Morgunblaðið - 25.03.2014, Síða 4

Morgunblaðið - 25.03.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2014 flottir í flísum Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þó að öll stéttarfélög á vinnumark- aðinum endurnýi kjarasamninga á yf- irstandandi ári eru kjaradeilur óvíða alvarlegri en innan menntakerfisins. Stéttarfélög kennara á öllum skóla- stigum frá leikskóla og upp á háskóla- stigið, hafa sett fram kröfur um mikla leiðréttingu launa en lítið hefur miðað í samkomulagsátt. Langir sáttafundir Kennarar og aðrir félagsmenn þessara stéttarfélaga eru tæplega tíu þúsund talsins. Nemendurnir frá leikskólaaldri og upp á háskólastigið sem búa við vaxandi óvissu eða hafa nú þegar orðið fyrir barðinu á verk- fallsaðgerðum eru samtals rúmlega eitt hundrað þúsund. Kjaradeilurnar í skólakerfinu snúast því um nám og störf þriðjungs allrar þjóðarinar. Verkfall framhaldsskólakennara hefur nú staðið í rúma viku og enn virðist engin sátt vera í sjónmáli, þó að eitthvað hafi miðað á löngum sáttafundum í gærdag og fram á kvöld. Próftímabilið myndi lamast Félag háskólakennara hefur dreg- ið fram verkfallsvopnið og boðar verkfall í Háskóla Íslands 25. apríl til 10. maí hafi ekki samist fyrir þann tíma. Öll próftaka við HÍ og kennslu- sviðið myndi lamast komi til verk- falls. Háskólakennarar hafa ekki birt tölur um launakröfur sínar en þeir telja sig þurfa á umtalsverðri launa- leiðréttingu að halda, þar sem mynd- ast hafi mikið ójafnvægi í launaröðun m.a. þar sem þeir hafi dregist aftur úr miðað við launaþróun prófessora. Það sem ríkið hafi boðið dugi hvergi til, að sögn Jörundar Guðmundssonar, for- manns félagsins. „Aðalvandinn er sá að það er orðið mjög erfitt að ráða fólk inn í nýjar stöður. Fólk vill ekki koma til starfa fyrir þessi laun,“ segir hann. Telja sig þurfa 25-30% hækkun Þunglega horfir í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélag- anna, þrátt fyrir viðræður hafi staðið yfir um mögulegan kjarasamning til ársins 2017, samhliða breyttu vinnu- fyrirkomulagi. Þar er tekist á um kröfu grunnskólakennara að laun þeirra verði sambærileg við laun ann- arra háskólamenntaðra starfsmanna með sambærilega menntun, sem jafngildir um 25 til 30% launahækk- un. Þó að enn sé ekki farið að ræða at- kvæðagreiðslu um boðun verkfalls fer óvissan vaxandi um skólastarfið fyrir nálægt 42 þúsund nemendur í grunnskólum landsins. Stíga þarf stór skref „Það er alveg ljóst að leikskóla- kennarar munu ekkert sætta sig við minna en aðrar kennarastéttir,“ segir Haraldur F. Gíslason, formaður Fé- lags leikskólakennara. Kjarasamn- ingurinn við sveitarfélögin losnar 30. apríl. Haraldur segir launakröfur leikskólakennara sambærilegar kröf- um kennarastéttarinnar allrar. „Við höfum sameiginlega kjarastefnu og við miðum laun okkar við aðra sér- fræðinga. Það er ljóst að það þarf að stíga stór skref í þessum kjarasamn- ingi til að fjölga leikskólakennurum. Hækkun launa er stærsti þátturinn í því,“ segir hann. Öll skólastig í skugga kjaradeilna  Ekki sér fyrir endann á verkfalli framhaldsskólakennara  Háskólakennarar munda verkfallsvopnið  Grunnskólakennarar ókyrrast  Leikskólakennarar sætta sig ekki við minna en aðrar kennarastéttir Morgunblaðið/Golli Kennaradeilur Framhaldsskólakennarar eru þessa dagana á stífum fundum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Kjaradeilur kennara og fjöldi í skólunum Háskóli Íslands Félagar í félagi háskólakennara Nemendur 920 14.000 Framhaldsskólar Félagar í Félagi framhaldsskólakennara Nemendur 1.800 25.000 Grunnskólar Félagar í Félagi grunnskólakennara Nemendur 4.600 42.000 Leikskólar Félagar í Félagi leikskólakennara Leikskólabörn 2.300 20.000 Samtals 9.620 101.000* *Áætlaðar tölur um fjölda nemenda Verði af verkfalli Félags háskólakennara í Háskóla Íslands á próftímanum 25. apríl til 10. maí, mun það hafa mikil áhrif á 14.000 nemendur HÍ. Það yrði mik- il röskun á högum stúdenta að sögn Krístínar Ing- ólfsdóttur, rektors HÍ, og mikil röskun jafnframt á öllu starfi skólans. ,,Stúdentar hafa gert ráð fyrir að taka sín próf á þessum tíma en það er alveg ljóst að þau yrðu ekki haldin. Fyrir stúdenta setur þetta sum- arið og haustið í uppnám varðandi sumarvinnu, varð- andi greiðslur frá lánasjóði og varðandi framhalds- nám,“ segir Kristín. Hún segir það mikið hagsmunamál fyrir stúdenta og skólann í heild að samningar náist. ,,Það er líka hagsmunamál fyrir skólann að laun séu samkeppnishæf,“ segir hún. 920 einstaklingar eru í Félagi háskólakennara og var boðun verk- falls samþykkt með 82,8% greiddra atkvæða. Það næði einnig til starfs- manna í Landsbókasafni, á Keldum, í Árnastofnun og Raunvísindastofn- un. Næsti sáttafundur verður í dag. Mikil röskun á högum nemenda við HÍ Verkfall framhaldsskólakennara hefur nú staðið yfir í rúma viku og eru samningar enn ekki í sjónmáli. Verkfallið bitnar á rúmlega 20 þúsund nem- endum en um 25.000 nemendur eru skráðir í framhaldsskóla landsins. Í Verzlunarskólanum þar sem ekki er verkfall eru um 1.800 nemendur. Um 1.800 félagsmenn eru í Félagi framhaldsskólakennara. Búið er að halda á fjórða tug samningafunda frá því að viðræður hófust í byrjun desember. Framhaldsskólakennarar hafa farið fram á 17% launahækkun. Laun þeirra standist ekki samanburð við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun og ábyrgð í störfum. Vilja þeir að launaþróun í framhaldsskólum verði samningsbundið tengd við launaþróun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun og ábyrgð í störfum. Verkfall í sjö daga og lausn ekki í sjónmáli Útlitið er dökkt í kjaradeilu grunnskólakennara og ríkisins. Í viðræðunum hafa verið skoðaðir möguleikar á gerð kjarasamnings til ársins 2017 en án árangurs til þessa. Kennarar krefjast að laun þeirra verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra starfsmanna með sambærilega menntun og ábyrgð sem þýðir að laun þeirra þyrftu að hækka um 25 til 30% yfir samn- ingstímann. Félag grunnskólakennara vísaði deilunni til sáttasemjara 18. mars. Enn er þó ekki farið að ræða boðun verkfallsaðgerða. Félagið er fjöl- mennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands með um 4.600 félagsmenn. Nemendur í grunnskólum hér á landi eru nálægt 42 þúsund talsins. Breitt bil en aðgerðir ekki verið ræddar Félag leikskólakennara semur fyrir um 2.300 félags- menn sem annast nærri 20 þúsund leikskólabörn um allt land. Kjarasamningur leikskólakennara losnar 30. apríl. Forsvarsmenn félagsins vilja ekki nefna ákveðnar launatölur úr kröfugerð á þessu stigi. Haraldur F. Gísla- son, formaður félagsins, segir staðreyndir sýna að launaþróun kennarastéttanna hafi verið mun lakari en annarra sérfræðinga. Launaskrið sé lítið sem ekkert meðal kennara og bilið sem þurfi að brúa verði sífellt stærra. Gera þurfi „stórar leiðréttingar“ í þessum samn- ingum. „Það er óþolandi staða að þurfa að beita neyðar- úrræðum til að þvinga fram slíkar leiðréttingar sem bitna á saklausu fólki,“ segir Haraldur. Boðað er til næsta samningafundar í dag. Óþolandi að þurfa að beita neyðarúrræðum Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Fulltrúar kennara og stjórnenda í framhaldsskólum funduðu með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga fram eftir kvöldi í gær en Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í fram- haldsskólum, segir að viðræðunar hafi eitthvað mjakast áfram. „Okkur hefur unnist vel í dag. Við erum að vinna í útfærslum núna. Við eigum eftir að sjá betur til lands með prósentur, annað er langt komið,“ sagði Ólafur í gær- kvöldi. Samið til 2½ árs? Aðalheiður Steingrímsdóttir, for- maður samninganefndar Félags framhaldsskólakennara, tekur und- ir að viðræðum hafi miðað áfram. Unnið hafi verið að samningstexta sem hafi verið til umræðu á milli aðila. „Það er efnisleg vinna sem er í sjálfu sér ágætt. Við erum hins vegar ekki farin að sjá til lands með kjarasamning. Það á ýmislegt eftir að koma fram,“ segir hún. Elna Katrín Jónsdóttir, fulltrúi í samninganefnd FF, sagði í ávarpi í verkfallsmiðstöð kennara í Fram- heimilinu í gær að líklega yrði sam- ið til tveggja og hálfs árs eins og staðan væri núna. Leiðrétting á launum væri for- gangsatriði hjá samninganefndinni og það „örlaði á skilningi mótaðil- ans á að nauðsynlegt sé að horfast í augu við þá staðreynd að launa- skrið sé miklu minna innan fram- haldsskólans en hjá öðrum stofn- unum ríkisins“. Aðalheiður staðfestir að verið sé að ræða um samning til tveggja og hálfs árs. Hún segist sannarlega vona að það fari að sjást til lands í kjaradeilunni. „Við viljum ekki að þetta verði langt verkfall,“ segir hún. Samingsaðilar ætluðu að funda aftur kl. 10 í dag. Segir enn ekki sjást til lands  Nokkuð miðaði í kjaraviðræðum kennara og stjórnenda framhaldsskólanna í gær  Efnisleg vinna sögð í gangi Morgunblaðið/Þórður Viðræður Frá fundi deiluaðila í síð- ustu viku. Viðræður þokast áfram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.