Morgunblaðið - 25.03.2014, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.03.2014, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2014 Fyrsta ferming vorsins var 22. mars Á baksíðu Morgunblaðsins í gær, þar sem greint var frá fermingu í Grafarvogskirkju í fyrradag, sunnu- daginn 23. mars, stóð að um fyrstu fermingu vorsins hefði verið að ræða. Það er ekki rétt, því fyrsta ferm- ing vorsins var daginn áður, laugar- daginn 22. mars. Þann daginn var t.d. fermt kl. 11 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði og fermdust þar 25 börn. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Síðir bolir Verð 8.900 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Str. M-XXXL Fleiri litir Meyjarnar Austurveri | Háaleitisbraut 68 | sími 553 3305 20% AFSLÁTTUR ÚTSÖLUSLÁR KR.1.000 - 4.900 Vélar á verði semgleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur,         Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 1.500 manns, 70 ára og eldri, hafa ekki sótt um ellilífeyri hjá Tryggingastofnun þótt réttur til greiðslna sé hugsanlega fyrir hendi. Af því tilefni sendir Trygginga- stofnun út bréf til landsmanna sem eru eldri en 70 ára en hafa ekki sótt um lífeyri til að vekja athygli þeirra á mögulegum lífeyrisréttindum. Miðast við 4,2 milljónir Að sögn Þorgerðar Ragnarsdótt- ur, framkvæmdastjóra samskipta- sviðs hjá Tryggingastofnun, hafa all- ir þeir sem eru orðnir 67 ára sem hafa búið og starfað á Íslandi í tilskil- inn tíma og eru með árstekjur undir 4.268.612 kr. rétt á ellilífeyri. Séu tekjurnar hins vegar hærri, vegna fjármagnstekna eða annarra tekna, fellur rétturinn hins vegar niður. Til að fá greiðslur þarf að sækja um og skila tekjuáætlun. Þorgerður vekur athygli á breyt- ingum á lögum um almannatrygg- ingar nr. 100/2007 sem samþykktar voru á Alþingi 4. júlí 2013 en sam- kvæmt þeim munu lífeyrissjóðs- tekjur ekki lengur hafa áhrif á grunnlífeyri almannatrygginga. „Fólk sem átti ekki rétt á grunnlíf- eyri fyrir breytinguna áttar sig e.t.v. ekki á því að það getur átt það núna, t.d. fólk með háar lífeyristekjur.“ Hækkar um 0,5% á mánuði Þorgerður bendir jafnframt á að hægt sé að fresta umsókn um lífeyri. Við það hækki lífeyrir, tekjutrygg- ing og heimilisuppbót um 0,5% fyrir hvern mánuð sem frestað er í allt að fimm ár, eða til 72 ára aldurs. Hún bendir á að þótt réttur til líf- eyris sé ekki fyrir hendi við 67 ára aldur sé mikilvægt að fylgjast með þróun tekna því réttindi geti skapast þegar tekjur lækka. Gætu átt rétt á lífeyri  Tryggingastofnun sendir nú bréf til um 1.500 einstaklinga  Fólkið er 70 ára og eldra  Margir vita e.t.v. ekki rétt sinn Morgunblaðið/Ómar Á göngu Eldri borgarar eru hvattir til að huga að réttindum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð tapa fylgi í Reykjavík en Samfylkingin bætir við sig samkvæmt könnun Gallup fyrir RÚV. Samkvæmt könnuninni eykur Samfylkingin fylgi sitt um sex prósentustig frá síðustu könnun sem gerð var fyrir mánuði og mælist nú með 23,6%. Sjálfstæðis- flokkur og Björt framtíð tapa hins vegar fimm pró- sentustigum hvor flokkur. Sjálfstæðismenn njóta 23,6% stuðnings en Björt framtíð 22,7%. Flokkarnir þrír fengju fjóra borgarfulltrúa hver yrði þetta niðurstaða borgarstjórnarkosninganna í vor. Samfylkingin bætir þar við sig einum manni en hinir flokkarnir tapa einum frá síðustu könnun. Píratar bæta við sig fylgi og fengju tvo borgarfulltrúa. Stuðningur við flokkinn mælist nú 13,6%. VG fengi áfram einn borgarfulltrúa en Dögun og Framsóknarflokkurinn engan. Samfylking með byr í seglum í borginni samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.