfti meira skipulag og menn þurftu að stíga Grindvíkinga út í fráköstum. Ekkert af þessu gerðist! Sökin er ekki öll hjá ÍR hinsvegar, því þeir áttu við ofurefli að etja í sérlega til- búnum Grindvíkingum. Björgvin Ríkharðsson og Hjalti Friðriksson voru ljósin í myrkrinu, sem og bar- áttuandi liðsins, sem aldrei slokkn- aði. Grindvíkingar voru hinsvegar sem smurð vél; allir sem inná komu voru vel undirbúnir og klárt að þarna fór liðssigur af bestu gerð; Jón Axel var að mínu viti hetja liðsins og var sá X- faktor sem gerði liðinu kleift að halda áhlaupum ÍR-inga innan velsæm- ismarka með stórum körfum. Frá- bær vörn hélt ÍR vel undir 40% nýt- ingu; frákastabaráttan var glæsileg og sóknarleikurinn alltaf yfirvegaður og áræðinn. 117 framlagspunktar gegn 77 hjá ÍR segir allt um liðsand- ann. Grindavík spilaði alltaf eins og sá sem valdið hefur og notaði þau vopn sem búrið hafði að geyma; budda ÍR-inga þurrkaðist upp jafnt og þétt og það má með sanni segja að dagsformið hafi komið, séð og sigrað. Morgunblaðið/Ómar Gleði Leikmenn Grindavíkur fagna eftir að hafa fengið í hendur sigurlaunin í Powerade-bikarnum í körfuknattleik eftir að hafa unnið ÍR. Grindavík mun sterkari Laugardalshöll, Powerade-bikar karla, úrslitaleikur, laugardaginn 22. febrúar 2014. Gangur leiksins: 6:5, 12:10, 21:17, 28:21, 35:25, 39:29, 43:36, 45:40, 49:43, 57:51, 59:54, 63:57, 68:59, 73:61, 80:68, 89:77. Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 20/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sig- urður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst/3 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 12/8 fráköst/7 stoðsend- ingar, Ólafur Ólafsson 12/8 frá- köst/5 stoðsendingar, Jón Axel Guð- mundsson 10, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7. Fráköst: 33 í vörn, 8 í sókn. ÍR: Sveinbjörn Claessen 18/4 frá- köst, Hjalti Friðriksson 17/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12/4 fráköst, Nigel Moore 11/11 fráköst/7 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurð- arson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 9. Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Rögnvaldur Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson. Grindavík – ÍR 89:77  ÍR-ingar náðu aldrei upp dampi  Meistararnir eins og vel smurð vél  Þeir léku eins og sá sem valdið hefur frá upphafi til enda  Sterkur varnarleikur Í LAUGARDALSHÖLL Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Á laugardaginn mættu Grindvík- ingar ÍR-ingum í Laugardalshöllinni og kepptu um næsteftirsóttasta bik- ar í körfuknattleik á Íslandi. Stemn- ingin var rafmögnuð á pöllunum, eins og alltaf, og þrátt fyrir baráttu og vilja ÍR-inga voru Grindvíkingar nokkrum klössum fríðari og unnu nokkuð öruggan sigur, 89:77, og eru bikarmeistarar 2014 og afar vel að titlinum komnir. Bikarleikir snúast alltaf um liðs- anda og dagsform, á þessu var engin breyting; ÍR-ingar náðu aldrei upp þeim dampi sem hefur fleytt þeim í gegnum góða sigra í deildinni uppá síðkastið. Lykilleikmenn voru læstir inni í ógnvænlegu umhverfi bikar- stemningarinnar allan leikinn. Vörn Grindavíkur neitaði mönnum eins og BLAK Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Tveir leikir voru í Neskaupstað í Mi- kasa-deild kvenna í blaki um helgina þar sem Þróttarar tóku á móti HK úr Kópavogi. Fyrri leikurinn var á laugardegi en sá síðari í gær, en færa varð þá aftur um einn dag vegna ófærðar og því tók það HK lengri tíma að komast til Norð- fjarðar og skarðið lokaðist á ný um leið og HK var komið yfir það. Heimastúlkur höfðu betur 3:2 í fyrri leiknum (19:25, 23:25, 25:12, 25:13 og 15:7). HK náði hins vegar að hefna fyrir sig í gær í leik sem var jafnari og skemmtilegri. Lokatölur þar 3:2 (19:25, 25:21, 23:25, 28:26 og 11:15). Þróttarar komust í 6-1 í oddahrinunni en Kópavogskonur neituðu að gefast upp og vönduðu sig vel í uppgjöfum sem skiluðu stig- um og staðan var 11:11. Þá fór Berg- lind Gígja Jónsdóttir uppspilari HK í uppgjafareitinn og næstu fjögur stig féllu með HK og þar með sigur- inn. Með honum skaust HK aftur upp fyrir Þrótt í annað sætið með 25 stig en Þróttur er stigi á eftir en á toppn- um situr Afturelding með 29 stig. Á Akureyri lagði Þróttur úr Reykjavík lið KA 3-1 (12:25, 25:21, 25:27 og 19:25). Þróttarar með 7 stig en KA neðst með ekkert stig. Karlalið þessara félaga mættust einnig og þar voru líka leiknar fjórar hrinur en norðanmenn höfðu betur (25:14, 25:19, 7:25 og 25:20). KA er í fjórða sæti með 19 stig en Þróttur sæti neðar með 16. HK er með 48 stig í efsta sæti, Þróttur Nes. í næsta með 30 og Stjarnan í því þriðja með 29 stig, en á botninum sigur Afturelding með 5 stig. Tveir fimm hrinu leikir  Kvennalið HK lét ófært Oddsskarð ekki slá sig út af laginu Morgunblaðið/Ómar Sterk Berglind Gígja lék vel. Danmörk A-deild karla: Mors-Thy – GOG.................................. 26:27  Guðmundur Árni Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir Mors-Thy.  Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 5 mörk fyrir GOG. A-deild kvenna: SönderjyskE – Nyk ............................. 20:26  Ramune Pekarskyte og Karen Knúts- dóttir leika með SönderjyskE. Stella Sig- urðardóttir er frá vegna meiðsla. Ágúst Þór Jóhannsson þjálfar liðið. Noregur A-deild karla: Bækkelaget – Nötteröy ..................... 27:34  Hreiðar Levý Guðmundsson ver mark Nötteröy. Arendal – Bodö .................................... 25:19  Einar Ingi Hrafnsson skoraði 3 mörk fyrir Arendal. A-deild kvenna: Tertnes – Levanger ............................ 33:24  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Tertnes.  Nína Björk Arnfinnsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Levanger. Flint/Tönsberg – Stabæk................... 25:30  Brynja Magnúsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Flint/Tönsberg en Þorgerður Anna Atladóttir lék ekki með liðinu. Vipers Kristiansand – Fredrikstad... 34:25  Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Vipers Kristiansand og var markahæst og besti leikmaður vallarins. Oppsal – Storhamar ............................ 30:31  Alfreð Örn Finnsson þjálfar Storhamar. Svíþjóð Skuru – Sävehof .................................. 22:32  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði ekki mark fyrir Sävehof. BK Heid – Skånela IF ..........................20:26  Sunna Jónsdóttir skoraði 5 mörk fyrir BK Heid. Meistaradeild karla París Handball – Vardar Skopje ....... 35:25  Róbert Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir París og Ásgeir Örn Hallgrímsson 2. Gorenje Velenje – Flensburg..............23:28  Ólafur Gústafsson var ekki í leikmanna- hópi Flensburg. KIF Kolding – Dunkerque ................. 26:23  Aron Kristjánsson þjálfar KIF Kolding. Kielce – Wisla Plock............................ 38:30  Þórir Ólafsson skoraði ekki fyrir Kielce. EHF-bikarinn Constanta – Füchse Berlín ................. 31:31  Dagur Sigurðsson þjálfar Füchse. Ademar León – Burgdorf................... 30:30  Rúnar Kárason skoraði 4 mörk fyrir Burgdorf. Kristianstad – Nantes ......................... 23:27  Ólafur A. Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad.  Gunnar Steinn Jónsson skoraði 1 mark fyrir Nantes. Þýskaland B-deild: Bad Schwartau – Grosswallstadt...... 31:19  Fannar Þór Friðgeirsson skoraði 5 mörk en Sverre Jakobsson fyrirliði náði ekki að skora fyrir Grosswallstadt. Hüttenberg – Aue................................ 28:29  Árni Þór Sigtryggsson skoraði 4 mörk fyrir Aue, Bjarki Már Gunnarsson og Sig- tryggur Rúnarsson skoruðu ekki. Svein- björn Pétursson ver mark Aue og Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið. A-deild kvenna: Bensheim – Koblenz/Weibern........... 21:26  Hildur Þorgeirsdóttir lék ekki með Ko- blenz/Weibern vegna meiðsla. HANDBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: DHL-höllin: KR – Keflavík ................. 19.15 1. deild karla: Smárinn: Breiðablik – ÍA..................... 19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Kórinn: HK – Leiknir R............................ 18 Reykjavíkurmót kvenna, úrslitaleikur: Egilshöll: Valur – Fylkir........................... 19 Í KVÖLD! Jón Axel Guðmundsson Hann var hetja liðs- ins og var sá X-faktor sem gerði Grindavík- ur kleift að halda áhlaupum ÍR-inga innan marka með stórum körfum. Þessi ungi mað- ur var fremstur meðal jafningja í liði bikar- meistaranna. Moggamaður leiksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.