Morgunblaðið - 25.03.2014, Page 6

Morgunblaðið - 25.03.2014, Page 6
SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meiningin var að gerð yrðu jarð- göng úr Siglufirði yfir í Fljót í framhaldi af gerð Héðinsfjarðar- ganga, að sögn Trausta Sveinsson- ar, bónda á Bjarnargili í Fljótum. Eins samþykktu Fljótamenn og hagsmunaaðilar göng til Siglufjarð- ar á fundi með Vegagerðinni sem haldinn var í Ketilási á sínum tíma. Hann sagði nauðsynlegt að fá þessi göng, annars væri hætt við að Fljótin færu í eyði. Trausti barðist mikið fyrir því að gerð yrðu göng úr Fljótum í Siglu- fjörð og eins úr Fljótum í Ólafs- fjörð. Með því yrði vegalengdin á milli Ketiláss í Fljótum og Siglu- fjarðar 10 km í stað 25 km nú. Jarðgöng myndu leysa Siglu- fjarðarveg um Almenninga af hólmi og spara mikinn kostnað vegna snjómoksturs og stöðugs viðhalds á veginum vegna jarðsigs. Eins myndu Siglfirðingar losna við þun- gaumferð í gegnum bæinn. Trausti vill að farið verði í gerð þessara jarðganga í stað þess að setja mikla fjármuni í lagfæringar á Siglufjarð- arvegi sem sé óvíst að takist. Trausti segir að Fljótamenn vilji fá jarðgöng frá Hraunum í Fljótum og yfir í Skarðsdal í Siglufirði. Þeim hugnist ekki hugmynd Vegagerð- arinnar um göng frá Nautadal í Fljótum yfir í Hólsdal í Siglufirði. „Okkar hugmynd er miklu skyn- samlegri. Við viljum ekki fá jarð- göng inn í dýrmætt útivistarsvæði í Nautadal. Þar er margt hægt að gera í framtíðinni,“ sagði Trausti. „Það yrði líka betra fyrir Siglfirð- inga að fá nýjan veg fyrir skíða- svæðið í Skarðsdal og veg upp fyrir skógræktina. Hólsdalurinn er dýr- mætur að eiga hann óspilltan til framtíðar sem útivistarsvæði.“ Trausti sagði að með göngum frá Hraunum myndi núverandi þjóð- vegur í Fljótum nýtast og bæirnir út með Miklavatni verða í þjóðleið í stað þess að einangrast verði göng lögð úr Nautadal. „Þetta er mikið hagsmunamál fyrir Fljótin,“ sagði Trausti. „Við erum orðin mjög tæp með búsetu og það verður eitthvað að gera.“ Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Skarðsdalur í Siglufirði Þar er einn nyrsti skógur á Íslandi og einnig skíðasvæði Siglfirðinga. Nú er nægur snjór. Vill fá jarðgöng sem fyrst milli Fljóta og Siglufjarðar  Jarðgöng myndu leysa af hólmi viðhaldsfrekan Siglufjarðarveg um Almenninga Jarðgöng á Tröllaskaga Grunnkort/Loftmyndir ehf. Siglufjörður Ólafsfjörður Hraun Skarðsdalur Hólsdalur M iklavatn Fljótavík Hé ðin sfj . Ól af sfj . Ólafsfjarðargöng Héðinsfjarðargöng Hugmyndir um jarðgöng Fljót-Siglufjörður Nautadalur Lá gh eið i 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2014 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is 898 einstaklingar leituðu til bráða- móttöku geðsviðs Landspítalans á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Yfir sama tímabil í fyrra kom 791 einstak- lingur. Þetta er um 13,5% aukn- ing milli ára. Í þessum hóp eru ýmist einstakling- ar sem hafa leitað þangað áður og aðrir sem eru að koma í fyrsta skipti. Að meðaltali sækja 15 einstak- lingar bráðamót- tökuna dag hvern. Hún er opin alla virka daga frá kl. 12 til 19, um helgar og aðra frídaga frá 13 til 17. Þegar þessarar þjónustu nýtur ekki við þá geta sjúklingar leitað til bráðamót- tökunnar í Fossvogi. Kalla þarf til geðlækni sem er á bakvakt til að sinna sjúklingnum. Að meðaltali leita einn til fjórir einstaklingar með geð- sjúkdóm þangað á sólarhring. „Við líðum fyrir húsnæðismál spít- alans eins og aðrir,“ segir Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir geðlækninga á Landspítalanum, spurð út í fyrir- komulagið á afgreiðslutíma bráða- þjónustunnar. Hún segist vilja sjá alla bráðaþjónustu á einum stað þar sem starfrækt yrði geðteymi sem tæki á móti sjúklingum. Í teikningum að nýjum spítala er slíkt í kortunum. Hún segir núverandi húsnæði óör- uggt í þeim skilningi að það henti ekki til þess að hafa einn lækni á bráðavakt á kvöldin. „Sjónarmið okk- ar til öryggis hafa breyst,“ segir Halldóra. Þá sé einnig óheppilegt að þeir sjúklingar sem koma á bráða- móttökuna innritast með göngudeild- inni. Þá geti skapast meiri spenna en þyrfti að vera. Spurð hvort það hafi ekki slæm áhrif á þá sjúklinga að fara á bráða- móttökuna í Fossvoginum segist Halldóra ekki geta svarað því en ef- laust sé lengri bið þar. „Ég hef ekki fundið fyrir öðru en sjúklingunum sem leita í Fossvoginn sé vel sinnt,“ segir Halldóra. „Ég vona að minnsta kosti að sjúklingar með geðraskanir fái jafngóða þjónustu þar og aðrir.“ Afgreiðslutíminn var lengri á bráðaþjónustunni fyrir hrun eða allt til kl. 23 á virkum dögum. Eftir hrun var hagræðing. Halldóra segir að eft- ir endurskipulagningu hafi þjónustan orðið faglegri þar sem nú eru fleiri fagaðilar á staðnum á hefðbundnum afgreiðslutíma en áður var og sér- fræðingur á bundinni vakt alla virka daga á meðan opið er. Opið er á þeim tíma þegar langflestir koma. „Ég er ánægð með þetta eins og þetta er, miðað við húsakost. Ég held að þjónustan sé betri svona en hún var. Ég hef þó lengi viljað sjá starf- andi geðteymi á almennri bráðaþjón- ustu. Best væri að hafa eina bráða- þjónustu fyrir allan spítalann.“ Fleiri á bráðamóttöku geðsviðs í ár  13,5% aukning á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við 2013 en 15 einstaklingar koma þangað daglega  Geðsvið líður fyrir húsnæðisskort, segir yfirlæknir Halldóra Ólafsdóttir Morgunblaðið/Eggert Fólk Fleiri komu á bráðamóttöku geðsviðs í janúar og febrúar á þessu ári. Samninganefndum Sjómannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins miðaði ekkert áfram á fundi hjá ríkis- sáttasemjara í gær vegna kjaramála undirmanna á Herjólfi. Næsti samn- ingafundur hefur ekki verið boðaður, yfirvinnubann stendur enn og boðað verkfall er enn í gildi. Ólafur William Hand, forstöðumaður kynningar og markaðsdeildar Eimskips, segir enga lausn í sjónmáli og málið enn í hnút eftir samningafund gærdagsins. Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Íslands, segir að þrátt fyrir langan fund sé ekki kominn sáttatónn í menn, þó fundurinn í gær hafi verið skárri en fyrri fundir. „Það var allavega setið eitthvað yfir þessu og farið vel yfir þetta allt saman, en ég ætla ekkert að segja til um í hvaða átt það er.“ Ósáttir Vestmannaeyingar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, vonar að lausn finnist sem fyrst en yfirvinnubannið veldur íbúum töluverðum óþæg- indum. „Þetta er tenging okkar við þjóðveginn og auðvitað veldur það okkur óþægindum þegar hún rofn- ar,“ segir Elliði og bendir á að bær- inn verði einnig af tekjum þar sem útgerðir landi annars staðar meðan á yfirvinnubanninu stendur. „Afurðir komast ekki með góðu móti frá Eyj- um og við verðum af hafnargjöldum.“ Ekkert gengur að semja  Yfirvinnubann á Herjólfi er enn í gildi Morgunblaðið/Ómar Siglingar Herjólfur tengir þjóðveg- inn til Vestmannaeyja. Hugmynd um gerð jarðganga milli Hólsdals í Siglufirði og Nautadals í Fljótum var rædd þegar á 6. áratug 20. aldar, áður en ákveðið var að gera Stráka- göng og veg um Almenninga. Gert var ráð fyrir 4,7 km göng- um og um 150 m vegskálum við báða munna. Leggja þyrfti um 3 km veg í Siglufirði og 2 km veg í Fljótum að gangamunnunum. Gömul hug- mynd um göng HÓLSDALUR - NAUTADALUR „Það er ekki viðunandi að það sé læknir á bakvakt sem sinni fár- veikum einstaklingum. Öðru máli gegnir ef fólk t.d. handleggsbrýtur sig, þá fær það læknisaðstoð sam- stundis. Þeir sem glíma við geð- sjúkdóma eiga rétt á sambærilegri þjónustu. Ég hef heyrt á félags- mönnum mínum að þeim þyki erf- itt að leita á bráðmóttökuna í Fossvogi vegna þess að biðtíminn er langur,“ segir Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar. Hann segir stjórnendur spítal- ans ekki á sama máli, vegna þess að fyrir- komulagið er með þessum hætti. Þá bendir Hrannar á að fleiri vilja kom- ast í innlögn en raunverulega fá. Það sé stórt vandamál sem ekki er leyst og mikilvægt að finna var- anlega lausn á því. Langur biðtími á bráðamóttöku FORMAÐUR GEÐHJÁLPAR Hrannar Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.