Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 „Valsmenn spiluðu fanta vel og á sama tíma mættum við hreinlega ekki til leiks og því fór sem fór,“ sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir leikmaður Stjörnunnar í handknatt- leik eftir að liðið tapaði sínum fyrsta leik í Olísdeild kvenna. Það voru Valskonur sem komu í heimsókn í Garðabæinn og unnu öruggan sigur, 21:29. Hanna sagðist aðspurð vera búin að jafna sig á tapinu, en rætt var við hana í gær. „Maður þarf að kunna að tapa líka,“ sagði hún. „Annars er þessi árangur okkar, að tapa ekki í fyrstu átján umferðum deildarinnar, vonum framar. Það var ótrúlegur ár- angur hjá okkur að ná þessu,“ bætti hún við. Einn leikur í einu Stutt er í næsta stórleik hjá Stjörnunni því liðið mætir Gróttu í undanúrslitum bikarsins á fimmtu- daginn og nái þær sigri mæta þær Val eða Haukum í úrslitum á laug- ardaginn. Hanna ætlar væntanlega að spila bæði á fimmtudag og laug- ardag? „Það er auðvitað stefnan en við erum ekki að hugsa neitt lengra en fram á fimmtudag. Grótta er spútniklið og hefur leikið vel í vetur þannig að það er ekkert gefið og þetta verður erfiður leikur eins og allir leikir í bikar,“ sagði Hanna. Með sigrinum komu Valskonur í veg fyrir að Garðbæingar fögnuðu deildarmeistaratitlinum, en það verður nú líklegast bara um tíma því þrjár umferðir eru eftir af deildar- keppni kvenna og Stjarnan með fjögurra stiga forystu á Val. Mikilvæg stig til HK HK vann mikilvægan sigur á KA/ Þór og komst þar með í þægilega stöðu í áttunda sæti en hefðu norðankonur farið með sigur hefðu liðin verið jöfn með 12 stig. Leikur liðanna var jafn í fyrri hálfleik og staðan 14:14 þegar flautað var til leikhlés en heimakonur höfðu síðan undirtökin eftir hlé og sigruðu 28:22. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir gerði 10 mörk fyrir HK og Gerður Arin- bjarnar 8. Hjá KA/Þór var Martha Hermannsdóttir með 11 mörk. Naumur sigur ÍBV Fylkir virðist vera að rétta úr kútnum ef marka má úrslitin úr síð- ustu leikjum, naumt tap fyrir ÍBV um helgina, sigur á HK í umferðinni þar á undan og naumt tap gegn Fram þar á undan. Stigin þurfa þó að komast í hús ætli liðið sér að ná inn í úrslitakeppnina. Fylkir var 10:7 yfir í hálfleik á móti ÍBV um helgina og liði skoraði 13 mörk í síðari hálfleik sem hefði átt að fara langt með að duga til þess að fá stig en Eyjakonur gerðu hins vegar 17 mörk í síðari hálfleiknum og unnu 23:24 og eru í fjórða sæti með jafn mörg stig og Fram. Marka- hæst hjá Fylki var Patricia Szölösi með sjö mörk og Vera Pálsdóttir gerði sex, en hjá ÍBV gerði Vera Lo- pes tólf mörk. Haukar og Grótta gerðu jafntefli í miklum markaleik sem endaði 33:33 eftir að Haukar voru 17:15 yfir í leik- hléi. Markahæstar hjá Haukum voru Karen Helga Díönudóttir og Marija Gedroit með 9 mörk hvor en hjá Gróttu var Anett Köbil með 9 og þær Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Unnur Ómarsdóttir átta hvor. Grótta hefði verið við hlið ÍBV og Fram með sigri en er nú stigi á eftir þeim og sjö stigum á undan Hauk- um. Þrjú mörk eftir hlé Fram tók á móti Selfossi og sigr- aði 28:15, en Safamýrarliðið var lengi í gang því staðan í leikhléi var 12:12. Í seinni hálfleik hrukku Framarar þó í gang og Selfyssingar gerðu aðeins þrjú mörk eftir hlé og eru í næstneðsta sætinu, stigi á eftir KA/Þór og Fylki. skuli@mbl.is Fyrsta tap Stjörnunnar  Valur sá um að fresta hátíðarhöldum Garðbæinga  HK fékk mikilvæg stig  Naumur sigur ÍBV í Árbænum  Selfoss gerði aðeins þrjú mörk eftir hlé Morgunblaðið/Styrmir Kári Lok, lok og læs Valskonur skelltu í lás í Garðabænum og Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik. Ekki var að sjá að forráða- menn Knattspyrnusambands Ís- lands hefðu brosað allan hring- inn þegar myndavélum var beint að þeim í örskamma stund með- an dregið var í riðla í undan- keppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu karla í Nice í gær- morgun. Enda ekki miklu að fagna svo sem enda staðfesti annar lands- liðsþjálfarinn, Heimir Hallgríms- son, í samtali við mbl.is þegar niðurstaðan af drættinum lá fyr- ir að enginn úr íslensku sendi- nefndinni í Nice hefði blásið til fagnaðar. Ekkert varð úr að draumur- inn rættist um að mæta Eng- lendingum. Listamennirnir frá Hollandi verða andstæðingar ís- lenska landsliðsins úr fyrsta styrkleikaflokki. Kannski var íslenska liðið ei- lítið heppið að mæta Tékkum úr öðrum styrkleikaflokki. Alltént hefði andstæðingurinn úr þeim flokki getað orðið óárennilegur, s.s. gamlir kunningjar eins og Króatar eða frændur okkar Sví- ar. Heppnin hefði þó verið með okkur ef Ungverjar og Írar hefðu „dottið“ inn í okkar riðil. Tyrkir eru ekki spennandi kostur en þeir verða andstæðingar ís- lenska landsliðsins í upphafsleik þess í riðlakeppninni og eins í lokaumferðinni haustið 2015 þegar þeir verða sóttir heim til Istanbúl Vart er hægt að fara mikið lengra austur á bóginn frá Ís- landi til þess að leika fótbolta- leik í undankeppni Evrópumóts en alla leið Kasakstan. Það verk- efni bíður íslenska landsliðsins engu að síður í lok mars á næsta ári. Þá verður runnið upp nýtt fjárhagsár hjá KSÍ og Mogga. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár FERMINGAR : –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 3. mars. SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 7. mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.