Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 5
raun myndi maður aldrei læra neitt. að er nauðsynlegt að gera mistök. Og ð megum aldrei gleyma því að allir gera istök - meira að segja klárustu karlar g kerlingar. Þess vegna eru strokleður á verjum einasta blýanti í heiminum! ttu þér einhverja uppáhalds-tilraun em þér finnst skemmtilegast að amkvæma? argar tilraunir eru í uppáhaldi hjá mér. entos í kók er t.d. mjög skemmtileg, líka ð frysta sápukúlur. Akkúrat núna finnst ér þáttaröðin eiginlega vera uppáhalds raunin til þessa - ef tilraun skyldi kalla. f maður vill verða vísindamaður - hvað arf að eiga? að er gott að eiga góðan penna og óða glósubók, sem fara vel í vasa. Ef þú ærð góða hugmynd eða rekst á eitthvað erkilegt, geturðu þannig alltaf skrifað að niður um leið! ú færð ýmsa þekkta gesti til þín - getur ú sagt aðeins frá þeim? hverjum þætti tek ég fyrir einn þekktan sindamann úr mannkyns- eða bók- enntasögunni og segi frá þeim. Þetta ru bæði karlar og konur sem hafa haft ikil áhrif á lífið eins og við þekkjum að - eins og t.d. Marie Curie, Albert nstein, Victor Frankenstein. Það sem þótti bull og vitleysa einu sinni, t.d. eins og þegar Frankenstein vakti skrímslið til lífsins með rafmagni, þykir nefnilega sjálfsagður hlutur í dag - bara í dag notar fólk hjartastuðtæki! Ég lagði mikla áherslu á að hlutfall kvenna og karla í þessu væri jafnt, því stelpur eiga alveg jafn mikið erindi í vísindi og strákar! Mary Anning, yngsti steingervingafræðingur í heimi, var t.d. 12 ára þegar hún fann heila risaeðlu nánast í bakgarðinum heima hjá sér! Manstu eftir einhverju skondnu atviki sem gerðist við tökurnar? Það var sérstök upplifun að vera spúlaður með vatni úr slöngu, eftir að hafa búið til og baðað mig í 700 lítrum af slími úr kartöflumjöli, vatni og matarlit! Sömuleiðis að borða flugnalirfur, sem var svolítið ógeðslegt. Talið er að innan 50 ára verð- um við að líta til þess að borða skordýr til að hafa nóg að borða. Ég ákvað því að athuga hvernig þessi hugsanlegi matur framtíðarinnar smakkaðist. Bragðið var ekkert svo vont - lirfurnar voru steiktar upp úr hvítlauk og chilli - en áferðin var alveg ferleg. Sumar voru farnar að púpa, sem þýðir að þær eru komnar með smá-skel utan um sig, og voru þess vegna stökkar! Hver er að þínu mati merkilegasta uppgötvunin úr vísindasögunni? Ég held að pensillín verði að teljast gríðarlega merkileg uppgötvun, vegna þess hve mörgum mannslífum það hefur bjargað. Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að sinna vísindunum? Ég skrifa bækur og leik í leikritum í Þjóðleikhúsinu. Í fyrra lék ég til dæmis Lilla klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi. Svo talset ég mikið af teiknimyndum, eins og t.d. bíómyndirnar Rio og Flóttinn frá jörðu, líka teiknimyndaþættina Umizoomi, Skrekk íkorna og Unnar & Vinur, sem eru í barnatímanum á RÚV. Hvernig fara vísindin og leiklistin saman? Afar vel. Það að æfa leikrit og búa til persónu á sviði er í raun stöðug leit að einhverju - alveg eins og vísindin. Að lokum, áttu einhver góð ráð handa krökkum sem langar til að verða vísindamenn í framtíðinni? Finnið það sem þið hafið áhuga á og dembið ykkur á kaf. Það er miklu auðveldara að læra og verða góður í einhverju ef maður er spenntur fyrir því. Auðvitað þarf maður að gera eitthvað leiðinlegt inn á milli - það er bara partur af lífinu - en ef þú veist að endapunktur- inn er eitthvað sem þú hefur brennandi áhuga á, auðveldar það róðurinn. BARNABLAÐIÐ 5 Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson „Ein tilraunin var að búa til bolta- sprengju, með litríkum boltum, en við gerðum þetta á bílastæði RÚV. Við tókum stóra tunnu og helltum helling af heitu vatni í hana. Síðan þarf að fylla gosflösku með fljótandi köfnunarefni (sem er svo ótrúlega ískalt að það getur fryst af manni puttana!), skrúfa snögglega fyrir og henda henni ofan í heita vatnið í tunnunni. Við þetta þenst ískalda köfnunarefnið hratt út, svo flaskan springur með gríðarlegum látum. Áður en það gerist þurftum við að ná að hella fullt af boltum ofan í tunnuna. Málið var hins vegar að um leið og búið var að hella efninu ofan í flöskuna byrjaði hún strax að tútna út - þótt tappinn væri ekki kominn á. Þar sem mér hafði verið treyst fyrir því að skrúfa hann á flöskuna, og henda henni ofan í, stóð mér alls ekki á sama þegar flaskan byrjaði að braka og harðna í höndunum á mér - auk þess erfitt var að koma tappanum á réttan stað. Ég vissi líka að um leið og hann væri skrúfaður á hefði ég aðeins örfáar sekúndur til að koma flöskunni í vatnið, en ekki vildi ég að hún springi í höndunum á mér! Ég var gríðarlega stressaður í fyrsta skiptið sem við reyndum þetta. Og satt best að segja var ég eiginlega svo stressaður að ég missti tappann og hann rúllaði eitthvert í burtu! Ég var líka með hanska sem gerði þetta ekki auðveldara. Það var ekki fyrr en í þriðju tilraun sem mér tókst að skrúfa tappann á flöskuna, eins fljótt og ég mögulega gat. Henni var síðan hent ofan í heita vatnið og Sprengjugengið sturtaði bolt- um úr tveimur risastórum ruslapokum, ofan í. Svo hlupum við í burtu! Það leið ein sekúnda. Svo tvær. Og svo - BÚMM! Það rigndi boltum út um allt! Hvellurinn var svo hár að gluggar hristust! Seinna fengum við að vita að fólk sem var að bíða eftir strætó rétt hjá brá svo rosalega að þau hringdu á lögguna!“ sem nn KK Boltasprenging á bílastæði! Ævar fer víða um heim vísindanna.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.