Morgunblaðið - 25.03.2014, Page 11

Morgunblaðið - 25.03.2014, Page 11
Ljósmyndir/Daníel Rúnarsson Sól Fátt er meira afslappandi en róleg æfing í guðsgrænni náttúrunni þegar sólin skín yfir sumarmánuðina. hreyfngar. „Með samhæfingu hugar, hreyfingar og öndunar kemst á jafn- vægi í líkamanum og heilsan batn- ar,“ segir Qing en meðal námskeiða hjá henni í Heilsudrekanum eru hugrænar teygjugæfingar og leik- fimi á borð við tai chi og qi-gong. „Tai chi einkennist af afslöppuðum og mjúkum hreyfingum sem þjálfa í senn líkama og huga. Æfingarnar hafa góð áhrif á miðtaugakerfið, öndun, meltingu, svefn og styrkja hjartað. Fólk á öllum aldri getur stundað tai chi og það er aldrei of seint að byrja.“ Æfing fyrir hvert og eitt líffæri Fæstir Íslendingar hugsa um æfingu fyrir hvert og eitt líffæri. Öll erum við vön hugmyndinni um að þjálfa einstaka vöðva en líffæra- æfingar eru okkur framandi. „Heilsu-qi-gong er yfir fimm þúsund ára gamalt æfingakerfi sem er í stöðugri þróun. Þar fer saman qi, sem merkir „lífskraftur“ og gong sem merkir „nákvæmar æfingar“. Í qi-gong er ákveðin æfing gerð fyrir hvert og eitt líffæri,“ segir Qing og bætir við að tilgangur kínversks heilsu-qi-gong sé einfaldur og án öfga. „Þetta er jafnvægi fyrir sálina og líkamann. Í því liggur markmið æfinganna. Þú leggur meira inn en þú tekur út og átt varasjóð þegar þú þarft að taka út. Bankinn á ekkert í þessum sjóði, hann er algjörlega þinn. Þetta er þitt hreyfiafl.“ Aldur og form ekki fyrirstaða „Námskeiðin okkar eru fyrir börn frá fjögurra ára aldri og upp úr. Við erum með krakkahópa, ung- lingahópa og fullorðinshópa. Hægt er að fara í bæði einka- og hópatíma. Þeir sem eru í slæmu formi eða glíma við einhverja líkamlega kvilla eiga sérstaklega að koma til okkar en mestu skiptir að fólk taki fyrsta skrefið að betra líferni og prófi sig áfram með rólegum æfingum,“ segir Qing en hún er í samstarfi við kín- verskan íþróttaháskóla og hefur fengið til sín kínverska gestakenn- ara. „Einnig erum við í samstarfi við íþróttafélagið Drekann og kepp- endur frá Drekanum hafa náð mjög góðum árangri í keppnum í kungfú og heilsu-qi-gong á erlendum vett- vangi.“ Æfingar Allir geta stundað æfingakerfin sem Dong Qing Guan kennir og skiptir aldur þar engu máli enda mjúkar og flæðandi hreyfingar. Heilsu-qi-gong er yfir fimm þúsund ára gamalt æfingakerfi sem er í stöðugri þróun. Þar fer saman qi, sem merkir „lífskraftur“ og gong sem merkir „nákvæmar æfingar“. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2014 Fyrirtækið Hundahólmi mun á morgun kynna nýjan gleraugnaklút sem skartar teikningunni „Sexy Dad #1796“ . Teikningin er hluti af loka- verkefni sem Karin Kurzmeyer og Piret Uustal gerðu þegar þær voru við Listaháskóla Íslands árið 2012 og kölluðu Very serious pictures from Iceland. Verkefni þeirra sam- anstóð af sextán myndum sem sýndu íslensku þjóðarsálina á spaugilegan hátt. „Við keyptum birtingarrétt á myndunum og starf Hundahólma hófst á útgáfu póstkorta með nokkr- um myndanna. Nokkrar eru núna líka fáanlegar á klútum og bolum en þær eru allar birtar í kverinu Stra- ight Stuff to go with Very serious pictures from Iceland,“ segir Hildur Petersen, ein af stofnendum Hunda- hólma. „Sexy Dad #1796“ hefur hingað til aðeins verið í þessu kveri en verð- ur nú hluti af vörulínunni Iceland seen through foreign eyes, en Hundahólmi hlaut hvatn- ingarverðlaun The Reykjavík Grapevine fyrir þá línu nú á dögunum. Gleraugnaklúturinn verður sýndur í Norræna Húsinu á morgun á viðburði á vegum Fjöl- breytu, félags kvenna í atvinnu- rekstri og Hönnunarmars. Þar munu konur koma saman og sýna hönnun frá klukkan 16-19. Hægt verður að nálgast klútinn í Iðu sem er við Lækjargötu á Hönnunarmars. Hundahólmi kynnir nýja vöru í Norræna húsinu á morgun Barnavagninn Kynþokkafulli pabb- inn sem verður á gleraugnaklút. Kynþokkafullir feður á gleraugnaklúta Í kvöld klukkan 20 stendur Sögu- félag Árnesinga fyrir fræðslufundi í gestastofunni á Hakinu sem er við útsýnisskífuna þar sem gengið er niður í Almannagjá á Þingvöllum. Er- indið flytur Torfi Stefán Jónsson, sagnfræðingur, og nefnir hann það „Friðun Þingvalla“. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Í erindi sínu ræðir Torfi um efni BA-ritgerðar sinnar sem fjallaði um aðdragandann að friðun Þing- valla og hvernig menn komust að þeirri niðurstöðu að taka land undan ræktun og nýtingu landbúnaðar yfir í friðun svæðis sem eingöngu mátti horfa á. Að sögn Torfa var hug- myndin um friðun eða stofnun þjóð- garðs á Þingvöllum enn einn angi á leið Íslands til nútímans. Á sama tíma var byrjað að huga að virkjun vatnsaflsins, lagningu drykkjarvatns til þéttbýlis, uppbyggingu á dreifi- kerfi síma og fleira mætti telja. Nú þykir næsta sjálfsagt að Þingvellir séu þjóðgarður en umræðan var löng, ströng og á margan hátt ekki ólík þeirri sem er í dag. Hvaða áhrif hafði friðun þjóðgarðsins? Friðun Þingvalla leið til nútímans Ljósmynd/Mats Wibe Lund Þjóðgarður Séð norður yfir þjóðgarðinn á Þingvöllum á fallegum sumardegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.